Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 37

Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 37
Nafn: Arsene Wenger. Lið: Arsenal. Aldur: 63 ára. Þjóðerni: Franskur. Fyrri störf: Nagoya Grampus Eight, Monaco. Ráðinn: 1996. Heimir: „Hann er að mínu mati frábær knattspyrnu- stjóri. Hugmyndafræðin að baki fótboltans hjá Arsenal er mjög góð. Vandræði Wengers felast í því að hann er án efa nískasti stjórinn í deildinni. Hann hefur þurft að kaupa leikmenn og styrkja liðið síðustu fimm árin en það hefur ekki gerst. Þó þeir hafi reynt við Suarez finnst manni að það þurfi meira til. Og svo mætti hann stundum leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Hann hefur ekki lagast þrátt fyrir tilkomu Steve Bould í þjálfarateymið.“ Ólafur: „Mér finnst synd hvernig menn hafa farið með Wenger, Arsenal-menn og aðrir. Wenger er maðurinn sem sneri Arsenal gjörsamlega við. Hann tók klúbb- inn og færði hann upp á annað level. Hann breytti leikstílnum og kúltúrnum, keypti menn eins og Henry og Bergkamp og gerði Arsenal að toppliði. Í raun og veru hefur hann verið með þá í toppbaráttu allan sinn tíma. Síðan kemur að því að annað hvort hann eða klúbburinn er ekki tilbúinn að eyða eins og hin liðin og það hefur farið illa í stuðningsmennina. Það sem menn verða að virða er að félagið hefur stefnu og hún virðist vera að það sé vel rekið, sé í baráttu um titla og „once in a while“ nái það titlum. Wenger er klárlega einn af þremur, fjórum bestu stjórum sem verið hafa í Úrvalsdeildinni frá upphafi. Það verður að dæma hann á réttum forsendum, út frá umhverfinu sem hann er í.“ Nafn: André Villas-Boas. Lið: Tottenham Hotspur. Aldur: 35 ára. Þjóðerni: Portúgalskur. Fyrri störf: Chelsea, Porto. Ráðinn: 2012. Heimir: „Mér fannst Villas-Boas koma sterkur inn eftir að hann tók við af Redknapp. Hann er gríðarlega taktískur og það sást á leik liðsins að hann er búinn að undirbúa það vel. Hann minnir mig reyndar stundum á Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni, hann mætti vera minna stressaður. Ég hef samt trú á því að hann haldi áfram að þróa liðið og það verði betra en á þeirri síðustu. Auðvitað er for- senda þess að Bale verði áfram. Ég skil nú reyndar ekki í Bale. Eftir að Villas-Boas tók við hefur Bale bæt sig gríðarlega og hann ætti að sýna honum smá hollustu og vera eitt eða tvö ár í viðbót hjá liðinu.“ Ólafur: „Mér fannst Chelsea allt of stór biti fyrir hann þegar hann kom þangað. Að mínu viti. Það má ekki vanmeta þátt reynslunnar og þroskann í að taka við svoleiðis liðum. En hann hefur gert fína hluti með Tottenham. Hann virðist vera nokkuð viss í því hvernig hann vill gera hlutina, bæði á vellinum og í stjórnuninni. Mér finnst hann samt pínulítið vera að rembast. Það er eins og jakkafötin sem hann er í séu aðeins of stór. En hann á eflaust eftir að vaxa inn í þau. Ég sé þá keppa um eitt af fjórum efstu sætunum en það veltur á því hvort Bale fer. Þeir þurfa „goal getter“. Ef þeir selja Bale á einhverjar 90 milljónir punda geta þeir gert það sem þeir vilja. En þeir kaupa Bale aldrei aftur.“ Nafn: Roberto Martinez. Lið: Everton. Aldur: 40 ára. Þjóðerni: Spænskur. Fyrri störf: Wigan, Swansea. Ráðinn: 2013. Heimir: „Ég held að það hafi verið mikið framfaraskref fyrir Ever- ton að fá Martinez sem sýndi með Wigan að hann er frábær knattspyrnustjóri. Ég lagði mig oft fram um að horfa á leiki með Wigan, sérstaklega á móti sterkari liðum. Hann kom oft með lausnir og möguleika á því hvernig hægt væri að vinna þessi betri lið. Ég held að hann eigi eftir að gera frábæra hluti hjá Everton.“ Ólafur: „Mér finnst hann svolítið flottur og hef verið að grúska svolítið í honum undanfarið. Hann passaði svo sannarlega í jakkafötin sín þegar hann var hjá Wigan. Svo stækkaði hann og fékk sér ný. Þetta var frábær ráðning hjá Everton. Eftir veru Moyes þar er komin festa og mjög gott umhverfi fyrir Martinez. Hann hefur skemmtilega fílósófíu, hann er svipaðri línu og Klopp hjá Dortmund, og nú fær hann betri leik- menn en hjá Wigan. Hann gæti tekið eitt eða tvö skref áfram.“ Nafn: Brendan Rodgers. Lið: Liverpool. Aldur: 40 ára. Þjóðerni: Norður-írskur. Fyrri störf: Swansea, Reading, Watford. Ráðinn: 2012. Heimir: „Hugmynda- fræðin hjá Brendan Rodgers er góð, hann vill halda bolt- anum innan liðsins. En stundum er það þannig að þegar hugmyndafræðin virkar ekki, þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp, þá þarftu að breyta og prófa eitthvað annað. Mér finnst hann ekki tilbúinn til að gera það og meðan að það er þá verður Liverpool á svipuðum stað og liðið var á síðustu leiktíð.“ Ólafur: „Þetta er mitt lið og það hefur verið ein allsherjar sorgarsaga hjá því undanfarið. Rodgers er hinn maðurinn sem ég veit ekki hvað mér á að finn- ast um. Hann gerði skemmti- lega hluti hjá Swansea og ætlar greinilega að gera svipaða hluti hjá Liverpool. Mér finnst hann ekki hafa haft leikmennina sem hentuðu því sem hann vildi spila. Ekki fyrr en hann fékk Sturridge og Coutinho. Rodgers fær greinilega traust og það er ágætt en hann á eftir að sanna sig. Mér finnst Liverpool ekki vera með nógu góða leikmenn til að vera alveg í toppnum.“ fótbolti 37 Helgin 23.-25. ágúst 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.