Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 44

Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 44
Námskeið Helgin 23.-25. ágúst 2013 KYNNING  Kynning Hugarlausnir er námsKeið Heilsuborgar í Heildrænni Heilsu 44 Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Ert þú að kljást við? offitu? verki? háan blóðþrýsting? orkuleysi? depurð eða kvíða? Lausnina finnur þú í Heilsuborg Heilsulausnir Stoðkerfislausnir Hjartalausnir Orkulausnir Hugarlausnir “Mér fannst allt gott, hafði enga stjórn á skammtastærðum og hafði lítið þrek. Ég var farin að óttast um heilsu mína og langaði ekki að vera svona illa á mig komin lengur,” segir Sólveig sem vildi læra að borða rétt og lifa í sátt við sjálfa sig. „ Þegar ég fór að ná árangri, léttast og líða betur hugsaði ég tíðum hví í ósköpunum ég hefði ekki tekið í taumana fyrr. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ég væri að missa af lífinu og get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið væri nú hefði ég ekki farið í Heilsuborg.” Var að missa af lífinu „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ég væri að missa af lífinu og get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið væri nú hefði ég ekki farið í Heilsuborg.” Sólveig Sigurðardóttir “Að breyta um mataræði er mikil vinna í fyrstu og ég hef reynt að boð og bönn virka ekki. Ég hætti að vera svöng þegar ég lærði að borða reglulega og langar sjaldnast í nammi því mér líður svo vel að borða rétt,” segir Sólveig, 35 kílóum léttari en fyrir ári síðan. Sólveig Sigurðardóttir Ert þú óviss með næstu skref? Pantaðu tíma í Heilsumat og hjúkrunarfræðingur fer yfir stöðuna á þinni heilsu og aðstoðar með næstu skref. Hreyfing og núvitund H ugarlausnir heitir átta vikna námskeið í Heilsu-borg sem hentar þeim sem glíma við einkenni streitu, depurðar, kvíða og/eða þunglynd- is. Hreyfing er fyrirferðarmesti hluti námskeiðisins en sérstaða þess er fólgin í kennslu í núvitund eða mindfulness. “Í raun gætu fleiri haft gagn af þessu námskeiði,” segir Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingar, sem kennir á námskeiðinu ásamt Elvu Brá Aðalsteinsdóttur sál- fræðingi og Kristínu Birnu Ólafsdóttur þjálfara. “Nám- skeiðið hentar öllum sem glíma við áhyggjur eða álag hvort sem er í einkalífi eða starfi, og eiga orðið erfitt með að vera til staðar í núinu. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill, áreitin mörg og kröfurnar miklar getur verið erf- itt að vera raunverulega til staðar og meðvitaður um það sem er að gerast á meðan það er að gerast. Að vera til staðar í núinu Sigrún Ása, ásamt Elvu Brá sér um þann hluta Hugarlausna sem snýst um núvitund, sem er kallað mindfulness á ensku. Það snýst um að kenna fólki að vera til staðar í núinu. “Núvitund felst í því að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast og er eiginleiki sem við búum öll yfir en í mismiklum mæli. Á mínum hluta námskeiðs- ins, kenni ég einfaldar hugleiðslu- æfingar sem hafa það að mark- miði að beina athyglinu inn í núið og að einu í einu. Við reynum að verða meðvituð um hvenær sjálf- stýring hugans er komin á. Það er lögð áhersla á einfaldar æfingar sem fólk getur tekið með sér út í lífið.” Dæmigerð æfing í núvitund snýst um að beina athyglinni að andardrættinum, taka eftir þegar hugurinn flögrar í burtu og beina þá athyglinni á mildan máta aftur að andardrættinum. Þegar við erum til staðar og meðvituð þá bæði njótum við betur þess sem lífið hefur upp á bjóða sem og við erum líklegri til að taka skynsam- legar ákvarðanir fyrir okkur sjálf. Vera mild við okkur sjálf Sigrún Ása segir að núvitund komi úr aldagömlum austrænum hugleiðsluaðferðum en lögð sé sérstök áhersla á að virkja það viðhorf innra með okkur að vera mild við okkur sjálf. “Við erum svo gjörn á að vera hörð við okkur sjálf, við erum alltaf að dæma okkur. Ég vinn mikið með einstaklingum sem glíma við streitu og oftar en ekki eru þetta einstaklingar sem gera miklar kröfur í eigin garð bæði í einkalifi og starfi, keyra sig oftar en ekki áfram, virða ekki mörkin fyrr en allt sýður uppúr. Við kennum fólki æfingar sem hjálpa því að staldra við og hlusta á eigin líðan og hugsanir og umfram allt að vera mildara við sig. Andleg, líkamleg og félagsleg heilsa Sigrún Ása segir að oft sé fólk ekki nógu duglegt að hlúa að heilsunni í heild sinni. Með heildrænni nálgun Heilsuborgar sé það hins vegar möguleiki. Í Hugarlausnum er unnið með andlega, líkamlega og félagslega heilsu á sama tíma. Námskeiðið er átta vikur og samanstendur af hreyfingu og núvitund. “Þrisvar í viku hittir einstaklingur þjálfara sem setur upp prógram eftir for- skrift hreyfiseðils. Áður en núvit- undarhlutinn kemur til sögunnar í þriðju viku fara allir í eitt einka- viðtal til mín, sem er innifalið. Við hittumst svo í hópþjálfun í núvitund einu sinni í viku í fjórar vikur og leggjum áherslu á að hugleiðslu æfingar séu gerðar milli tíma. Næsta námskeið í Hugarlausn- um hefst 26. ágúst. Nánari upp- lýsingar er að finna á heilsuborg. is <http://heilsuborg.is/> . „Við búum öll við áreiti og álag og það getur verið erfitt að vera til staðar í núinu og vera meðvituð um hvað er að gerast.“ segir Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur sem kennir á námskeiðinu Hugarlausnir í Heilsuborg.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.