Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Page 4

Fréttatíminn - 06.12.2013, Page 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 HÁGÆÐA JÓLALJÓS Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 16 sunnudag LED Mikið úrval vandaðra útisería fyrir fyrirtæki og heimili Frá Svíþjóð VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Færri nemendur á framhaldsskólastigi 73,5% hlutfall 19 ára ungmenna við nám 2012 Hagstofa Íslands veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hægviðri og kalt í veðri. Úrkomulaust. HöFuðborgarsvæðið: hægur vindur og talsvert frost. snjókoma og Hvasst Framan aF degi um s- og sv-vert landið. kalt n-til. HöFuðborgarsvæðið: hríðarveður um morguninn, en slotar síðan. aFtur snjóar með stormi s- og v-lands, en Hlánar á endanum. HöFuðborgarsvæðið: hríðarveður um morguninn, en síðan slydda. Frosthörkur, en síðan snjóar syðra ekki er ofsögum sagt að vetrarríki sé á landinu og svo verður áfram. hæglæti og gaddur til landsins í dag. lægð nálgast hins vegar úr suðvestri. svo er að sjá sem hún fari til austurs skammt fyrir sunnan land. Þýðir að í fyrramálið mun um tíma snjóa með strekkingsvindi sunnan- og suðvestanlands. Önnur lægð á sunnudag og með henni gerir hið versta veður, snjókomu og síðar slyddu á láglendi. færð gæti spillst mjög víða. -8 -10 -11 -15 -11 -4 -8 -15 -13 -5 0 -3 -9 -10 -1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is u mfjöllun hófst í erlendum miðlum í byrjun vikunnar þegar svissneski miðillinn Blick sagði sögu Rönku eins og hún hafði birst í Fréttatímanum viku áður, en Ranka kom í viðtal í kjölfar þess að Elín Hirst ritaði sögu hennar í bókinni „Barnið þitt er á lífi.“ Þar kemur fram að Ranka fæddi son á stríðstímum í Serbíu og í ljós hefur komið að þar var starfandi svartur markaður með ungbörn. Rönku var sagt að sonur hennar væri dáinn en fyrir fjórum árum fékk hún dularfullt símtal þar sem henni var sagt að hann væri enn á lífi og hefði verið ættleiddur af efnuðum hjónum í Sviss. Blick hefur einnig auglýst eftir syninum á Twitter-síðu sinni. Í liðinni viku hafa fjölmiðlar í gömlu Júgó- slavíu tekið við sér og miðlar í Serbíu, Bos- níu og Króatíu fjallað um sögu hennar. „Ég bjóst ekki við því að þetta myndi vekja svona mikla athygli. Ég er búin að fá póst og símtöl frá fréttamönnum um allan heim. Kon- ur sem telja að barninu þeirra hafi verið rænt, og hafa mjög svipaða sögu að segja og ég, hafa einnig haft samband við mig,“ segir Ranka. Umfjöllun um Rönku var á forsíðu blaðs í Serbíu og sagan sögð á króatískri sjónvarpsstöð. Serbneski blaðamaðurinn Misa Ristovic fjallaði á sínum tíma mikið um hina svokölluðu „barnamafíu“ í Serbíu sem hafði á sínum snærum lækna og annað hjúkrunarfólk sem aðstoðaði við að ræna nýfæddum börnum til að selja úr landi. Ristovic fékk sérstök blaðamannaverðlaun fyrir hugrekki í umfjöllunum árið 2003 og hefur hann gefið út bók um rannsóknar- vinnu sína sem er væntanleg á ensku. Hann komst að því að minnst þrjú hundruð fjölskyldur grunaði að börnunum þeirra hefði verið stolið og var upplifun þeirra allra af sjúkra- húsvistinni svipuð, og mjög áþekk reynslu Rönku. „Margir foreldrar halda að börnunum þeirra hafi verið rænt og þess vegna er þetta mjög heitt mál í Serbíu,“ segir Elín Hirst. Ranka leggur áherslu á að hún sé ekki að reyna að sverta orðspor landsins enda þyki henni vænt um Serbíu. „Mig langar bara að finna son minn,“ segir hún. Soninn fæddi hún á sjúkrahúsi í Jagodínu þann 7. júlí 1992. Í símtalinu örlagaríka sem Ranka fékk fyrir fjórum árum sagði ókunnug kona frá heima- landi hennar að sonur hennar væri á lífi og að hann héti Ratko. Ýmsar ábend- ingar um Ratko hafa borist Rönku og Elínu, bæði beint og í gegn um erlenda fjölmiðla. Ekkert hefur þó fengist staðfest um hvort hann er í raun á lífi eða hvar hann er. Elín er einnig undrandi á þeirri miklu athygli sem málið hefur fengið á stuttum tíma. „Miðað við hversu mikið hefur gerst á einni viku þá held ég að þetta sé bara rétt að byrja. Ég er sannfærð um að ef hann veit að hann er ættleiddur þá hefur hann heyrt af þessu máli. Síðan er það auðvitað alltaf spurning um hvort hann vill koma fram. Svona mál taka á og þeim fylgir mikið tilfinninga- legt rót,“ segir Elín. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is alls stund- uðu 73,5% 19 ára ungmenna nám og 53,6% 20 ára. Það er talsverð fækkun frá fyrra ári. nemendur á skólastigum ofan grunnskóla á íslandi voru 45.418 haustið 2012 og fækkaði um 799 nemendur frá fyrra ári, eða 1,7%, aðallega vegna færri nemenda á framhaldsskólastigi, að því er hagstofa íslands greinir frá. alls sóttu 20.546 karlar nám og 24.872 konur. Körlum við nám fækkaði um 242 frá fyrra ári (-1,9%) en konum um 451 (-3,4%). á framhaldsskólastigi stunduðu 25.460 nemendur nám og fækkaði um 2,6% frá fyrra ári. fjölgun nemenda á framhaldsskólastigi, sem varð á milli áranna 2010 og 2011 gekk því að miklu leyti til baka. á viðbótarstigi voru 869 nemendur og fækkaði um 9,9%. á háskólastigi í heild voru 19.089 nemendur og fækkaði um 0,1% frá haustinu 2011. rúmlega tveir af hverjum þremur nemendum á fram- haldsskólastigi stunduðu nám á bóknámsbrautum haustið 2012 en 33,0% voru í starfsnámi, segir hagstofan enn fremur. hlutfall nemenda í starfsnámi lækkaði frá síðasta ári, þegar það var 33,6% og hefur ekki verið lægra síðan núverandi flokkun menntunar var tekin upp árið 1997. Björt framtíð bætir við sig fylgi Bjartrar framtíðar eykst um rúmlega þrjú prósentustg á milli mánaða en ef kosningar færu fram í dag myndu rösklega 13% kjósa flokkinn. Fylgi Sam- fylkingingarinnar minnkar um eitt og hálft pró- sentustig en tæplega 17% segjast mynd kjósa flokk- inn nú. um 27% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 15% framsóknar- flokkinn, rúmlega 14% Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, tæplega 9% Pírata og tæplega 2% dögun. upplýsingar þessar má finna á heimasíðu gallup. stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um eitt prósentustig milli mánaða, en nær 45% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana nú. Úttekt vegna netöryggis innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að láta gera óháða úttekt á netöryggi almenn- ings vegna þess alvarlega öryggisbrests sem átti sér stað vegna tölvuinnbrots hjá vodafone um síðustu helgi. tilgangur úttektar- innar er, að því er fram kemur á síðu ráðuneytis- ins, að greina heildstætt stöðu netöryggis á íslandi, ábyrgð fjarskiptafyrir- tækja, eftirlit opinberra stofnana, gæði lagaramm- ans og réttarstöðu neytenda. niðurstöður úttektarinnar skulu liggja fyrir í lok janúar. -jh  sakamál saga rönku heFur vakið athygli víða um lönd Ranka á forsíðu blaðs í Serbíu fjölmiðlar í sviss, serbíu, Bosníu og Króatíu hafa fjallað um mál hjónanna rönku og Zdravko Studic sem telja að nýfæddum syni þeirra hafi verið rænt og hann seldur. Ranka segir sér koma þessi mikla athygli fjölmiðla á óvart en hún þráir það eitt að finna son sinn. fjöldi erlendra fjölmiðla og konur sem hafa svipaða sögu að segja og ranka hafa haft samband við hana að undanförnu. Úr erlendum fjölmiðlum. Lj ós m yn d/ H ar i Mig langar bara að finna son minn. 4 fréttir helgin 6.-8. desember 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.