Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 71
Ú
r
ljó
ði
nu
F
ja
llg
an
ga
e
ir
Tó
m
as
G
uð
m
un
ds
so
n
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1
3
-2
2
0
6
HREYKJA SÉR Á
HÆSTA STEININN
HVÍLA BEININ
S tóru leikhúsin tvö, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið,
kynntu í vikunni vetrardag-
skrá sína og er óhætt að
fullyrða að margt spenn-
andi er á boðstólum.
Í dagskrá Þjóðleikhúss-
ins vekur sérstaka athygli
nýtt leikrit eftir Braga
Ólafsson, Maður að mínu
skapi. Leikstjóri er Stefán
Jónsson og meðal leikara
eru Eggert Þorleifsson,
Kristbjörg Kjeld, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Pálmi
Gestsson. Þá er sígilt leik-
rit Guðrúnar Helgadóttur,
Óvitar, sett upp að nýju en
það var frumsýnt árið 1979.
Leikstjóri er Gunnar Helga-
son og meðal leikara eru
Jóhannes Haukur Jóhann-
esson, Ágústa Eva Erlends-
dóttir, Ævar Þór Benedikts-
son og Örn Árnason.
Svanir skilja ekki er nýtt
verk eftir Auði Övu Ólafs-
dóttur og Harmsaga er nýtt
verk eftir Mikael Torfason.
Þá geta gestir í Þjóðleik-
húsinu einnig séð Eldraun-
ina eftir Arthur Miller,
Spamalot eftir Eric Idle
sem er söngleikur byggður
á kvikmyndinni Monthy
Python and the Holy Grail
og Pollock eftir Stephen
Sachs.
Í Borgarleikhúsinu
setur Kristín Jóhannesdótt-
ir upp Hús Bernhörðu Ölbu
þar sem margar frábærar
leikkonur eru í aðalhlut-
verkum, Vignir Rafn Val-
þórsson leikstýrir verkinu
Refurinn eftir Dawn King
sem vakti mikla athygli í
Bretlandi og vinkonurnar
Skoppa og Skrítla verða
með jólahátíð.
Stóra sýningin í Borgar-
leikhúsinu þennan veturinn
er Hamlet í leikstjórn Jóns
Páls Eyjólfssonar með Ólafi
Darra Ólafssyni í aðalhlut-
verki. Ragnar Bragason
kvikmyndaleikstjóri vakti
athygli í fyrravetur með
sínu fyrsta leikverki, Gull-
regni. Nú snýr hann aftur
með Óskasteina sem fjallar
um illa skipulagt rán í
smábæ sem misheppnast.
Ræningjarnir flýja og leita
skjóls í mannlausum leik-
skóla með eldri konu sem
gísl. Ýmislegt kemur í ljós
í samskiptum þessa fólks
eftir því sem örvæntingin
ágerist.
LeikhúS Stóru LeikhúSin kynna vetrardagSkrá Sína
Margt spennandi á
fjölunum í vetur
Ólafur Darri Ólafsson
leikur aðalhlutverkið í
Hamlet.
Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur
aðalhlutverkið í Óvitum.
Þorvaldur Davíð Kristjáns-
son fer með aðalhlutverkið
í Furðulegu háttalagi hunds
um nótt sem Hilmar Jónsson
leikstýrir. Verkið er byggt á
skáldsögu Mark Haddon sem
naut talsverðra vinsælda.
Sýningin hlaut sjö verðlaun á
Olivier Awards í ár.
Þá má nefna fyrsta leikrit
hins vinsæla rithöfundar
Kristínar Marju Baldursdótt-
ur. Leikritið kallast Ferjan
og í leikhópnum er að finna
ekki ómerkara fólk en Unni
Ösp Stefánsdóttur, Margréti
Helgu Jóhannsdóttur og
Hilmar Guðjónsson.
Nánari upplýsingar um dag-
skrá leikhúsanna má finna á
heimasíðum þeirra.
menning 71 Helgin 23.-25. ágúst 2013