Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 58

Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 58
58 matur og vín Helgin 23.-25. ágúst 2013  Bjór ótrúlegur uppgangur Mikkeller á sjö áruM Brandenburg Fullorðins 595» Barna 295» KOMD’Í SHAKE Mikkel Borg Bjergsø stofnaði Mikkeller fyrir sjö árum síðan. Hann er nú einn virtasti og uppátækjasamasti bruggari í heimi. Ljósmynd/Rasmus Malmstrøm Sígauna-bruggarinn Fyrir tíu árum síðan byrjaði kennarinn Mikkel Borg Bjergsø að brugga bjór í eldhúsinu á íbúð sinni í Kaupmannahöfn. Í dag þykir hann bæði einn framsæknasti og besti bruggari í heimi. Átta tegundir fást í ríkinu „Sumir bjóranna koma aftur og aftur en aðrir koma bara einu sinni. Frá því við byrjuðum með Mikkeller í maí 2011 eru vörunúmerin orðin 67,“ segir Andri Þór Kjartansson hjá heildversluninni Járni og gleri sem flytur inn Mikkeller. Samkvæmt heimasíðu Vínbúðanna eru átta tegundir af Mikkeller nú fáanlegar í versl- unum. Best er að fara í eina stóru búðunum þremur; Kringluna, Heiðrúnu eða í Skútu- vogi, til að næla sér í Mikkeller-bjór því ekki er algengt að þeir fáist mikið víðar. Þó er hægt að sérpanta alla bjórana. „Auk þessa erum við oft með kúta og kassa sem fara á barina,“ segir Andri. Nýjasti Mikkeller-bjórinn er Aarh Hvad sem er belískur Pale Ale. Nafnið minnir óneit- anlega á hinn kunna bjór, Orval sem vill svo til að er eftirlætis bjór Mikkel Borg Bjergsø. „Já, þetta er tribute til Orval,“ segir Andri. Þ egar fólk smakk-aði bjórinn okkar sagðist það vera mjög hrifið af þeim. Árið 2005 ákváðum við að það væri gaman að fá viðbrögð fleira fólks,“ segir Mikkel Borg Bjergsø um upphaf bruggferils síns. Í upphafi bruggaði hann í félagi við Kristian Klarup Keller og aðstæð- urnar voru eins frumstæð- ar og hjá öðrum heima- bruggurum. Nafn bjórsins var sett saman úr nöfnum þeirra tveggja; Mikk- eller. Síðar heltist Keller úr lestinni. Fyrsti bjórinn kallaðist Stateside og var IPA- bjór. Framleiddar voru tvö þúsund flöskur. „Við hugsuðum með okkur að ef við gætum selt hann þá væri það frábært, ef ekki þá væri það ekki mikið tap. Þeir seldust frekar fljótt upp. Og þannig hélt þetta áfram,“ segir bruggarinn. Fyrsti bjórinn var brugg- aður í brugghúsi sem Mikkeller-menn fengu að láni. Bjergsø hefur haldið sig við þetta verklag síðan þá. Hann hefur nú bruggað bjór í brugghúsum víða um heim og hefur engin áform um að byggja eigið brugghús. Ástæðan er sú að hann taldi að þá væri hætta á að gera þyrfti málamiðlanir, slaka á kröfunum því Mikkeller yrði þá undir pressu um að selja mikið magn af bjór. Bjergsø flakkar því á milli húsa og kallar sig sígauna- bruggara. Mikkeller vakti mikla athygli í Danmörku þegar það hóf starfsemi árið 2006. Þó Danir hafi alla tíð haft úr nógu úrvali af bjór að velja var augljóslega mark- aður fyrir „gourmet“-vöru. Og heimsbyggðin hefur í kjölfarið tekið við sér. Vin- sældirnar hafa aukist jafnt og þétt á stórum mörkuðum á borð við Bandaríkin og Bretland og Bjergsø lætur bjóráhugafólk hafa úr nógu að velja. Eitt árið fram- leiddi hann til að mynda 94 tegundir af bjór. Og ekki vantar fjölbreytnina, Mikk- eller framleiðir jöfnum höndum allt frá pilsner-bjór upp í tunnuþroskað Barley Wine sem er með tuttugu prósent styrkleika og jafn- vel 30 prósent bjór. „Hug- myndirnar að nýjum bjór koma bara, það hefur ekki verið vandamál til þessa. Ég er alltaf með að minnsta kosti 20 nýjar uppskriftir í bakhöndinni sem bíða eftir að vera bruggaðar. Ég elska spennuna sem kemur þegar maður býr til uppskrift og þarf svo að bíða í hálft ár til að sjá hvort þú færð það sem þú vonast eftir,“ segir Mikkel Borg Bjergsø. Tveir Mikkeller-barir eru nú starfræktir í Kaup- mannahöfn og á þeim geta gestir fengið fjölda forvitni- legra bjórtegunda. Bjórinn er seldur af krana, við rétt hitastig og bornir fram í viðeigandi glasi. Það er sumsé upplifun að drekka bjór á Mikkeller-börunum. Á þessum börum getur fólk ekki gert sér von um að fá glas af hefðbundnum Carls- berg eða Tuborg. „Það get- ur vel verið að maður vilji stundum bara fá sér Tuborg en það verður þá að vera á öðrum bar en þessum,“ segir bruggarinn. Það er nóg úrval af gæðabjór á krana á Mikkeller-börunum í Kaupmannahöfn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.