Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Side 52

Fréttatíminn - 23.08.2013, Side 52
Námskeið Helgin 23.-25. ágúst 201352 Slakandi steinefnablanda Náttúrulegt magnesíum unnið úr sjó og Hafkalk úr Arnarfirði. Inniheldur einnig B6 (P5P) og C vítamín. Fyrir betri svefn, náttúrulega! Auðmelt og kraftmikið Omega 3 Ljósátulýsi úr Suður-Íshafinu með náttúrulegum andoxunarefnum sem gera rotvarnarefni óþörf. Mikil virkni, ekkert eftirbragð. Gott fyrir hjartað og æðakerfið, heilann og liðina! Vottuð íslensk náttúruafurð Kalkþörungar úr Arnarfirði Innihalda kalk, magnesíum og fjölmörg önnur mikilvæg stein- og snefilefni úr hafinu. Styrkir brjósk og bein. Gott fyrir liðina! Hafkalk ehf. – 465 Bíldudalur – www.hafkalk.is Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt Guðmundur Örn Guðjónsson, annars stofnandi Bogfimiset- ursins, segir fullt á öll námskeið þrátt fyrir að ekkert hafi verið auglýst.  Námskeið Ófáar hetjur eiga boga og örvar Um 250 manns æfa í Bogfimisetrinu Um 250 manns æfa bogfimi hjá Bogfim- isetrinu en aðeins eru 10 mánuðir síðan setrið var opnað. „Mig var búið að langa til að prófa þetta í mörg ár,“ segir Guð- mundur Örn Guðjónsson, annar stofn- andi Bogfimisetursins. Þar er einfald- lega hægt að panta hálftíma til að prófa að skjóta af boga og sjá til í framhaldinu hvort fólk langar á námskeið sem einn- ig er þar boðið upp á. Á grunnámskeiði er farið yfir stillingar á bogum, örvum, öryggi og mismunandi tegundir boga. Meirihlutinn af námskeiðinu er verk- legur, það er að skjóta af boga, en einnig er um að ræða sýnikennslu. Til að skrá sig í borgfimifélag þarf að hafa lokið grunnnámskeiði. Til að geta keypt boga þarf að framvísa til lögreglu staðfestingu á að viðkomandi sé í bogfimifélagi og sé að æfa eða keppa í bogfimi. Ekkert eiginlegt ald- urstakmark er í Bogfimisetrinu, þeir yngstu sem þangað koma eru um 10 ára. Í vopnalögum segir að barni yngra en 16 ára megi ekki selja eða afhenda örvaboga með meiri togkrafti en 7 kíló eða oddhvassar örvar. „Við bara förum eftir þessu og yngri börn fá boga með minni togkraft,“ segir Guðmundur. Þrátt fyrir að Bogfimisetrið hafi lítið sem ekkert auglýst er fullt á öll nám- skeið. Guðmundur segir að áhuga á bogfimi megi eflaust rekja til bíó- mynda þar sem söguhetjurnar skjóta af boga, svo sem Hungurleikarnir, Disney-myndin Brave, Hrói höttur og þættirnir Game of Thrones. „Þeir fengu einmitt nokkra Íslendinga til að skjóta af boga við upptökur,“ segir Guðmundur en sem kunnugt er hafa þættirnir verið teknir að hluta til hér á landi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Valgerður Hall- dórsdóttir, félags- ráðgjafi og formaður Félags stjúpforeldra, heldur námskeið fyrir stjúpforeldra í Reykjavík og á Akur- eyri. Lósmynd/Hari s tjúpmæður, einhleypir feður og eiginmenn stjúpmæðra geta lært betur inn á sín flóknu hlutverk á námskeiðum sem haldin eru á vegum Félags stjúpfjöl- skyldna og Stjúptengsla í haust. „Það kemur margt upp á í stjúp- fjölskyldum og fólk er yfirleitt að glíma við það sama,“ segir Val- gerður Halldórsdóttir, félagsráð- gjafi og formaður Félags stjúpfjöl- skyldna. „Það eru gerðar nýjar kröfur á þig og þú veist ekki hvað þú vilt og hvað þú átt að gera. Oft eru hlutirnir gerðir að persónuleg- um ágreiningi. En þetta er vel yfir- stíganlegt um leið og þú veist hvað þú þarf að takast á við og þá gengur allt vel,“ segir hún. Félagið býður öllum félags- mönnum, sem greitt hafa 3.000 króna félagsgjald ársins, ókeypis námskeið um Sterkari stjúpfjöl- skyldur þar sem farið er yfir helstu áskoranir stjúpfjölskyldna. Nám- skeiðin verða haldin í Reykjavík og á Akureyri síðari hluta septem- ber og eru kostuð með styrk sem velferðarráðuneytið veitti samtök- unum á síðasta ári. Valgerður segir að það sé algeng tilfinning í stjúpfjölskyldum, bæði hjá börnum og fullorðnum, að upp- lifa sig útundan og geti það haft óheppileg áhrif á fjölskyldulífið sé ekki brugðist við á uppbyggilegan máta. Takast þurfi á við breytingar á foreldrahlutverkinu og finna við- eigandi hlutverk fyrir stjúpforeldri. Einnig sé mikilvægt að koma auga á og virða sorg og missi barna. Huga þurfi að því hvernig sam- skiptum við fyrrverandi maka er háttað en það geti haft mikil áhrif á stjúpfjölskyldur. Auk námskeiða félagsins heldur Valgerður, sem er sérmenntuð í fræðunum, sérstök námskeið fyrir stjúpmæður – Stjúpuhitting – og annað námskeið fyrir eiginmenn stjúpmæðra og stjúpfeður. Vilja ekki vera vonda stjúpan Hún segir að stjúpur sem leggja sig allar fram í stjúpmóðurhlutverkinu og taki tillit til þarfa makans, stjúp- barna sinna sem og jafnvel móður þeirra finni gjarnan fyrir vanþakk- læti bæði stjúpbarna og maka þegar framlag þeirra er ekki metið eins þær kjósa. „Sumar finna fyrir stjórnleysi þegar svo virðist sem að maki þeirra taki meira tillit til fyrrverandi konu sinnar eða barns- móður en stjúpunnar,“ segir hún. „ Margar vita hvað þær vilja ekki vera - þ.e. vonda stjúpan - en vita ekki hvað þær eiga eða mega vera á heimilinu. Staðan er því oft ein- mannaleg og ruglandi.“ Hún segir að það sé samdóma álit þeirra sem sóttu Stjúpuhitting á síðasta ári að þær hafi orðið örugg- ari í hlutverkinu eftir námskeiðið þar sem fjallað er um væntingar þeirra, hlutverk stjúpmæðra, sam- skipti og áhrif fyrrverandi maka á fjölskyldulífið og samskipti við nú- verandi maka. Á pabbahittingi – námskeiði fyrir einhleypa feður og eiginmenn stjúpmæðra er fjallað um hvernig það getur tekið á að vera einn á vaktinni sem einhleypt foreldri og um hvernig hægt sé að bæta samskipti við börnin sín og barns- móður. Auk námskeiðanna veitir Félag stjúpforeldra ókeypis símaþjónustu á miðvikudögum milli kl. 16 og 16 í síma 5880850. Nánari upplýsingar eru á stjuptengsl.is.  stjúpteNgsl flÓkNasta hlutverkið Að læra að vera stjúpforeldri “Það kemur margt upp á í stjúpfjölskyldum og fólk er yfirleitt að glíma við það sama,” segir Valgerður Halldórsdóttir, sem heldur námskeið fyrir stjúpfjölskyldur í Reykjavík og á Akureyri.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.