Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 54
54 fjölskyldan Helgin 23.-25. ágúst 2013 Það sem einu sinni var  BarnaBókmenntir Fyrsta Bók tveggja vinkvenna e inu sinni voru flestir skólar tvísetnir og börn þurftu að taka allt skólatengt heim með sér á hverjum einasta degi. Þá var skólataskan ómissandi ílát fyrir bækur og skólaamboð öll. Einu sinni gengu börn líka langar leiðir í skólann og sárvantaði tösku til að hlífa bókunum sínum fyrir alls kyns veðrum. Einu sinni var skóladagurinn örstuttur þannig að stór hluti námsins fór fram heima við eldhúsborðið hjá mömmu og þá þurfti að koma öllum herlegheitunum heim daglega. Einu sinni voru hvorki til tölvur né net þannig að öll námsgögn voru staðbundin og þau síðan borin og borin og borin einu sinni enn milli heimilis og skóla á ungum bökum stórra sem smárra nemenda. Það sem einu sinni var, er lýsing á því sem er ekki lengur. Ótrúlega margt er breytt í námsumhverfi barna en eitt hefur ekki haggast og það er ílátið skólataska. Börnin okkar tifa ennþá í og úr skóla með töskuna á bakinu, stundum þunga, stundum létta en alltént alltaf stóra, fyrirferðarmikla – og rándýra. Burðurinn reynir umtalsvert á óþroskað bak barna og ungmenna, svo mikið að heilsugæslu- stöðvar dreifa bæklingum með ábendingum til foreldra um gæta vel að bökum barna sinna við töskuburðinn. Markaðurinn sinnir líka sínu og verslanir auglýsa að sérfræðingar í líkamsbeitingu aðstoði við val á skólatöskunni. Burðurinn er semsagt talsvert vandamál en er þó sannarlega ekki hið eina sem fylgir skólatöskunotkuninni. Hvaða kennari þekkir ekki vandamálið þegar verk- efnið gleymdist heima og er því fjarri góðu gamni í skólanum þó svo að taskan hafi samviskusamlega verið borin milli staða? Hvaða samviskusama foreldri hefur ekki uppgötvað gamalt skólanesti sem hefur óvart dagað uppi í skólatösk- unni með tilheyrandi afleiðingum? Hvaða fjölskylda hefur ekki gert dauðaleit að námsbók sem kom heim í töskunni, lítið var lært í þrátt fyrir góð fyrirheit og hvarf svo af yfirborði heimilisins af ótrúlegri ósvífni? Trúlega geta margir kinkað kunnáttusamlega kolli þegar hér er komið sögu. Erfiðleikar við val á réttri tösku, bakverkir barna, gleymd skólagögn og týndar námsbækur eru ekki sjálfstæð vandamál þótt við meðhöndlum þau sem slík. Þvert á móti eru þetta allt heldur einfaldar afleiðingar af einu, stóru vandamáli; skólatöskunni sjálfri og auðvitað er eina vitið að ráðast að rót vandans. Af hverju í ósköpunum þarf að bera öll gögn milli staða þegar skólinn er einsetinn og nóg rými er fyrir gögn barna í kennslustofunni? Af hverju þarf að senda mikið magn skólabóka heim til heimanáms þegar búið er að margfalda skólatíma skyldunámsins og æ fleiri efast almennt um gagnsemi heimanámsins? Mögulega væri nóg að hafa létta og lok- aða plastvasa fyrir lestrarbækur til að bera á milli. Af hverju sjáum við ekki tæknibylt- ingu í náminu þannig að börn geti einfaldlega nálgast námsefnið sitt heima og heiman á vefnum þar sem það hvorki gleymist né blotnar á milliferðunum? Þá væri yfrið nóg að bera eina spjaldtölvu með sér og góðar líkur á að börn og ungmenni vildu nokkuð á sig leggja til að glata henni ekki. Það er sannarlega nóg af lausnum ef vilji er fyrir hendi – allir myndu græða á því nema mögulega söluaðilar skólatöskunnar. Vertu velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18 Torino Paris Milano Mósel Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum Endalausir möguleikar í stærðum og áklæðum Brosbókin er fyrsta bók vinkvennanna Jónu Valborgar Árnadóttur og Elsu Nielsen og verður útgáfuveisla í Borgarbókasafninu á morgun. Ljósmynd/Krissy Bók um bros sem týnist Brosbókin er fyrsta höfundarverk þeirra Jónu Valborgar Árnadóttur og Elsu Nielsen en Jóna er höfundur texta og á Elsa heiðurinn af myndskreytingum. Hugmyndin að Bros- bókinni vaknaði hjá Jónu fyrir tveimur árum þegar hún var á ferðalagi með syni sínum sem þá var fimm ára. „Ég leit aftur í til hans í bílnum og sá hann var ekki hress á svip sem var mjög ólíkt honum. Þá fór ég að spyrja hann hvað hefði orðið af brosinu hans. Hvort það hefði kannski dottið á gólfið,“ segir Jóna. Sonurinn fór strax að brosa en reyndi að láta mömmu sína ekki sjá það. Þar með vaknaði sú hug- mynd Jónu að bros gæti öðlast sjálfstæðan vilja og einfald- lega horfið. Jóna og Elsa unnu áður saman á auglýsingastofu og var Elsa sú fyrsta sem kom upp í huga Jónu þegar að mynd- skreytingu Brosbókarinnar kom. „Hún er algjör listamaður hún Elsa. Myndirnar í bókinni eru mjög fallegar og bæta miklu við textann. Við lögðum alltaf upp með að hafa gaman við vinnslu bókarinnar.“ Brosbókin er ætluð öllum þeim sem ein- hvern tíma hafa farið í fýlu og segir Jóna Valborg hana vel til þess fallna að ræða við börnin um tilfinningar. Fyrst og fremst sé Brosbókin þó skemmtileg samverubók til að lesa með börnum. Útgáfuveisla Brosbókarinnar verður í Borgarbóka- safninu við Tryggvagötu á morgun, laugardag, frá klukkan 13:00 til 15:00 og verða bros falin á ýmsum stöðum í safninu og geta gestir leitað þeirra á milli bóka safnsins. Þá verður opnuð sýning á myndskreytingum úr Brosbókinni. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Af hverju þarf að senda mikið magn skólabóka heim til heimanáms þegar búið er að margfalda skólatíma skyldunámsins og æ fleiri efast almennt um gagnsemi heimanámsins? Náttúrulögmálið skólataska Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur Barna 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.