Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 50

Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 50
„Ég segi ekki að hekl sé orðið vin- sælla en prjónið en áhuginn hefur aukist mjög,“ segir Solveig Theo- dórsdóttir, formaður Heimilis- iðnaðarfélags Íslands. Eftir hrunið varð sprenging í fjölda þeirra sem vildu læra að prjóna en nú hefur áhugi á annars konar handavinnu aukist. „Ég held að þegar fólk er búið að prjóna mikið og ná góðum tökum á því þá langi því einfald- lega að læra eitthvað annað,“ segir Solveig. Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á byrjendanámskeið í hekli, námskeið þar sem er kennt að hekla sjöl með draglykkjuhekli, nýstárlegar ömmudúllur og nám- skeið í rússnesku hekli. „Fólk er sólgið í eitthvað nýtt,“ segir hún og bendir á að þegar Heimilisiðnaðar- félagið fór að bjóða upp á námskeið í tvöföldu prjóni hafi þau fljótt fyllst en í tvöföldu prjóni er réttan beggja megin, sami litur er aðal- litur öðru megin en munsturlitur hinum megin. Aðallega konur sækja nám- skeið Heimilisiðnaðarfélagsins en þangað koma bæði byrjendur sem og handavinnukennarar, klæðsker- ar og kjólameistarar á námskeið. „Kjólameistarar koma hingað til að læra að sauma þjóðbúninginn,“ segir Solveig. Fyrst eftir hrun var mikil aðsókn á námskeiðin, síðan dalaði áhuginn en hann er aftur á uppleið og fjöldi námskeiða þegar fullbókuð en alls eru 54 námskeið í boði á haustönn. Þá var að ljúka námskeiði fyrir börn sem haldið er á hverju sumri og færri komast að en vilja. „Ég var rétt að fara að huga að nám- skeiðinu í vor þegar ég sá að það var strax orðið fullt þannig að ég auglýsti ekki neitt,“ segir Solveig. Á námskeiðinu vinna börn með jurtaliti og gler, búa til mósaík- verk, tálga og gera heimatilbúinn brjóstsykur, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðinu lýkur með pulsup- artýi þar sem foreldrum er boðið í heimsókn til að skoða afrakstur- inn. „Ég man eftir því eitt sinn að þá hitti ég dreng sem hafði verið á námskeiði hjá mér. Hann var lítið fyrir fótbolta og naut sín vel. Ég spurði hann hvernig honum hefði fundist námskeiðið. Hann lærði að þæfa teppi og sagði að þetta væri skemmtilegasta námskeið sem hann hefði farið á. Þetta er afskap- lega skemmtilegt,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Námskeið Helgin 23.-25. ágúst 201350 Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðum okkar Heimilisiðnaðarfélag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn Prjón hekl Þjóðbúningasaumur baldýring útsaumur orkering knipl jurtalitun tóvinna víravirki vefnaður leðursaumur og margt eiraVerslun Mikið úrval af íslensku prjónabandi og lopa, prjónum, prjónabókum, og öðrum blöðum. Efni og önnur tillegg fyrir þjóðbúningasaum og jurtalitun. Gjafakort. Verið velkomin. Opið alla daga kl. 12-18 Solveig Theodórsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, segir að bæði byrjendur og fagmenn komi á námskeið, jafnvel handavinnukennarar. Ljósmynd/Hari Hekl í sókn Áhugi á handavinnu jókst mikið eftir hrun og margir lærðu að prjóna. Formaður Heimilisiðnaðarfélagsins segir að þeir sem hafi náð góðum tökum á prjóni vilji læra eitthvað nýtt og nú sé mikill áhugi fyrir heklnámskeiðum.  Námskeið AukiNN áhugi er á heklNámskeiðum Anna Heiða Pálsdóttir hefur kennt á ritlistarnámskeiðum Endurmenntunar frá árinu 2000. Hún segir fólk stundum feimið við að sýna öðrum skrif sín en að á námskeiðunum séu allir jafningar. Ljósmynd/Hari.  eNdurmeNNtuN hÍ Námskeið Í ritlist Úr neista í nýja bók Námskeið fyrir þá sem eiga sér þann draum að skrifa lengri eða styttri sögur hefst í haust hjá Endurmenntun. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin og hafa margir þátttakendanna síðar gefið út bækur og það jafnvel metsölubækur. á undanförnum árum hafa nokkur hundruð þátt- takenda lokið ritlistar- námskeiðum hjá Endur- menntun HÍ og hafa margir þeirra síðar gefið út bækur í framhaldinu og segir Anna Heiða Páls- dóttir, rithöfundur, doktor í bókmenntafræði og kennari námskeiðsins það sérstaklega ánægjulegt. „Sumar þessara bóka hafa jafnvel orðið metsölu- bækur.“ Námskeiðið Úr neista í nýja bók í haust verður fimm skipti og bæði í fjar- og staðnámi. Þrír fyrir- lestrar verða nemendum aðgengilegir á vefnum og munu þeir tvisvar sinnum hittast í kennslustund hjá Endurmenntun við Dun- haga. Í náminu er fjallað um ritferlið og hvaða kost- ir prýða góð skáldverk. Leiðbeiningar eru gefnar um hagnýta undirbún- ingsvinnu, val sögusviðs, persónusköpun, samtöl og sögufléttu auk þess sem fjallað verður um smá- sagnaformið sem slíkt. Á námskeiðinu skrifa þátttakendur sögubrot, til dæmis upphaf smásögu eða kafla úr bók sem þeir eru að vinna að. Í síðasta tímanum lesa þeir svo fyrir hvern annan og verkin eru svo rædd í rit- hring. Anna segir þátt- takendum þannig gefast dýrmætt tækifæri til að fá uppbyggilega gagnrýni frá breiðum lesendahópi því vinir og ættingjar segi yfirleitt að verkin séu stórfín. Að sögn Önnu er fólk stundum feimið við að sýna öðrum skrif sín í fyrsta sinn en að á nám- skeiðunum séu allir jafningjar. „Flestir koma hræddir og telja verk sín ekki nógu góð til að sýna öðrum. Við gerum oft svo lítið úr okkur sjálfum og finnst ekkert sem við ger- um vera nógu gott,“ segir Anna og leggur áherslu á að með gagnrýni eigi að rýna til gagns. Þrír þátttakendur nám- skeiðsins gáfu út bækur á árinu 2012 og höfðu lagt efni fyrir samnemendur sína sem siðar urðu að eftirfarandi bókum:  Sigurjón Pálsson gaf út bókina Klækir sem hlaut Blóðdropann.  Sólveig Pálsdóttir gaf út bókina Leikarinn sem hlaut mikið lof gagn- rýnenda.  Dagbjört Ásgeirs- dóttir gaf út hina bráð- skemmtilegu og spenn- andi bók Gummi fer á veiðar með afa. Þessir rithöfundar lögðu öll efni fyrir samnemend- ur sína sem síðar varð að ofangreindum bókum. Námskeiðið hefst 25. september og lýkur 23. október. Skráningarfrest- ur er til 18. september og er fjöldi þátttakenda takmarkaður. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.