Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 8
Við flytjum gögnin úr gamla símanum þínum yfir í þann nýja Viðskiptavinir Vodafone fá ókeypis gagnaflutning þegar þeir kaupa sér nýjan snjallsíma. Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is 17,7 milljarðar lækkun innlana heimilana hjá inn- lánsstofnunum Árið 2012 Greiningardeild Íslandsbanka I celand Express var að jafnaði stundvísast allra íslenskra flug-félaga á síðasta ári og voru flug á þess vegum á réttum tíma í nærri níu af hverjum tíu tilvikum, samkvæmt samantekt Kristjáns Sigurjónssonar, útgefanda ferðavefjarins Túristi.is. Komu- og brottfarartímar hjá Ice- landair og WOW air stóðust ekki eins oft því sjöttu hverri vél þeirra seinkaði. Túristi.is birtir hálfsmán- aðarlega útreikninga sína á stundvísi umsvifamestu félaganna á Kefla- víkurflugvelli og hefur gert í nærri tvö ár. Áður voru þessar upplýsingar ekki opinberar nema að litlu leyti í gegnum erlenda aðila. „Það er athyglisvert að í Keflavík taka vélarnar oftar á loft á réttum tíma en þær lenda,“ segir Kristján. „Sem dæmi fóru vélar Icelandair í loftið á réttum tíma í 89,5 prósent til- fella en komutímar stóðust aðeins í þremur af hverjum fjórum ferðum,“ segir hann. Túristi reiknar ekki aðeins hversu hátt hlutfall ferða er á tíma því í stundvísitölunum er líka að finna upplýsingar um meðaltafir. Sam- kvæmt uppgjöri ársins töfðust ferðir Icelandair og Iceland Express að jafn- aði um fimm mínútur en biðin eftir WOW air var tvöfalt meiri. Hafa ber í huga að flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun í fluggeiranum og er tekið tillit til þess í útreikningum Túrista. Mikill munur var á umsvifum félaganna þriggja á síðasta ári. Ferðir á vegum Icelandair voru um 13.600, Iceland Express fór um 1700 ferðir áður en félagið var yfirtekið undir lok október og WOW air náði tæplega 900 ferðum frá lokum maí. Þar sem ferðir erlendra félaga eru fáar, sérstaklega yfir veturinn, hefur Túristi ekki tekið þær með í reikning- inn, að sögn Kristjáns. Hann segir þó að stefnt sé að því að gera tímasetn- ingum erlendu félaganna betri skil á þessu ári. Hann segir hins vegar að útreikningarnir séu tímafrekir og bendir á að rúmlega sextán þúsund ferðir, til og frá Keflavíkurflugvelli, hafi verið teknar inn í stundvísitölur Túrista á síðasta ári. Kristján telur mikilvægt að íslenskir neytendur hafi aðgang að þessum upplýsingum því ferðalög til annarra landa kosti sitt og miklar tafir geta líka valdið ferða- löngum miklu fjárhagslegu tjóni, til að mynda ef tengiflug glatast. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Ferðalög StundvíSI íSlenSkra FlugFélaga og umSvIF Iceland Express stundvísast í fyrra Iceland Express var að jafnaði stundvísast allra íslenskra flugfélaga á síðasta ári en tafir hjá WOW air voru tvöfalt meiri en hinna tveggja íslensku flugfélaganna, samkvæmt samantekt ferðavefjar- ins Túristi.is. Icelandair fór fimm sinnum fleiri ferðir en hin tvö flugfélögin samanlagt á árinu. StundvíSitölur túriSta fyrir 2012 Félag Hlutfall brottfara á tíma Meðal- tafir brott- fara Hlutfall koma á tíma Meðal- tafir koma Hlutfall brottfara og koma á tíma Meðal- tafir í heildina icelandair 89,5% 4,5 mín 75% 6 mín 82% 5 mín iceland express 92% 3 mín 84% 5,5 mín 88% 4,5 mín WOW air 88% 8 mín 77% 12 mín 83% 10 mín Sól er farin að hækka á lofti og svartasta skammdeginu að ljúka. Opið hús verður hjá Garðyrkjufélaginu í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn, 3. febrúar frá klukkan 12.30 til 16. tilvalið verður að koma við þar, fá kaffi og kleinur, hlusta á fróðlega kynningu um ræktun heilnæmra matjurta, ilmandi rósa og heillandi ávaxtatrjáa. Það verður hægt að kynnast möguleikum á ræktun matjurta með fjölskyldunni í Grenndargörðum á vegum félagsins – og láta sig dreyma um vorið. Þarna fer fram kynning á félaginu og sýnikennsla í handbrögðum við sáningu og forræktun matjurta og félagar deila reynslu sinni af skemmtilegum plöntum og upplifun í garðrækt. Einnig kynna nokkur fyrirtæki vörur sínar og „hjálpartæki í garðrækt“. fundarstjóri er lilja sigrún jónsdóttir. Vil- hjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands, opnar dagskrána og fjallar um starfsemi félagsins að vori. Lilja Sigrún ræðir Grenndar- garða Garðyrkjufélagsins og auður jónsdóttir garðyrkjufræðingur for- ræktun og sáningu. Ræktum matjurta í litlum görðum er viðfangsefni Jóhönnu B. Magnúsdóttur garðyrkjufræðings og Vil- hjálmur fer yfir rósarækt á Íslandi. Reynslusögur ræktenda og fleira verður á dagskrá.  Fjármál Innlán heImIlanna Innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum lækkuðu um 5 milljarða króna í desember. Er þetta öllu meiri lækkun í einum mánuði en var annars á síðastliðnu ári, en allt árið 2012 lækkuðu innlán um 17,7 milljarða króna. Heimilin áttu í lok árs ríflega 600 milljarða króna í innlánum hjá innlánsstofnunum og hefur sú fjárhæð ekki verið lægri frá hruni bankakerfisins árið 2008. Hæst fór staða innlána heimilanna í 794,7 milljarða króna í júní 2009 og hefur staðan því lækkað um 194,7 milljarða króna síðan eða um 24,5%. Að raunvirði er lækkunin meiri. Þetta kemur fram í gögnum sem Seðlabankinn hefur nýlega birt og Greiningardeild Íslandsbanka vísar til. Ástæða er til að ætla að leitin að hærri ávöxtun, hafi ráðið nokkru um lækkun innlána í desember, segir Grein- ingin, en samhliða lækkun innlána í mánuðinum stækkuðu hlutabréfasjóðir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfesta- sjóða um 4,2 milljarða króna. - jh Sparnaður leitar í hlutabréf Garðyrkjufélagið hugar að vorinu Kristján Sigurjónsson, útgefandi ferða- síðunnar Túristi.is, telur mikilvægt að íslenskir neytendur hafi aðgang að upplýsingum um stundvísi allra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi því ferðalög til annarra landa kosti sitt og miklar tafir geta líka valdið ferðalöngum miklu fjárhagslegu tjóni, til að mynda ef tengiflug glatast. Mikill munur var á um- svifum félaganna þriggja á síðasta ári. Ferðir á vegum Icelandair voru um 13.600, iceland express fór um 1700 ferðir áður en félagið var yfirtekið undir lok október og WOW air náði tæplega 900 ferðum frá lokum maí. 8 fréttir Helgin 1.-3. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.