Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 32
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
pARAdíS: áSt (16)
22/08 - 29/08: 17.40 - 20.00 - 22.20
BEfORE MidNigHt (14)
Sjá SýNiNgARtíMA á
www.BiOpARAdiS.iS
8,4 á iMdB
98% á ROttEN tOMAtOES
***** Filmophilia.com
***** BíóveFurinn.is
Indverskur dans
Dansarinn Pragati Sood býr yfir frábærri tækni
og dansar áreynslulaust og tignarleg indverska
dansinn Kathak. Hún dansar í Hörpu tónlistar-
og ráðstefnuhúsi.
Kl. 14.00-15.30
Menningarveisla í miðborginni
Reykjavíkurmaraþon markar
að venju upphaf Menn-
ingarnætur sem haldin
verður í átjánda sinn nú á
laugardaginn. Menningarnótt
er hátíð sem allir borgar-
búar skapa og upplifa saman,
úti á torgum og götum mið-
borgarinnar, söfnum, fyrir-
tækjum og ekki síst í hús-
unum í bænum. Yfirskrift
hátíðarinnar er „Gakktu í
bæinn!“ sem vísar til þeirrar
gömlu og góðu hefðar að
bjóða fólk velkomið og gera
vel við gesti. Til að gæta
öryggis verður miðborgin
lokuð umferð frá klukkan 7
að morgni laugardags og til
klukkan eitt á aðfararnótt
sunnudags. Með yfir 100.000
gesti og 600 viðburði er
Menningarnótt stærsta hátíð
landsins. Allir viðburðir eru
gestum að kostnaðarlausu
þannig að borgarbúar, óháð
efnahag og stöðu, getið notið
menningarlífs og samveru.
Upplýsingar um alla viðburði
er að finna á vefnum Menn-
ingarnott.is en hér má fræðast
um brotabrot af dagskránni.
Hefur þú
skoðað varðskip?
Varðskipið Óðinn verður
opið gestum og gangandi
við Víkina – Sjóminjasafn
Reykjavíkur. Um borð taka
á móti gestum fyrrverandi
skipverjar og segja frá dvöl
sinni um borð í skipinu.
Varðskipið Óðinn var í
þjónustu Landhelgisgæslu
Íslands frá 1960 til 2006.
Kl. 12.00-22.00
Graffað á Hlemmi
Reykjavík Underground Yarnstormers standa fyrir viðburði
á Hlemmi og hvetja fólk til að koma og hjálpa sér að graffa
Hlemm og umhverfi með garni. Ef þú átt efni til að graffa
með máttu endilega taka það með, svo sem gamalt prónles,
prufur eða útsaum. Annars verður efni á staðnum.
Kl. 13.00-19.00
Kynning á tölvuleik
Nýr íslenskur tölvuleikur verður
kynntur í Hörpu tónlistar- og
ráðstefnuhúsi. Um er að ræða
listræna, handteiknaða ævin-
týraleikinn Aaru’s Awakening
úr smiðju íslenska fyrirtækisins
Lumenox Games. Gestir fá að
prófa leikinn þar sem blandað er
saman hraða, þrautum og hasar.
Kl. 13.00-22.00
Vinnslan #6
Vinnslan er listhópur og
tilraunavettvangur allra list-
greina. Nokkrum sinnum á
ári heldur Vinnslan sam-
sýningu og að þessu sinni
verður sýning haldin í hvala-
skoðunarbát og í gömlu ver-
búðunum. Um 30 listamenn
taka þátt og munu allar list-
greinar taka völdin - dans,
leiklist, tónlist, myndlist,
gjörningalist og fleira.
Kl. 20.00-23.00
Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta er þekktur fyrir fjöl-
skylduleiksýningar sem sýndar eru utan-
dyra um allt land á sumrin. Leikhópurinn
verður með sannkallaða Söngvasyrpu
á Grjótatorgi við Vesturgötu 5. Söngva-
syrpan er brot af því besta í gegnum árin
og koma margar skemmtilegar persónur
úr öllum fyrri verkum Lottu í heimsókn.
Tvær sýningar yfir daginn.
32 menningarnótt Helgin 23.-25. ágúst 2013