Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 14

Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 14
Listkennsludeild Listaháskólans býður uppá námskeið á meistarastigi fyrir starfandi listgreina kennara og listafólk sem vill sækja sér símenntun. – Listir og sjálfbærni – Rödd - spuni- tjáning – Skapandi skrif – Rafmögnuð tónlist – Listkennsla nemenda með sérþarfir – Námsefnisgerð – Fræðsla fullorðinna – Skapandi leiðir í píanókennslu – Bókagerð – Myndrænt leikhús/ hlutaleikhús Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, og umsóknareyðublað er að finna á lhi.is Opin námskeið í list kennslu­ deild námskeið á haustönn 2013 Lífið er gott Skúli Mogensen athafnamaður svaraði spurningu blaðamanns DV um samband hans og sjónvarpskonunnar Friðriku Hjördísar Geirsdóttur. Rangar spurningar á röngum tíma Þetta viðtal á að vera um peninga- stefnuna. Á kynningarfundi um vaxtaákvörðun Seðlabankans í vikunni fékk Arnór Sighvatsson aðstoðar seðlabankastjóri spurningar um símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde frá 6. október 2008, þar sem ákvörðun um neyðarlán til Kaupþings var tekin. Velkominn til samtímans! Það er móðgun við Íslandssöguna og alveg sérstaklega við Vestmannaeyinga sem minnast hryllingsins 16. til 18. júlí 1627, þegar allt líf á staðnum var lagt í rúst, hátt í 250 teknir fastir og tugir drepnir. Borgarstjórinn fyrrverandi, Ólafur F. Magnússon, hefur áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu mosku í Reykjavík og setur hana í samhengi við Tyrkjaránið. Og var vart á bætandi Þegar það kemur hins vegar að ímynd vörumerkis, trausts og annara þátta sem þeir eru að mínu mati að vanmeta, þá mun þetta hafa mjög slæm áhrif til lengri tíma. Jakob Ómarsson er ósáttur við framsetningu 365-miðla á tilboði á áskrift að enska boltanum og nettengingu.  Vikan sem Var Börn á Íslandi alast upp við að fara í sturtu með öðru fólki og sjá allskonar líkama. Við erum allskonar s tundum hugsa ég um hvað við erum heppin hér á Íslandi að allir afklæð-ast og fara saman í sturtu áður en þeir fara í sund. Ég heyrði fyrir skömmu af bandarískri stúlku sem var hér í sumar- leyfi og fór í sund með foreldrum sínum. Barnið var hins vegar alveg miður sín eftir sundferðina því þar hafði hún séð fullt af nöktum konum. Það er einmitt það sem mér finnst svo frábært. Börn á Íslandi alast upp við að fara í sturtu með öðru fólki og sjá alls konar líkama. Stelpur sjá ungar konur, gamlar konur, óléttar konur, mjóar konur, feitar konur, konur með lítil brjóst, konur með sigin brjóst, konur með sílíkonbrjóst, konur með æðaslit, sólbrúnar konur, konur með sórí- asis, stæltar konur og konur með slit eftir meðgöngu. Við búum við þau forréttindi að sjá fullt af venjulegum líkömum í stað þess að sjá bara forsíður tímarita og íturvaxnar stúlkur í tónlistar- myndböndum. Við eigum að vita að konur eru allskonar. Fyrr í þessari viku birti Erna Hrund Her- mannsdóttir myndir af slitnum maga sínum eftir meðgöngu sonar hennar. Erna skrifar Reykjavík Fashion Journal á Trendnet.is og sagðist hún þar hafa fengið nóg af for- síðumyndum glanstímarita af nýbökuðum mæðrum á bikiníi þar sem þær eru með hinn fullkomna maga og ekki örðu af sliti. Þessar myndir gæfu konum óraunhæfar hugmyndir um hvernig magi nýbakaðra mæðra lítur út í raun. Erna fæddi 17 marka dreng eftir 41 viku meðgöngu og fékk mikil slit. „Mér finnst þau hræðileg og ég er viss um að ég sé eina konan í heiminum sem er með svona slæm slit,“ skrifar hún og veit að það er vegna óraunhæfra staðla sem haldið er að okkur sem hún er svona óánægð. Raunar bendir hún á að nýverið kom út bók erlendis þar sem mæður sátu fyrir hjá ljós- myndara og sýndu slitin sín stoltar. Erna fylltist innblæstri og ákvað að gera þetta sjálf. Nú, þremur mánuðum eftir fæðingu sonar hennar, lét hún af því verða. Því er skemmst frá að segja að pistlinum hennar var deilt yfir 2 þúsund sinnum auk þess sem bæði DV.is og Vísir.is skrifuðu um málið og birtu líka myndirnar. Já, í nútímasamfélagi er hetjudáð að birta ljós- myndir af slitnum maga eftir barnsburð. Ein móðir skrifaði athugasemd við færslu Ernu þar sem hún sagði að ljósmyndari hafi tekið fallega ljósmynd af maganum hennar þegar hún var kasólétt og með mikil slit. Ljósmyndarinn hafi síðan ætlað að gefa fæðingardeild úti á landi myndina „en þar var neitað að taka við henni því þetta myndi hræða óléttukonurnar svo mikið því bumb- an væri svo illa farin,“ skrifaði hún. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Þó að sumar konur fái lítil sem engin slitför á meðgöngu þá megum við samt ekki falla í þá gryfju að konur með slitför séu ekki fallegar. Erna ætlar að sættast við slitin sín og endar pistilinn sinn á þessum fallegu orðum: „Slitförin mín gera mig að móður.“ Fögnum fjölbreytileikanum. Í nútímasamfélagi er hetjudáð að birta ljósmyndir af slitnum maga eftir barnsburð. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is 80 milljónum króna hyggst athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson verja í átak til að kynna ís- lenska hestinn í Frakklandi á næstu árum. Vikan í tölum 5.600.000 voru meðalárstekjur íbúa í 103 Reykjavík í fyrra. Tekjuhæstu Reykvíkingarnir búa í 103. 490.000 manns gætu búið á Íslandi árið 2060 samkvæmt nýrri mann- fjöldaspá Hagstofu Íslands. Nú búa 323.810 hér á landi. 3 tonn af ís fóru ofan í gesti á Ísdeg- inum mikla í Hveragerði um liðna helgi. Yfir 15 þúsund gestir sóttu bæinn heim. 3 tonnum af flugeldum verður skotið upp á Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur. 57 prósent munur var í sumum tilfellum á verði skólabóka í könnun sem ASÍ gerði. 14 viðhorf Helgin 23.-25. ágúst 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.