Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Page 50

Fréttatíminn - 06.12.2013, Page 50
Gói í nýju hlutverki! „Falleg og vel skrif uð bók ... Teikn ing arnar lyfta undir góða frásögn og gera bókina að einni af eigulegustu barnabókum sem völ er á ...“ Pressan.is * * * * UGLA Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti10. F járþörf Landspítalans vegna tækjakaupa næstu fimm árin verður mætt samkvæmt nýrri tækja- kaupaáætlun heilbrigðisráðherra sem kynnt verður á næstunni. Í henni er gert ráð fyrir að bráða- tækjaþörf verði mætt að mestu næstu tvö árin og að þeim loknum verði tryggð upphæð til nauðsyn- legrar endurnýjunar tækja sem er sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum, 1,8% af rekstrarfé ár hvert. Tækjakaupaáætlunin hefur verið kynnt fyrir ríkisstjórninni og fjár- laganefnd. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er áætlunin unnin í samvinnu við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri um þörf á endurnýjun tækja og búnaðar á þessum tveim- ur sjúkrahúsum til ársins 2018. „Áætluninni er stillt þannig upp að uppsafnaðri þörf verður mætt á næstu tveimur árum en árið 2016 gerum við ráð fyrir að fjárveiting til tækjakaupa verði hlutfall af veltu, líkt og í löndunum í nágrenni við okkur,“ segir Kristján. Á næstu tveimur árum fær Land- spítalinn úthlutað milljarði til við- bótar við þá upphæð sem tiltekin var í fjárlagafrumvarpi ársins 2014, 262 milljónir. Samtals fær Landspítalinn því 1.262 milljónir til tækjakaupa á næsta ári. Sjúkra- húsið á Akureyri fær 273 milljónir samanlagt til tækjakaupa á næsta ári. Kristján Þór bendir á að raun- virði fastra fjárveitinga til tækja- kaupa hafi rýrnað um 50 prósent á síðustu árum. „Þessi áætlun, sem gildir til ársloka 2018, gerir ráð fyrir að á fimm árum verði rúmum 6,5 milljörðum varið til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, um 5,5 milljarðar fara til Landspítalans og tæpar 900 til Sjúkrahússins á Akureyri,“ segir Kristján. Hann bendir á að undanfarin ár hafi fjárveiting til tækjakaupa á Landspítalanum numið um 0,6% af rekstrarfé og muni hún því þrefaldast. Miðað við 40 milljarða króna rekstrarkostnað nemur 1,8% fjárveiting til tækjakaupa 720 millj- ónum króna árlega. 1-2 milljarðar árlega myndu vinda ofan af vandanum Alþingi úthlutar fjármunum til tækjakaupa á Landspítalanum og sérstök nefnd innan spítalans for- gangsraðar til tækjakaupa miðað við bráðaþarfir sviðanna. Jón Hilm- ar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítal- ans, fer fyrir nefndinni. Í umfjöllun Fréttatímans um tækjaþörf Land- spítalans sem birtist í síðustu viku lýsti hann verulegum áhyggjum af tækjamálum því mörg stór og smá tæki væru komin á tíma. Hann sagði nauðsynlegt að vita hver fjárveitingin verður nokkur ár fram í tímann því liðið getur allt að ár frá því að ákveðið hefur verið að kaupa tiltekið tæki þangað til það er komið í hús. „Bjóða þarf út stærri kaup á evrópska efnahagssvæðinu og er ferlið um- fangsmikið,“ benti Jón Hilmar á. „Ef við fáum 1-2 milljarða í nokkur ár náum við að vinda ofan af vand- anum,“ sagði hann. Upplýsingarnar frá heilbrigðis- ráðherra um fjárhæðir í tækja- kaupaáætlun höfðu ekki verið kynntar Landspítalanum þegar þetta er skrifað og því var ekki hægt að leita viðbragða forsvars- manna spítalans við þeim. Í greininni í síðustu viku skýrði Jón Hilmar frá því að á forgangs- lista um tækjakaup á Landspítala séu til að mynda nýtt æðaþræð- ingatæki sem kostar um 150 millj- ónir, nauðsynlegt sé að endurnýja á þriðja tug svæfingavéla á næstu tveimur til þremur árum en sá bún- aður kosti 300-400 milljónir. Auk þess þarf spítalinn að kaupa stórt ísótópatæki, sem kostar 120 millj- ónir og speglunartæki sem kostar um 100 milljónir, sem og smærri tæki og búnað sem nemur 2-300 milljónum. Umræðan hefur þroskast Kristján Þór segir að umræðan um heilbrigðismál hafi þroskast mikið frá því fjárlaga- frumvarpið kom fram fyrir um tíu vikum. „Mér finnst vera meiri skilningur og meiri al- menn sátt um það að við þurfum að kappkosta sem þjóð, Íslendingar, að halda úti sérhæfði heilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum. Það getur þó verið erfitt í 300 þúsund manna þjóðfélagi. Umræðan undanfarnar vikur hefur einkennst af sjón- armiðum ýmissa hagsmunahópa og viljinn til að gera vel í heilbrigð- isþjónustu er mjög ríkur og al- mennur. Þau sjónarmið sem komið Á næstu fimm árum fær Landspítalinn um 5,5 milljarða til tækjakaupa sem vinda á ofan af upp- safnaðri þörf. Ljósmynd/Hari Milljarða innspýting til tækjakaupa Heilbrigðis- ráðherra mun veita milljarði til tækjakaupa á Landspítala á næsta ári til við- bótar 262 millj- ónum sem gert var ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpi. Á næstu fimm árum fær Landspítalinn um 5,5 milljarða til tækjakaupa sem vinda á ofan af uppsafnaðri þörf. Landspítalinn er einn af stærstu útgjalda- liðum fjárlaga. Árið 2008 fékk spítalinn tæplega 46 milljarða króna fjárveitingu frá ríkinu, uppreiknað á núgildandi verðlag, en fjárveiting samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni er rúmir 38 milljarðar. Munurinn er 17 prósent, um átta milljarðar. Á tímabilinu hækkuðu framlög til LSH um 1 milljarð vegna nýrrar starfsemi og er skerðingin því í reynd um 9 milljarðar eða 20%. Framlög til heilbrigðismála í heild sinni voru rúmir 115 milljarðar á síðasta ári. Þau hafa farið lækkandi ár frá ári sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan 1998. FramLög tiL heiLbrigðismÁLa ekki Lægri FrÁ 1998 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Framhald á næstu opnu 50 fréttaskýring Helgin 6.-8. desember 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.