Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 40
Sveitaórar É Ég veit ekkert um búskap. Enda hefur hann ekki verið stundaður mikið í Kópa- voginum frá því að síðasti bóndinn á Lundi brá búi seint á áttunda áratugnum eða snemma á þeim níunda. Þessi lága sveitagreindarvísitala mín væri ekki telj- andi vandamál. Nema fyrir þær sakir að seint á síðustu öld kynntist ég konuefninu mínu og hún getur rakið ætlegg sinn aft- ur margar kynslóðir þingeyskra bænda. Fyrstu árin var ég þvi ekki beinlínis á heimavelli þarna í sveitinni. Kallaði gimb- ur gimbli og talaði fjálglega um hvort „slátturtíðin“ væri ekki að hefjast þegar bændur tala nú yfirleitt um heyskap. Punktastaða mín hjá tengdaforeldrunum hefur því sjálfsagt verið ansi lág, alla vega svona til að byrja með. Það er helst að ég hafi fengið nokkra punkta fyrir að mæta á svæðið. En miðað við það sem kostar að halda mér uppi í mat og drykk er ég ekki viss um að það hafi skapað stórar inneignir. Það var því eiginlega ekki fyrr en af- kvæmi fóru að líta dagsins ljós að staðan vænkaðist eitthvað að ráði. Því ekki batnaði ég mikið í sveitastörfunum. Það er nokkuð ljóst. En ég skaffaði barnabarn og það er ég viss um að hefur hækkaði í punktastaflanum. Ég gat því loksins gengið um sæmilega uppréttur þarna í sveitinni. Sparkað í dráttavéladekk og drukkið kaffi með körlunum. Ég drekk reyndar ekki kaffi en fannst ég kominn með svo marga punkta að ég gat, óáreitt- ur, fengið mér kakómalt þarna innan um grjótharða bændurna. Ég var á toppnum og mér fannst ég ekki geta gert neitt rangt. En svo gerðist hið skelfilega – það kom annar tengdasonur í spilið. Hmm, hugsaði ég mér þegar sá nýi tók sér frí í vinnunni til að hjálpa til í „slátturtíðinni“. Það er svona sem hann spilar þetta. Mætir á svæðið og beint upp í dráttarvél. Þurfti engan hálftíma fyrir- lestur um hvernig þetta allt saman virkar eins og ég þegar ég prófaði dráttarvélina fyrst. Hann setti bara í gang og byrjaði að slá. Rúllaði svo upp þessar líka fínu sykurpúðalegu rúllur. Þetta var við það að buga mig. Þegar hann svo í ofanálag skaut máv- inn, Guð minn góður! Illfyglið hafði angr- að tengdamúttu í margar vikur. Borð- andi unga og skítandi út um allt. Hann stoppaði bara í miðjum slætti og skaut kvikindið. Gott ef ekki út um hurðina á dráttarvélinni. „Þetta var nú lítið mál. Ég var með haglarann í skottinu,“ sagði hann þegar hann mokaði mávinn sex fet í jörðu niður. Ég grét þurrum tárum ofan í kakómaltið mitt þann kaffitímann. Svona gat þetta ekki gengið. Ég var að missa allt. Meira að segja staðinn við hliðina á brauðristinni – ég var ekki ristarstjórinn lengur. Við þetta mátti ekki búa en við ofurefli var að etja. Ég þakkaði þó fyrir að ég var búinn að skaffa barnabarn. Hafði því, að mínu mati, enn rétt svo yfirhönd- ina. Allt var ekki glatað. Ég fjölgaði því barnabörnunum um eitt. Svona til að styrkja enn stöðu mína sem tengdasonur númer eitt. Fór á námskeið í meðferð á haglabyssu ef ske kynni að annar skítugur mávur gerði sig heima- vanan í túninu. En þá komu fréttirnar sem ég var búinn að óttast svo lengi. Það var von á barni hjá númer tvö. Nú var leikurinn hafinn og eitthvað drastískt þurfti til bragðs að taka. „Ég flyt norður!“ tilkynnti ég frúnni og byrjaði að pakka. Hún var ekki alveg á því en benti á að á jörðinni væri gamall bær sem hægt væri að laga og nota sem sumarhús. Það myndi nú hressa upp á punktastöðuna. Þessu tók ég fagnandi og við hófumst handa við lagfæringarnar. Þar höfum við nú dundað okkur í á þriðja ár. Valdajafn- vægi virtist komið og ég horfði á verkið auka inneign mína umtalsvert. Þar sem ég nú skrúbba fjörutíu ára gamlan belju- kúk úr gömlu fjósi sem stendur við bæinn sé ég út undan mér þær systurnar tala saman. Ég rétt greini orðaskil yfir hávað- ann í vírburstanum og mér heyrist sem mágkonan segi: „Við eigum von á öðru“! Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Komdu á rétta staðinn og gerðu góð kaup! Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is Tilboðsverð: 6.780 kr. Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t IÐNÚ Hlemmur Skipholt skólavöruverslun Ný og endursko ðuð útgáfa (G ild ir ti l 1 0. s ep te m be r n. k. ) En svo gerðist hið skelfilega – það kom annar tengdasonur í spilið. 40 viðhorf Helgin 23.-25. ágúst 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.