Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 74

Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 74
 Ris og hnig mannúðaR á voRum dögum Hvert fór mannúðin? Það var ekki fyrr en eftir stríð sem Vesturlönd ákváðu að vera hið góða og réttláta í heiminum. Fram að því höfðu þau aðeins verið það stóra og sterka. En ásetningurinn um góðsemina og mannúðina varði í raun frekar stutt. Þ egar myndir af útrýmingar-búðum í Þýskalandi birtust opinberlega eftir seinna stríð lá loks ljóst fyrir um hvað þetta stríð hafði snúist. Það hafði verið átök um mannúðina; orusta milli góðs og ills. Og hið góða vann. Eftir stríð varð til hinn góði heimur. Illskan hafði tapað. Fram að stríðslokum hafði fólk á Vesturlöndum almennt ekki miklar áhyggur af mannúðinni í Þýskalandi. Og ekki stjórnvöld þessara landa heldur. Eftir stríð gátu engin stjórnvöld stært sig af að hafa skotið skjólshúsi yfir þá hópa sem þýsk stjórnvöld ofsóttu, fangelsuðu, misþyrmdu og drápu. Þetta á jafnt við um gyðinga sem kommúnista; samkynhneigða sem þroskahefta; hörundsdökka, geðveika, alkóhólista og floga- veika. Til að láta þetta tvennt falla saman; aðgerðarleysið tíu árin á undan og þá eftiráskýringu að stríðið hafi verið átök um mann- úðina; kusu Vesturlandabúar að breyta sögunni. Þeir þóttust vera hissa á að þýsk stjórnvöld hefðu stundað það sem kallað var mann- skynbætur. Auðvitað varð fólk hissa þegar það sá þessar myndir. Það hafði ekki gert sér grein fyrir að niður- staðan af því að iðnvæða mann- kynbótastefnuna skyldi verða svona afhjúpandi ómennsk og andstyggileg. En það var uppgerð þegar það þóttist vera hissa yfir að þessi stefna skyldi hafa verið rekin árum saman í Þýskalandi. Þessi stefna var ríkjandi heilbrigðis- stefna í öllum hinum vestræna heim áratugina fyrir stríð. Þess má geta að hér heima sam- þykkti Alþingi 1938 lög sem Vil- hjálmur landlæknir hafði samið og heimiluðu læknum að gera þroska- heft fólk, geðveikt, áfengissjúkt eða fólk var haldið öðrum alvarleg- um sjúkdómum ófrjótt; en einnig glæpamenn (og samkvæmt lögum þess tíma féll samkynhneigt fólk undir þá skilgreiningu). Mannkyn- bótastefnan var svo almennt við- urkennd að Adolf Hitler var valinn maður ársins af Time Magazine, sama ár og Íslendingar settu sín lög um mannkynbætur, og hafði það engin áhrif þótt allir vissu um áherslu hans á mannkynbætur og ríkisstjórn hans hafði sett þá stefnu í framkvæmd. Gott er sveitum; illt í borgum Mannkynbætur er hugmynd um að það sé hlutverk stjórnvalda að gæta þess að þjóðarlíkaminn spilltist ekki. Hún byggir ann- ars vegar á þeirri hugmynd að nútímalíf verndi þá veiku um of; að lífsbaráttan sé orðin svo létt að það fólk sem fyrr á öldum hefði orðið undir, dáið og ekki geta eignast börn; tórir miklu lengur í velferðasamfélögum nútímans, nær kynþroskaaldri og fjölgar sér. Hins vegar sprettur hug- myndin um mannkynbætur upp úr miklu samfélagslegu umróti í Bandaríkjunum. Þrælahald hafði verið aflagt og svörtum Banda- ríkjamönnum færð lágmarksrétt- indi á sama tíma og önnur bylgja innflytjenda reið yfir landið. Fyrstu landnemarnir höfðu flestir verið frá norðanverðri Evrópu; enskir, þýskir, skandinavískir. En á síðustu áratugum nítjándu aldar flykktust til austurstrandar Bandaríkjanna Ítalir, Pólverjar og Írar í leit að betra lífi og Kínverjar í sömu erindum til Vesturstrand- arinnar. Þetta umrót skapaði gríðarleg- an ótta meðal þeirra sem höfðu þá þegar komið sér vel fyrir í Banda- ríkjunum. Innflytjendur úr seinni bylgjunni komu flestir frá kaþólsk- um löndum þar sem löng hefð var fyrir barnmörgum fjölskyldum. Rótgrónir Bandaríkjamenn sett- ust því niður með reiknistokkinn sinn og komust að því að ef ekkert yrði að gert myndu þessir nýju (og óæðri) innflytjendur kaffæra menningu þeirra og samfélag innan örfárra áratuga. Þar sem Bandaríkin voru á þessum árum svo til fullnumin af bændum og búaliði settust nýju innflytjendurnir að í borgunum, þar sem iðnbyltingin var í fullum gangi. Þeir urðu verkalýður fyrir ört vaxandi iðnað og bjuggu í fátækrahverfum sem uxu hraðar en hægt var að hafa taumhald á. Fátækt, sjúkdómar, mennt- unarskortur, glæpir, óhreinindi, áfengis- og fíkniefnaneysla, vændi og önnur óáran settu meiri svip á lífsaðstæður þessa fólks en afkom- enda fyrstu landnemanna. Af ótta afkomenda fyrstu bylgju landnema við ástandið í fjölmenn- um og ómótuðum borgunum kviknaði tvískiptur heimur, sem 24. MAÍ - 29. JÚNÍ 2013 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is HULDA HÁKON & JÓN ÓSKAR Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi SUMARSÝNING TVEGGJA HRAFNA Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Steinunn Þórarinsdóttir Erró Óli G. Jóhannsson og Kristján Davíðsson Opnunartímar; 11:00-17:00 miðviku-föstudags, 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi. að mörgu leyti markar enn banda- rísk stjórnmál. Annars vegar hug- mynd um hreinleika dreifbýlis og smábæja þar sem heiðarleiki, traust og drenglyndi móta mann- lífið — og hins vegar borgarsollur- inn þar sem allskyns óeðli spillir mannlífinu. Eitt af meginþemum bandarískra stjórnmála enn í dag er að halda aftur að spillingar- áhrifum borgarlífs á þjóðfélagið. Konungur og þrællinn eru sama tegund En ef til vill hefði ekki orðið heil- steypt kenningarkerfi úr ótta rótgróinna Bandaríkjamanna og eilífri tilfinningu fyrir að nútím- inn sé slappur en fortíðin hafi verið tápmikil; ef ekki hefði verið fyrir það að Charles Darwin gaf út bók sína um uppruna tegundana 1859. Þróunarkenningin var svo byltingarkennd hugsun að það var óhjákvæmilegt að hún hefði áhrif langt út fyrir dýrafræði og kenn- inga um uppruna og þróun lífs. Og í samfélagsmálum hitti hún inn í óþreyju sem skotið hafði rótum vegna arfs frönsku stjórnarbylt- inganna. Í frönsku stjórnarbyltingun- um sótti borgarstéttin rök fyrir að kollvarpa erfða- og forrétt- indastéttunum í þá kenningu að allir menn væru fæddur jafnir og með sömu getu til að blómstra; en vegna aðstöðumunar í samfé- laginu væru margir sviptir eðli- legu tækifærinu til þroska, lífsfyll- ingar og hamingju. Hlutverk fólks væru afsprengi félagslegrar mót- unar; þræll væri ekki þræll í eðli sínu heldur svínbeygður niður í þá stöðu og kóngurinn ekki konug- legur í sjálfum sér heldur lyft upp í þá stöðu af samborgurum sínum. Þessi hugmynd gerbreytti ekki aðeins sjálfsmynd þeirra sem höfðu ekki fæðst með silfurskeið í munninum; þeir gátu orðið jafn- okar annarra manna ef þeir fengju til þess tækifæri; heldur breytti hún líka aðbúnaði veikra og fatlaðra, varð kveikjan að fyrstu verkalýðsfélögunum, kvenna- baráttu, almennri skólaskyldu, af- námi þrælahalds og svo má lengi telja. Það fylgir mikið afl þeirri hugmynd að bæta megi líf fólks með því að bæta aðstæður þess. Á sama hátt og því fylgir mikil kyrr- staða að trúa því að staða fólks sé óafturkræf afleiðing af óviðráðan- legum forsendum. Hvort sem vilji fólks til að bæta líf sitt hefur verið drifkraftur fólks- flutninga og forsenda iðnbyltingar eða afleiðing; þá skapaði þetta félagslegt umrót; upplausn staðn- aðs samfélags og fæðingarhríðar nýrra tíma. Og þeir tímar litu ekki endilega vel út í augum allra. Og þeir sem óttuðust þá mest notuðu kenningar Darwins sem hugmyndafræðilegan grunn undir pólitíska baráttu sína. Stjórnmálastefna hinnu ofsaríku Það er oft fjallað um félagslegan Darwinisma sem öngstræti í Sög- unni, eins og hann hafi í raun ekki haft mikil eða langvarandi áhrif. En því fer fjarri. Í raun er sára- lítill munur á hugmyndum Her- bert Spencer og annarra upphafs- manna félagslegs Darwinisma og teboðsfólks í Repúblikanaflokkn- um, Framsókn eða Sjálfstæðis- flokknum (og víðar). Hugmyndir gengur út á mað- urinn hafi orðið til við harða lífs- baráttu sem aðeins þeir sterkustu gátu þolað og lifað. Við, sem nú erum uppi, erum afkomendur þessa úrvalsliðs sem Sagan hafði skilað af sér. Lakara fólkið er löngu útdautt. Og ef við viljum tryggja bjarta framtíð mannkyns megum við ekki raska þessu síkvika vali Sögunnar með því að styðja hina veiku um of. Ef við lyft- um þeim upp svo lífskjör þeirra og möguleikar til að fjölga sér verða jafnir hinna sterku höfum við gert val Sögunnar óvirkt; mannkynið mun úrkynjast. Við höfum gripið fram fyrir æðri vilja og hindrað að hann gæti áfram fært mannkynið í átt til meiri velsældar, glæsileika, hæfni og getu. Skiljanlega hljómuðu þessar kenningar sem tónlist í eyrum hinna sterku. Hinn félagslegi Darwinismi varð að sumu leyti réttlætingin fyrir nýlendustefnu Vesturlanda, hún varð réttlæting þess að skerða félagsleg réttindi svartra Bandaríkjamanna við afnám þrælahalds (segja má að svartir hafi unnið stríðið en tapað friðnum; lífskjör þeirra bötnuðu ótrúlega lítið við afnám þræla- haldsins) og hún varð hugmynda- legur farvegur fyrir pólitíska baráttu auðmanna þess tíma; ekki ólíkt því sem samstofna kenningar teboðsins eru farvegur fyrir póli- tísk ítök ofsaríkra í dag; manna eins og þeirra Koch-bræðra. Og það voru auðmenn á borð við John D. Rockefeller sem styrktu rannsóknir sem ætlað var að sanna að fæstu veiku eða illa stöddu fólki væri viðbjargandi; það væri veikgeðja í eðli sínu og því gæti það aldrei orðið að almennilegum manneskjum, sama hversu mikinn stuðning það fengi. Þetta átti við fólk af öðrum upp- runa en norður-evrópskum, fólk með geðræna sjúkdóma og aðra lítt rannsakaða sjúkdóma (fíkn- isjúkdóma, flogaveiki o.s.frv.), fá- tækt, greindarskort, afbrot, sam- kynhneigð o.s.frv. o.s.frv. Þessar rannsóknir og áróður sem byggði á þeim náði að eyða út áhrifum af mannúð frönsku stjórnar- byltingarinnar og smátt og smátt urðu mannkynbætur leiðarstef í heilbrigðisstefnu stjórnvalda alls staðar á Vesturlöndum. Sjúkdóm- urinn var ekki lengur vandinn heldur varð sjúklingurinn sjálfur Myndir úr útrýmingarbúðum þýskra stjórnvalda urðu til þess að seinni heimstryjöldin var skilgreind sem orustan um mannúð- ina. Hið góða hafði unnið – og það varð að batna til að standa undir nafni. 74 samtíminn Helgin 23.-25. ágúst 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.