Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 34
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Menningardagur í Gallerí Fold laugardaginn 24. ágúst 11–19 12–14 Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir málar 14–15 Spjall með Tryggva Ólafssyni 14–15 Spjall með Braga Ásgeirssyni 14–16 Soffía Sæmundsdóttir málar 16–18 Spjall með Halli Karli Hinrikssyni Skapað af list Listamenn vinna og spjalla við gesti um list sína Minningarsýning Kristján Davíðsson Sýning á verkum þessa stórbrotna listamanns í Forsalnum. Myndirnar eru flestar málaðar á fimmta áratug síðustu aldar og hafa aldrei verið sýndar áður. Flestar þeirra eru til sölu. Sýningunni lýkur 8. september. Opnun kl. 11 Allir velkomnir Tvö ný uppboð á netinu; á myndlist og postulíni Grafík í 30 ár Bragi Ásgeirsson Sýnir í Baksalnum til 1. september NÝ GRAFÍK „úr gullastoknum“ Tryggvi Ólafsson Sýnir í Hliðarsalnum til 1. september Kl. 12 og svo á 30 mínútna fresti til 19 Listahapp Allir gestir fá happdrættismiða. Dregið verður á 30 mínútna fresti alls 15 sinnum. Dregið verður þangað til vinningar ganga út. Vinningar eru eftirprent íslenskra listaverka. Listaverk hangir uppi í galleríinu. Finndu myndina og skrifaðu niður titil eða hvaða sögu þér finnst myndin segja. Ein saga verður valin og í verðlaun er listaverkabók. Dregið er þrisvar yfir daginn. Leikur fyrir alla Hvaða saga er í myndinni? kl. 11–14, kl. 14–16, kl. 16–19 Bráðlifandi músík Guðbörn Guðbjörnsson Hádegistónleikar kl. 13.30 · Síðdegistónleikar kl. 16 Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari syngur létt lög við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Það þarf ekki að kynna Guðbjörn fyrir Íslendingum en tónleikar hans í Gallerí Fold á Menningarnótt hafa verið afar vinsælir á umliðnum árum. Ratleikur fyrir börn og fullorðna kl. 11-13, kl. 13-15, kl. 15-17, kl. 17-19 Leikurinn felst í að finna listaverk sem sýnd eru í galleríinu. Við hvert þeirra er lítil frásögn og í henni bókstafur sem er hluti af orði sem gestir eiga að finna út. Dregið er úr réttum lausnum og heppinn þátttakandi fær listaverkabók í verðlaun. Lifum af list í Gallerí Fold Dagskráin er á myndlist.is • Opið til kl. 19 á Menningarnótt og 14–16 á sunnudag T he Tin Can Factory er óvenju legt nafn sem vekur upp margar spurningar. Dósaverksmiðjan? Einfaldasta svar- ið er að eitt sinn var dósaverksmiðja þar sem tungumálaskólinn er núna til húsa. Raunar er The Tin Can Fac- tory miklu meira en tungumálaskóli því þar læra nemendur líka um ís- lenska menningu og sögu. Dósin er táknræn fyrir að við geymum lengi hjá okkur auk þess sem baunir í dós- um byrja að spíra og eitthvað alveg nýtt verður til. Ég hringdi í stjór- nanda skólans til að fá rétt aðeins að heyra um nýtt námskeið sem þar er boðið upp á. Hún bauð mér í heim- sókn, sagði að ég yrði að sjá skólann því hann væri allt öðruvísi en aðrir skólar. Það var rétt. Það fyrsta sem mætti mér var fjöldinn allur af útiskóm svo ég fór líka úr mínum. „Við vildum hafa þetta svona heimilislegt,“ segir Gígja Svavarsdóttir, stjórnandi The Tin Can Factory. „Við erum með inniskó fyrir alla sem vilja.“ Áður en skólinn flutti í núverandi húsnæði í Borgartúni var hann í íbúðinni fyrir neðan heimili Gígju og þar á undan í stofunni hjá henni. Gamlir nem- endur voru því vanir að fara alltaf úr skónum og vildu gera það áfram. Skólinn hét alltaf bara Tungumála- skólinn en er nú kominn með nýtt nafn. Helsta sérstaða hans er að þar læra nemendur með því að gera. Flutningurinn varð að kennslustund „Þegar við f luttum hingað tóku nemendur þátt í því að fara með Óhefðbundin íslenskukennsla Tungumál, menning og saga eru einkunnarorð The Tin Can Factory þar sem nemendur læra ekki aðeins íslenskt mál heldur kynnast þeir líka samfélaginu. Á þjóðhátíðardaginn er farið með nemendur í miðbæinn þar sem þeir læra allt um hoppukastala og snuddusleikjó. Í haust fer af stað nýtt verkefni hjá The Tin Can Factory - leikhópur fyrir útlendinga búsetta á Íslandi sem setur upp verk á íslensku. Gígja Svavarsdóttir og Ólafur Guðmundsson hafa mikla ástríðu fyrir kennslunni. Mynd/Hari borðin inn í sendiferðabíl og halda á þeim hingað inn. Við breyttum flutningunum bara í íslenskutíma þar sem þeir lærðu að „lyfta“ borð- inu og „fara út“ með stólinn,“ segir Gígja. Ólafur Guðmundsson, kenn- ari við skólann, tekur annað dæmi. „Það er hluti af náminu að elda sam- an og leggja á borð. Ég man eftir því að hafa verið með heilan hóp að leggja á borð og í hvert sinn sem við settum gaffal á borðið sögðu allir saman: „Þetta er gaffall.“ Öll kennsla fer fram á íslensku og ekkert tungumál talað í kennslu- stofunni nema íslenska. Þrátt fyrir að skólinn sé fluttur í stærra hús- næði er enn haldið fast í að hafa litla hópa, hámark tíu nemendur sam- an, til að kennarinn geti sinnt öllum sem best. Skoða verk eftir Kjarval Vettvangsferðir eru fastur hluti af kennslunni og er markmiðið að nemendur kynnist íslenskri menn- ingu samhliða því að læra tungu- málið. „Þegar við kennum nöfnin á litunum förum við á Kjarvalsstaði og skoðum listaverk eftir Kjarval,“ segir Gígja og áður en eldað er sam- an fer hópurinn allur saman út í búð og kaupir inn. Innkaupaferðin er þá orðin að kennslustund í íslensku þar sem fólk lærir nöfnin á lambakjöti, rófum og flatkökum. Á 17. júní fóru kennarar með sína hópa í miðbæ- inn. Gígja rifjar upp þjóðhátíðar- dag þar sem hún var með hóp sam- settan af mæðrum annars vegar og einhleypu fólki hins vegar. Mæð- urnar höfðu oft séð hoppukastala en aldrei vitað hvað þeir kölluðust á ís- lensku. Hópurinn lærði líka að segja „snuddusleikjó“ og „renna sér.“ Þeir einhleypu og barnlausu höfðu takmarkaðan áhuga á þessu og sá einn maðurinn lítinn tilgang í því að læra um hoppukastala. Hann kom þó himinlifandi til Gígju nokkrum dögum síðar og tilkynnti henni að hann væri orðinn uppáhaldsfrændi barnanna í fjölskyldunni. „Hann hafði þá farið í fjölskylduboð og í fyrsta sinn getað tala við krakkana um það sem þau gerðu á 17. júní,“ segir Gígja. Örugg í ófullkomleikanum Boðið er upp á ýmislegt fleira en íslenskukennslu fyrir útlendinga. Fólk getur bókað sig í eins konar sögugöngu um miðbæ Reykjavíkur sem lýkur með pönnukökubakstri og sérstök námskeið eru fyrir ís- lensk börn sem búa í útlöndum. Nú í haust hefst nýtt verkefni hjá The Tin Can Factory þegar stofn- aður verður leikhópur skipaður útlendingum búsettum á Íslandi. Leikhópurinn kallast Baunadósin, stefnt er að því að verkefnist hefjist í byrjun september og verður lögð áhersla á fjölmenningarlega nálgun á íslenska menningu. Ólafur, sem hefur lengið kennt leiklist, sér um hópinn og segir hann að verkefnið komi til með að mótast af þeim sem taka þátt en markmiðið er að halda sýningu í lokin þar sem flétt- ast saman leiklist, söngur og dans. „Ég veit ekki til þess að starfandi sé neinn fjölmenningarlegur leikhóp- ur á Íslandi sem sýnir á íslensku,“ segir hann. Baunadósin er hluti af tilraunastarfsemi og nýsköpun sem tengist íslenskukennslunni og annarri starfsemi verksmiðj- unnar. Ólafur leggur áherslu á að það þurfi ekki að tala fullkomna ís- lensku til að taka þátt í leiklist. „Við viljum hjálpa fólki að líða vel í sínum ófullkomleika. Fólk getur verið af- skaplega skapandi og haft margt að segja þó það eigi í vandræðum með þolfallið,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Við erum með inniskó fyrir alla. 34 dægurmál Helgin 23.-25. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.