Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Síða 18

Fréttatíminn - 01.02.2013, Síða 18
Nýherji hefur ráðið til sín öfluga stjórnendur að undanförnu. Í nýliðnum janúar komu til liðs við fyrirtækið Gunnar Petersen, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs og Þorvaldur Þorláksson, deildarstjóri þjónustu- og lausna- sölu. Þá var Finnur Oddsson ráðinn í starf aðstoðarforstjóra í nóvember. Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur verðbréfamiðlari. Hann var fjármálastjóri Iceland Express hf. 2011- 2012 og fjármálastjóri Landic Property hf. frá 2006 til 2010. Áður hafði Gunnar starfað sem viðskiptastjóri og sérfræðingur hjá HSH Nor- dbank í Kaupmannahöfn, Verðbréfastofunni hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf. Markmiðið með ráðningu Þorvaldar er að styrkja enn frekar kynningu og ráðgjöf á þjónustu Nýherja við rekstur upplýsinga- tæknikerfa fyrirtækja, þar sem hagvæmni og aukin gæði eru leiðarljós Nýherja. Þorvaldur hefur fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnu- lífi. Frá árinu 2010 hefur hann leitt uppbygg- ingu og rekstur nýsköpunarhúss O2 fyrir Viðskiptaráð Íslands en áður var hann fram- kvæmdastjóri SMI Iceland ehf. (Smáratorg) 2007-2009, framkvæmdastjóri Bónusvídeós ehf. 2003-2007 og markaðsstjóri og aðstoðar- framkvæmdastjóri Smáralindar á árunum 2000-2003. Þá starfaði Þorvaldur á árunum 1996-2000 hjá Tæknivali, m.a. sem gæða- og innkaupastjóri. Þorvaldur er rekstrarfræð- ingur frá Háskólanum á Bifröst. Jafnframt starfi aðstoðarforstjóra gegnir Finnur Oddsson starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Nýherja, sem er ábyrgt fyrir sölustarfsemi og viðskiptastjórn á fyrir- tækjamarkaði. Í starfi aðstoðarforstjóra er Finnur ábyrgur fyrir stefnu og daglegum rekstri móðurfélags Nýherja innanlands auk samhæfingar og uppbyggingar á þjónustu- lausnum félagsins. Áður en Finnur gekk til liðs við Nýherja hafði hann gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Viðskiptaráðs í fimm ár. Nýherji er upplýsingatæknifyrirtæki með áherslu á rekstrar- og ráðgjafaþjónustu og sölu vél- og hugbúnaðarlausna. Hjá móður- félaginu vinna 260 starfsmenn en hjá Nýherja og dótturfélögum 530 starfsmenn á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. Forstjóri Nýherja er Þórður Sverrisson. - jh Finnur Odds- son aðstoðar- forstjóri. Gunnar Petersen, framkvæmda- stjóri fjár- málasviðs. Þorvaldur Þorláksson, deildarstjóri þjónustu- og lausnasölu.  Upplýsingatækni starfsemi í þremUr löndUm Öflugir stjórnendur ráðnir til Nýherja m iklar breytingar hafa verið gerðar á umhverfi séreignalífeyrissparn- aðar á undanförnum misserum auk þess sem rík krafa hefur verið uppi um hagræðingu á fjár- málamarkaði,“ segir Kristín Pét- ursdóttir, forstjóri Auðar Capital, en Auður Capital og Íslandsbanki hafa sameinað séreignarsparnað- arvörur sínar, FramtíðarAuði og Lífeyrissparnað Íslandsbanka, undir heitinu Framtíðarauður VÍB. Sjóðfélagar í Framtíðarauði VÍB verða um 15.800 eftir sam- eininguna. Sameiningin hefur verið samþykkt af Fjármálaeftir- liti og Samkeppniseftirliti, en vörsluaðili Framtíðarauðs VÍB verður Íslandsbanki sem hefur frá árinu 1990 verið vörsluaðili séreignarsparnaðar. „Þetta eru mjög ánægjuleg tímamót,“ segir Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Kristín tekur undir það. „Við teljum,“ segir hún, „að sam- einingin sé heillaskref fyrir alla hlutaðeigandi. Við höfum í sam- einingu lagt kapp á að vanda vel til verksins til að tryggja hag við- skiptavina okkar. Auður Capital mun áfram leggja áherslu á þjón- ustu við fagfjárfesta á sviði eigna- stýringar, fyrirtækjaráðgjafar, verðbréfamiðlunar og reksturs framtakssjóða.“ Fjölbreytt úrval og persónu- leg þjónusta Eftir sameiningu verða níu fjár- festingarleiðir í boði fyrir sjóð- félaga, sex verðbréfaleiðir, inn- lánaleið auk lífeyrisreikninga. Öllum sjóðfélögum Framtíð- arauðs VÍB stendur til boða pers- ónulegt mat á viðhorfi þeirra til áhættu með sérhæfðum ráð- gjöfum VÍB. Að matinu loknu er heppileg fjárfestingastefna valin með hliðsjón af niðurstöðum hvers viðskiptavinar. „Mikil samlegð er með Fram- tíðarAuði og Lífeyrissparnaði Ís- landsbanka en báðar vörur voru stofnaðar á sama grunni upp- byggingar nýs fjármálamark- aðar,“ segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringa- sviðs Íslandsbanka. Leiðarljós beggja aðila hefur verið að bjóða upp á vandaðan og hagkvæman séreignarsparnað með áherslu á þjónustu og hóflegt áhættustig og ljóst er að sameiningin gerir okkur enn betur kleift að ná þeim markmiðum. Áherslan verður hér eftir sem hingað til á fagleg og gagnsæ vinnubrögð.“ Varfærin stefna Stefna beggja sjóðanna hefur verið varfærin og svo verður í hinum sameinaða og kostnaður sparenda til muna minni en hjá erlendum sjóðum, hvort heldur er austanhafs eða vestan. Kjart- an Smári Höskuldsson, forstöðu- maður Ráðgjafar og þjónustu hjá VÍB, segir að stærstur hluti eign- anna sé ávaxtaður í ríkisskulda- bréfum og innlánum og síðan misstórar sneiðar í hlutabréfum eftir því hvernig fólk kemur út í fyrrgreindum áhættuprófum. Þar velur hver maður sitt áhættu- stig. „Erlendis eru þetta oft hrein hlutabréfasöfn,“ segir Kjartan Smári, „til dæmis í Bandaríkj- unum, en í Evrópu er algengt að hlutfall hlutabréfa sé um 50%. Hér förum við hæst í 40% í áhættu- mestu söfnunum en í vinsælustu stýringarsöfnunum er hlutfall hlutabréfa um 20%. Fjármálahöft hérlendis valda því að ekki er hægt að fjárfesta ytra en að mati aðstandenda Framtíðarauðs VÍB breyta höftin engu um það að fólk á tvímæla- laust að huga að séreignalífeyr- issparnaði, leggja til hliðar og reyna að ávaxta sitt fé eins vel og hægt er. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  framtíðaraUðUr VíB nýr og sameinaðUr séreignalífeyrissparnaðUr Áhersla á þjónustu og hóflegt áhættustig Auður Capital og Íslandsbanki hafa sameinað séreignarsparnaðarvörur sínar, FramtíðarAuði og Lífeyrissparnað Íslandsbanka, undir heitinu Framtíðarauður VÍB. Sameiningin staðfest í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Íslandsbanka, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Mynd Hari 18 viðskipti Helgin 1.-3. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.