Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Side 18

Fréttatíminn - 06.12.2013, Side 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Í fimm ár hafa Íslendingar glímt við afleið­ ingar bankahrunsins haustið 2008. Við höfum sem þjóð gengið í gegnum ýmsar efnahagslegar þrengingar en þeir atburðir sem urðu þetta fyrrgreinda haust voru verri en við höfum áður kynnst þar sem hagvöxt­ ur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga fóru samtímis úr böndunum. Á þeim tíma sem liðinn er hefur eðlilega verið gripið til ýmissa efnahagsaðgerða til að koma samfélaginu upp úr öldudalnum. Skuldir fyrir­ tækja hafa verið færðar að greiðslugetu og gengistryggð lán endurreiknuð í kjölfar dóma Hæstaréttar. Eftir hafa hins vegar setið þeir sem skulduðu verðtryggð hús­ næðislán þegar hrunið varð, þorri heimila. Sú staða var hvorki réttlát né sanngjörn. Í hruninu varð sannarlega forsendubrestur, atburðir gerðust sem úti­ lokað var fyrir lántakendur verðtryggðra húsnæðislána að sjá fyrir, atburðir sem ger­ breyttu grundvelli fyrir lántöku þeirra. Krafan um leiðréttingu vegna þessa for­ sendubrests hefur því verið rík og úrslit alþingiskosninganna síðastliðið vor endur­ spegluðu hana. Að þeim málum hafa sér­ fræðingar ríkisstjórnarinnar unnið enda kom fram í stjórnarsáttmála hennar að með markvissum aðgerðum yrði tekið á skulda­ vanda íslenskra heimila sem til er kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstóls­ hækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Þar kom fram að grunnviðmiðið væri að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007­2010 en í því augnamiði mætti beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum að­ gerðum. Um væri að ræða almenna aðgerð, óháð lántökutíma, með áherslu á jafnræði. Vandi þeirra sem að hafa komið hefur hins vegar verið sá að finna leið sem með sanngjörnum hætti leiðrétti stöðu þeirra sem urðu fyrir óréttmætum skakkaföllum án verulegra útgjalda fyrir ríkissjóð og áhættu fyrir efnahag þjóðarinnar. Aðgerðir stjórnvalda mega hvorki verða til þess að veikja gengi krónunnar né leiða til aukinnar verðbólgu. Ekki verður annað séð en vel hafi tekist til í þeirri aðgerðaáætlun sem forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu um liðna helgi. Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðis­ lána og hins vegar skattaívilnun vegna sér­ eignalífeyrissparnaðar sem fellur til eftir að aðgerðirnar koma til framkvæmda. Heildar­ umfang aðgerðarinnar er metið á 150 millj­ arða króna sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. Leiðréttingin vegna verðtryggðra húsnæðislána nemur um 80 milljörðum króna og höfuðstólslækkun með nýtingu séreignalífeyrissparnaðar um 70 milljörð­ um króna. Ríkissjóður hefur milligöngu um fjármögnun og framkvæmd aðgerðar­ innar. Hann mun afla sér aukinna tekna næstu fjögur árin til að standa straum af aðgerðunum. Fjármögnun niðurfærslunnar byggir á skattlagningu fjármálafyrirtækja með þeim rökum að þeir aðilar sem kynntu undir ósjálfbærri útlánaþenslu komi að því að bæta forsendubrestinn. Nýta á það svig­ rúm sem skapast samhliða uppgjöri föllnu bankanna. Skattlagningin er hófleg og rétt er hjá fjármálaráðherra að tímabært er að fjármálastofnanir taki þátt í þeim gríðarlega kostnaði sem til hefur fallið hjá ríkissjóði, heimilunum og atvinnulífinu. Verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði ekki síst vegna áhrifa af gjaldþroti fjármála­ fyrirtækja og áhættusækni þeirra. Aðgerðirnar eru almennar og snerta þorra heimila, öll sem voru með verð­ tryggð húsnæðislán – og mikilvægt er einnig að þeir sem eru á leigumarkaði geta nýtt sér skattleysi séreignasparn­ aðar við inngreiðslu á sérstaka húsnæðis­ sparnaðarreikninga. Aðgerðirnar eiga að vera hagvaxtarhvetjandi og mikilvægt er að verðbólguáhrif séu hverfandi, sem og áhrifin á gengi krónunnar. Reiknað er með að þjóðhagsleg áhrif verði því tiltölulega mild um leið og ákveðnu réttlæti er full­ nægt. Greining Íslandsbanka telur aðgerð­ irnar jákvæðar fyrir heimilin og að beina niðurgreiðslan sé hóflegri en búist var við en bendir þó á hugsanleg verðbólguáhrif og krónugengi. Því þarf að mæta. Aðgerð­ irnar aflétta óvissu er varða skuldamál heimilanna. Að fenginni niðurstöðu er hægt að líta fram á veg. Endapunktur er mark­ aður hvað varðar almennar aðgerðir gegn skuldavanda heimilanna. Ekki var viðbúið að þær leystu vanda allra en þær eiga að veita þá viðspyrnu að hefja megi nýtt vaxt­ arskeið, öllum til hagsbóta. Leiðrétting á viðurkenndum forsendubresti Ákveðinn endapunktur veitir viðspyrnu Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Takk fyrir, takk, takk Það má eiginlega segja að þessi hakkari hafi gert okkur einn greiða þó að ég sé alls ekki hlynnt því sem við- komandi gerði, þann greiða að sýna okkur svart á hvítu hve gríðarlega viðkvæm við erum fyrir svona árásum. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sá ljós í hakkaraskandal Vodafone. Smáskilaboðaþóf Við viljum alls ekki að náttúruverndin komist að og við þurfum að standa vaktina. SMS-lekinn sýndi svo ekki verður um villst að Gunnar Bragi Sveinsson, nú utanríkisráðherra, heldur ekki fram hjá gildum Framsóknarflokksins. Sælir er fátækir... Á maður ekki bara að segja halelúja? Ég hef verulegar áhyggjur af nýju verðbólguskoti þannig að allir verði verr settir. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af „skuldaleiðréttingu“ ríkisstjórnarinnar. Í alvöru? Tímarnir hafa breyst og tæknin með. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er margs vísari eftir árás hakkara á Vodafone. Leyndarmál, ekki segja frá... Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir. Hátt í 80 smáskilaboð frá Kristjáni Má Haukssyni láku á netið eftir að Vodafone var hakkað í spað. Vargar í véum Á vissum tímapunkti verða þeir allir möguleg ógn, af því það er engin leið fyrir konur að reikna út hver er of- beldismaður og hverjum er treystandi. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, ávarpaði íslenska karlmenn í pistli og benti þeim á að þeir eru óargadýr. Glögg augu Ég sá bara leikritið sem er í gangi – það rann upp fyrir mér hvað þeir ætla að gera. Slitastjórn Glitnis, þeir eru búnir að vera að tala um að þeir ætli á hlutabréfa- markað í Evrópu. Ástþór Magnússon stefnir nýju greiðslukorti gegn fláráðum slitastjórnum. Og sjá! Ég boða fögnuð mikinn Ég boða að það verði margir kvöld- og næturfundir í desember og bið þá þingmenn fjárlaganefndar að vera vel undir það búna. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, boðaði mikla yfirvinnu á aðventunni, við takmarkaða gleði. Var að æfa lögreglukórinn... En við skulum líka hafa það alveg á hreinu að lögreglan gerði allt sem í hennar valdi stóð til að forða þeim harmleik sem því miður varð. Sú umræða sem er að hefjast í einhverjum hornum um að lögreglan hafi farið of geyst, er að mínu mati bæði meiðandi og skammarleg. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er óbilandi málpípa borgaralegra gilda og hefur blessað aðgerðir lögreglu í Hraunbæ í vikunni.  Vikan sem Var er komið á kfc fylgirmeð öllum barnaboxum svooogott™ PIPA R \ TBW A • SÍA • 132743 18 viðhorf Helgin 6.-8. desember 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.