Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 06.12.2013, Qupperneq 32
– fyrst og fre mst ódýr og snjöl l 598 kr.kippan Verð áður 798 kr. kippan Pepsi, 4 x 2 l 25%afsláttur Hámark 4 kippur á mann með an birgðir end ast! v 4x2 lítrar S umar frásagnir í bókinni Háski í hafi eru heldur átak-anlegar, þar sem ráðleysi og sinnuleysi Íslendinga í björgunar- málum virðist hafa verið algert áður en Slysavarnarfélag Íslands var stofnað. Mikið mannfall varð á hverju ári í sjóslysum og eru sumar frásagnirnar þyngri en tárum tekur. Nefna má þegar þýskir skipbrots- menn ráfuðu í ellefu sólarhringa um Skeiðarársand eftir að hafa strand- að þar skipi sínu, eða þegar þúsund Reykvíkinga horfðu klukkutímum saman á sjómenn á kútter Ingvari berjast árangurslaust fyrir lífi sínu eftir að hafa strandað við Viðey. Einnig er þarna mögnuð frásögn um skipsskaða við Bolungarvík og margt fleira. Í þeirri frásögn sem Fréttatíminn birtir hér frá nöturlegu atviki í upp- hafi árs 1901 þegar þrautþjálfaðir sjómenn drukknuðu, en svo auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þenn- an hörmulega atburð. Sexmenningar á árabáti á kyrrum vetrardegi Djúpið var eins og það gerist fegurst á sólríkum og kyrrum vetrardegi. Ekki hreyfði vind og blíðan var slík að engum gat komið til hugar að nokkur hætta væri á ferðum. Enda hafa þeir áreiðan- lega verið bæði öruggir með sig og glaðir í bragði, sexmenningarnir sem voru á ferð á árabáti skammt undan landi við Snæfjallaströnd- ina ut anverða sunnudaginn 17. mars 1901. Á degi sem þessum hefur sérhver maður litið á sig sem lukk- unnar pamfíl að fá að upplifa dýrð sköpunarverksins. Þetta var um há- degi og í litlum timburkirkjum hér og hvar umhverfis Djúpið voru íbú- ar í nágrenninu gengnir til messu, en á þeim bæjum þar sem fólk hafði ekki aðstæður til að komast til kirkju hafði það verið kallað inn til húslestrar. Þá las húsbóndi eða ein- hver sem var sérlega vel læs upp úr guðsorðabók af einhverju tagi, og allir áttu að heita aðeins betri á eftir. Meðal annars var fluttur húslestur á bænum Snæfjöllum þar sem Ólafur Gíslason var bóndi. Þangað stefndu einmitt sexmenningarnir á bátnum og sáu orðið heim að bæjarstæðinu, svo nærri voru þeir komnir. Á svona fallegum degi var guð- hræddu fólki auðvelt að finna til guðdómsins í brjósti sér, bæði þeim sem hlýddu á messusöng eða guðs- orðalestur og svo sexmenningunum á árabátnum sem stefndi óðfluga inn eftir Snæfjallaströndinni. Í bátnum var á ferð Guðmund- ur Benediktsson, bóndi á Höfða í Grunnavík. Hann var hálffertugur. Frá áramótum hafði hann stundað sjóróðra á báti sínum frá Snæfjöll- um. Þrír hásetar hans voru um borð, menn á besta aldri og þrautreyndir sjómenn. Þá voru á bátnum tveir há- setar Ólafs bónda á Snæf jöl lum. Annar þeirra var yngstur allra um borð, Bjarni Jónas Pálmason, bónda- sonur frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Hann var aðeins sextán ára gamall. Guðmundur hafði farið norður að Staðareyrum í Sex menn drukknuðu örskammt frá landi í blíðskaparveðri Háski í hafi heitir bók eftir Illuga Jökulsson sem kom út fyrir skömmu og fjallar um sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar. Þá sóttu Íslendingar enn sjóinn á litlum árabátum eða veigalitlum þilskipum og ef veður voru válynd var mikil hætta á ferðum. Ill- ugi er þrautreyndur í að matreiða sögulegt efni fyrir almenning, og í þessari bók er að finna margar dramatískar og spennandi frásagnir af bæði hetjudáðum og harmleikjum. Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni. Jökulfjörðum til að ná í skelfisk sem notaður var í beitu. Á grunnsævi út af Staðareyrum var þá gnægð af skel. Þeir Guðmundur á Höfða og Ólafur á Snæfjöllum hjálpuðust að við útgerð og var beituferðin því far- in fyrir þá báða. Báturinn virtist gufa upp Heimamenn Ólafs sáu hvar bátur nálgaðist meðfram ströndinni í vestri þegar þeir voru á leið inn til húslestrarins, og bjuggust fastlega við að þar væru Guðmundur og fé- lagar á ferð. En þegar þeir komu út eftir lesturinn sást báturinn hvergi. Héldu menn þá að þetta hefði verið einhver ókunnugur bátur sem hefði einfaldlega farið framhjá meðan fólkið hlýddi á guðsorð inni í bæ. Guðmundur Benediktsson hefði líklega tafist eitthvað norður í Jök- ulfjörðum. Síðar þennan sunnudag kom hins vegar annar bátur að Snæfjöllum, sem líka hafði verið í beituferð í Jök- ulfjörðum. Formaður hans sagði að Guðmundur og félagar hefðu lagt af stað á undan þeim og ættu að vera löngu komnir, ekki síst í þvílíku blíð- viðri sem ríkti þennan dag. Þá sagði formaður að hann hefði séð timbur á reki en ekki veitt því mikla athygli, því hann hefði talið það hafa rekið innan úr Ísafjarðardjúpinu. Nú varð Ólafi bóndi og fólki hans illa við. Hvernig gat staðið á því að bátur Guðmundar virtist gufaður upp með öllu í svo góðu veðri? Þeg- ar í stað flýttu menn sér út með hlíð Snæfjallanna þangað sem þeir höfðu séð bát um hádegisbilið þegar geng- ið var inn til húslestrar. Og þegar komið var út fyrir svo- nefndan Aurhrygg blasti skelfingin við. Þar, miðja vegu milli Aurhryggj- ar og Mannseyrar, sást rekinn viður úr bát Guðmundar og í fjörunni voru fjögur sjórekin lík. Skammt undan ströndinni, á litlu dýpi, sást bátur- inn sokkinn, ekki nema tíu faðma frá landi á örfárra metra dýpi í hæsta lagi. Líkin fjögur voru flutt að Snæfjöll- um. Lífgunartilraunir voru gerðar en reyndust árangurslausar, enda voru þá liðnar sex til sjö klukku- stundir síðan mennirnir drukknuðu. Það sást af því að vasaúr mannanna höfðu stöðvast klukkan eitt, sem einnig kom heim og saman við tím- ann þegar fólkið á Snæfjöllum hafði séð til ferða bátsins. Hvað hafði komið fyrir? Daginn eftir var farið að rannsaka aðstæður á slysstað betur. Báturinn var sokkinn á svo miklu grunnsævi að jafnvel með einföldum verkfærum þess tíma tókst að kraka í hann og bjarga honum síðan á þurrt land. Þá fundust einnig þar skammt frá þau tvö lík sem vantaði. Í blaðinu Þjóð- viljanum, sem gefið var út á Ísafirði, sagði að strax hefði þótt ljóst hvað gerst hafði. Talið væri fullvíst að báturinn hefði lent utan í blindskeri og kastast snögglega á hliðina svo hann hefði fyllst af sjó. Hann hefði svo sokkið á skammri stundu og mennirnir sex allir hrokkið útbyrðis og drukknað. Vert er að ítreka að þetta gerðist tíu faðma frá landi. Það eru um það bil átján metrar á nútímavísu. Það þýðir að sex fullfrískir karlmenn, flestir vanir sjómennsku og hvers konar volki, hafa verið gjörsamlega bjargarlausir í svipaðri fjarlægð frá landi og sem nemur tveimur þriðju hlutum af lengd venju- legrar tuttugu og fimm metra sundlaugar. Stóran hluta af þeirri f jarlægð frá landi hefur vafalaust verið stætt fyrir fullvaxið fólk, svo þeir hafa farist allir með t ö l u í hæsta lagi fimm til tíu metra fjar- lægð frá stað þar sem þeir hefðu getað vaðið í land. Ef þeir hefðu bara kunnað sund- tökin. En sundkennsla var enn ekki orðin almenn á Íslandi. Í margar ald- ir hafði nær enginn kunnað að synda á Íslandi. Það má náttúrlega fárán- legt heita í landi þar sem sjórinn var sóttur á litlum bátum og sífellt vofði sú hætta yfir að menn tæki útbyrð- is, jafnvel nánast uppi í landsteinum. Íhaldssemi landsmanna hafði hins vegar valdið því að þegar byrjað var að prédika nauðsyn sundkennslu á ofanverðri nítjándu öld brugðust ýmsir jafnvel illa við. Sagt var að sundkunnátta gerði ekki annað en framlengja dauðastríð sjómanna sem færu í sjóinn! Kunnu ekki einu sinni að troða marvaðann Þannig tókst íhaldsmönnum að halda aftur af sundkennslu á Ís- landi í alltof langan tíma. Þegar slysið á Snæfjallaströnd varð var meira en áratugur síðan sýslunefnd Ísafjarðarsýslu fór að standa fyrir sundkennslu í Reykjanesi við Djúp á hverju sumri. Aðsókn hafði hins vegar alls ekki verið nægjanleg, sem marka má af því að sexmenningarnir í beituferðinni voru allir gjörsamlega ósyndir. Þeir kunnu ekki einu sinni að troða marvaðann og mjaka sér nokkra metra í átt til landsins. Það hefur verið hræðileg sjón að sjá sex hrausta sjómenn berjast fyrir lífi sínu í þessu fagra og kyrra veðri. Kannski reyndu þeir að halda sér uppi hver á öðrum, kannski reyndu þeir með hundasundstökum að mjaka sér hina stuttu vegalengd upp að landi, en allt kom fyrir ekki. Kannski vannst þeim tími til að sýta það að hafa ekki farið í sundkennsl- una í Reykjanesi eitthvert sumarið. Þeir fórust: Guðmundur Benediktsson, bóndi í Höfða í Grunnavík 36 ára Hermann Jósepsson, vinnu- maður á Höfða 26 ára Páll Bjarnason, vinnumaður á Marðareyri 29 ára Híram Daníelsson, vinnumaður á Kollsá 34 ára Guðmundur Sigmundsson, búsettur í Steingrímsfirði 33 ára Bjarni Jónas Pálmason, bóndasonur frá Bæjum 16 ára Sex fórust á árabáti fyrir vestan sunnudaginn 17. mars 1901. Á svona bátum sóttu Íslending- ar sjó í hvaða veðri sem var. Þessi mynd tengist ekki efni frásagnarinnar sem hér er birt. Af slysinu segir frá í bókinni Háski í hafi sem Illugi Jökulsson hefur skráð. Illugi Jökulsson sendir frá sér hverja fótbolta- bókina á fætur annarri. Hann hefur nú sent frá sér bókina Háski í hafi. 32 bækur Helgin 6.-8. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.