Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Page 64

Fréttatíminn - 06.12.2013, Page 64
Kaloríubrennsla og teygjur É Ég fylgist með samstarfsfólki mínu tala um hreyfingu og hollt mataræði – og stunda hvort tveggja eftir mætti. Á þeirri grýttu leið eru margar hindranir, andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt. Sumir fara út að hlaupa, aðrir lyfta lóðum og þeir hörðustu hjóla í vinnuna – stundum. Það fer eftir veðri og á því hef ég skilning. Lega Íslands er einfaldlega þannig að heldur önugt er að hjóla yfir vetrartímann. Öll er þessi spriklviðleitni vinnufélag- anna virðingarverð og einnig aðhald í mataræði, grænmetisneysla og vatns- drykkja. Þetta fallega fólk er að verða enn fegurra, spengilegra og stæltara. Þó kemur fyrir að hörðustu íþróttajálkar og grænmetisætur falla og gúffa í sig keti og feitmeti, rjóma, sykri og gotteríi. Iðrun fylgir í kjölfar sykuræðisins með loforðum um bót og betrun. Sjálfur hugsa ég um það, að minnsta kosti annað slagið, að nú verði ég að fara að hreyfa mig – en geri lítið í því. Þar sem ég nýt þeirra forréttinda að vera elstur á vinnustaðnum eru hvorki gerðar kröfur til mín um lóðalyftingar né langhlaup í vetrarveðrum. Eftir atvikum borða ég hollt, hef tekið mig á í þeim efnum þótt ég geti seint logið upp á mig grænmetisást. Gos er ég að mestu hættur að þamba og majónessamlokurnar heyra sögunni til. Á löngum vinnudögum gegnum tíðina var sá matseðill oftar en ekki þrautalendingin – og Kit Kat í eftirrétt. Við hjónin vinnum bæði langan vinnu- dag. Þegar við komum heim, seint og um síðir, fáum við okkur eitthvað í gogginn og hættan er sú að við kveikjum á sjónvarp- inu fremur en að klæða okkur í eitthvað hlýtt og fara út að ganga að kvöldverði loknum. Við vitum bæði að slíkt væri okkur hollara en þar þarf dálítið átak til, ekki síst á þessum árstíma þegar myrkur er að morgni og hið sama á við þegar heim er komið. Þó eru frábærir göngustígar steinsnar frá heimili okkar, ýmist með- fram sjónum eða nálægu dalverpi. Hnígi maður niður fyrir framan sjón- varpið eru allar líkur á því að í boði sé matreiðsluþáttur þar sem lögð er áhersla á hollustu og gæði – eða viðtal við lækni þar sem áréttað er mikilvægi hreyf- ingar. Á náttborðinu eru síðan sjálfshjálpar- bækur um breytt og bætt líferni. Við verðum því smám saman betri og betri í bóklegri hreyfingu – en ekki er víst að það dugi. Við erum samt ekki alveg von- laus. Fyrir kemur að við rífum okkur upp úr kvöldletinni og setjum hausinn undir okkur þótt í senn sé myrkur, rigning og rok. Það er hressandi þegar út er komið – en allt snýst um að hafa sig af stað, drífa sig út. Sé veður bærilegt um helgar röltum við stígana í birtu og jafnvel vetrarsól. Þá erum við þokkalega dugleg í göngutúrum þegar við förum í sveitina. Samt er það svo að við höfum ekki náð festu í þessum efnum þótt konan sé skárri en ég því hún pantar sér stundum tíma í leikfimi. Eiginlega leikfimi hef ég ekki stundað síðan í barna- og gagnfræðaskóla fyrir margt löngu þegar íþróttakennarinn og knattspyrnuhetjan í Val, Árni Njálsson, lét okkur stökkva yfir bólstraðan hest og klifra í köðlum, ýmist í Breiðagerðisskóla eða Réttó. Á þeirri sælu æskutíð harmaði ég það hins vegar ekki að Árni hafði meiri áhuga á boltaíþróttum en hrossastökki og kollhnísum. Því var gjarna náð í hand- boltatuðru og skipt í lið í leikfimitímunum. Þar fengum við fína hreyfingu og þeir bestu í hópnum urðu síðar burðarmenn sinna handboltaliða, einkum Víkings og Vals á gullaldarárum þeirra, og sumir landsliðsmenn. Badminton stundað ég að vísu með vinnufélögum á tveimur tímaskeiðum, og hafði yndi af, en sá tími er liðinn. Því hef ég verið á útkikki eftir heppilegri leik- fimi til viðbótar við tilfallandi gönguferðir okkar. Í eiginlega líkamsrækt nenni ég ekki. Slíka tækjaleikfimi prófaði ég einu sinni en leiddist átakanlega. Því sperrti ég eyrun á dögunum þegar vinnufélagi minn nefndi við mig æfingar sem sjúkranuddari hans hafði ráðlagt honum. Sá góði maður veit nokk um áhuga minn á hefðbundinni leikfimi og vildi því kynna mér þessar æf- ingar, sagði að þær myndu henta mér og mínum lífsstíl einkar vel þótt í raun væri um tækjaleikfimi að ræða. Vinnufélaginn situr við tölvu daginn út og inn, rétt eins og ég, lemur lyklaborð og hreyfir mús. Sú hreyfing, þótt stunduð sé af nokkru kappi, eyðir hins vegar ekki mörgum kaloríum en getur haft í för með sér eymsli í baki, handleggjum, herðum og hálsi. Því leitaði starfsbróðir minn til sjúkraþjálfara, aumur í fyrrnefndum lík- amspörtum, og bað um leiðbeiningar. Eftir skoðun ráðlagði sjúkraþjálfarinn manninum æfingu sem ætti að hjálpa, hreyfingu vissulega en nokkuð sérhæfða þó. Hann átti að fá sér venjulega gúmmíteygju, bregða henni utan um fingur beggja handa og strekkja og slaka á í senn um nokkra hríð í hvert sinn. „Þessi líkamsrækt gæti hentað þér,“ sagði vinnufélagi minn og lét mig prófa. Ég fann á fyrstu snertingu að þarna var ég á heimavelli og lítil hætta á íþrótta- meiðslum. Kaloríueyðslan er senni- lega svipuð og að tyggja tyggigúmmí – en betri en ekkert. Kosturinn við þessar æfingar er enn fremur sá að þær er hægt að stunda í skamm- deginu engu síður en á björtum sumar- dögum. Ég ætla að nefna við konuna að koma með mér í þetta prógramm, byrja kannski um ára- mótin þegar fólk stíg- ur hvort sem er á stokk og lofar sjálfu sér að taka upp bætt líferni. Er ekki kominn tími til að teygja? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . 799kr.stk. Garnier augnhreinsir, 150 ml 799kr.stk. Garnier hreinsimjólk og tóner, 200 ml hreinsiklútar, 25 stk. í pk. 1499kr.stk. Garnier BB litað dagkrem, 50 ml í pk. 25 Garnier Nordic Essentials hentar vel fyrir venjulega eða blandaða húð. Húðin verður frískari. Garnier Youthful Radience • Nauðsynlegur raki og næring • Inniheldur Omega 3 og 6 • Vinnur á fínum línum og eykur frumuuppbyggingu húðarinnar Garnier BB Miracle • Nauðsynlegur raki andoxunarefni • C vítamín og steinefni • Jafnar húðlitinn, lýtalaus og einstaklega falleg áferð • SPF 15 Garnier Nordic Essentials hentar vel viðkvæmum augum 699kr.stk. Garnier dag- og næturkrem, 50 ml 64 viðhorf Helgin 6.-8. desember 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.