Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 38
facebook.com/noisirius
Vaknaði í morgun dofin upp að hnjám í fótunum.
Er kalt og skrýtin í höfðinu, átti tíma í nálastung-
um en treysti mér ekki til að fara, var svo rugluð
að ég reyndi að nota fjarstýringuna til að hringja
og þurfti að horfa lengi á hana til að uppgötva
að hún var ekki það sem ég ætlaði að nota til
að hringja, fann gemsann minn og hringdi úr
honum en skellti svo á því að ég ætlaði að nota
heimasímann, fann hann og hringdi. Þetta ferli
tók langan tíma. Er með mikinn svima.
Er illt í augunum og hálsinum, finnst eins og
að það liggi strengur um mig miðja, er aum í
nýrnastað.
Er búin að vera mjög þreytt síðustu tvo sólar-
hringa og hef sofið út í eitt. Vaknaði dofin í fótum
í fyrradag en minna dofin í fótum í gær en þá
var ég dofin í vinstri handlegg. Mjög slöpp og
máttfarin.
Er illt í kviðarholi, mikið loft í mér.
Hef sofið í mikið af fötum síðustu tvær nætur
og sit núna með fæturnar í hitapoka og er í hlýj-
um fötum en samt er mér skelfilega kalt.
Ég er ekki með neinar kvíðahugsanir, er bara
óskaplega þreytt og dofin í hugsun, er lengst inn
í móðu eða þoku.
Flökurt og völt á fótunum.
Dagurinn líður og mér er alltaf jafn kalt, er
með öll einkennin áfram, þreytt en get haldið
mér vakandi á hnefanum.
Sofnaði smá stund seinni partinn, vaknaði
meira dofin í fótunum og mikið loft í maganum
og líður verr ef eitthvað er.
Þetta skrifaði Matthildur hjá sér þann 3. júní 2009
að fara fyrr en ég hefði farið í ein-
hverjar rannsóknir. Fjöldi manns
kom og reyndi að telja mér hug-
hvarf en ég lét mig ekki, setti
hendurnar fyrir aftan bak þegar
átti að reyna að taka af mér spít-
alaarmbandið. Um nóttina kom
til mín læknir sem sagði mér að
ég væri blóðlítil og ég yrði send
í ristilspeglun og magaspeglun –
en þá yrði ég að fara heim núna,“
segir Matthildur.
Hún neyddist til að fara heim
þar sem hún lá í sex vikur og
beið eftir að komast að í rann-
sóknirnar. „Þegar ég loks fór í
ristilspeglunina kom í ljós æxli
í ristlinum sem var á stærð við
appelsínu. Það var svo stórt að
ristillinn var næstum alveg lok-
aður og myndavélin komst ekki
framhjá því. Æxlið hafði því verið
að vaxa þarna í 10-12 ár eftir því
sem læknarnir sögðu og veikindi
mín síðustu þrjú árin höfðu því
stafað af því að ég var með stórt
krabbameinsæxli í ristli,“ segir
Matthildur.
Krabbamein í ristli er þriðja
algengasta dánarorsök af völdum
krabbameina meðal Íslendinga.
Alls greinast að meðaltali 112
sjúklingar með ristilkrababmein
á Íslandi árlega og um 40 látast
af völdum þess. Mikilvægt er að
greina krabbameinið snemma
svo hægt sé að meðhöndla það.
Æxli Matthildar var af gerðinni
3C þegar það greindist og var
því komið út í eitla. Fljótlega í
kjölfar greiningarinnar fór hún
í skurðaðgerð og við tók margra
mánaða lyfjameðferð. Á þeim
tíma var Matthildur orðin mjög
veikburða og tók lyfjameðferðin
því mjög á hana, jafnt líkamlega
sem andlega.
Brotnaði niður í lyfjameð-
ferðinni
„Ég brotnaði algjörlega niður í
lyfjameðferðinni. Tilhugsunin
um öll þessi ár sem ég þurfti að
kveljast að óþörfu var yfirþyrm-
andi. Það er ekki heilbrigðiskerf-
inu að þakka að ég er á lífi í dag.
Ég þurfti að berjast fyrir því að
fá að fara í þær rannsóknir sem
þurfti til þess að krabbameinið
greindist. Í mig var dælt óhóf-
legu magni geðlyfja til þess að
meðhöndla sjúkdóm sem ég var
alls ekki með. Eitt af einkennum
krabbameins er mikil þreyta.
Það var því ekki þunglyndi sem
orsakaði þessa gífurlegu þreytu
– heldur einfaldlega krabbamein-
ið,“ segir Matthildur.
„Ég fékk að heyra það frá
lækni á bráðamóttökunni að ég
yrði ekki send í dýrar rannsóknir
þar sem ég væri með sögu um
þunglyndi en árið 2003 leitaði
ég mér hjálpar hjá geðlækni.
Þá hafði ég gengið í gegnum
krabbameinsmeðferð vegna
krabbameins í legi og tvívegis
misst vinnuna í hópuppsögnum,
allt á þriggja ára tímabili. Ef það
er ekki eðlilegt að líða illa eftir
ítrekuð áföll sem þessi, þá veit
ég ekki hvað. Fram að því hafði
ég verið algjör dugnaðarforkur
og unnið úti öll mín fullorðinsár.
Það var hinsvegar eins og ég
hefði ratað inn um rangar dyr í
heilbrigðiskerfinu og mér væri
haldið þar inni og aldrei hleypt
út aftur. Þó svo að ég kæmi með
sjúkrabíl á bráðamóttöku og
segði frá einkennum á borð við
mikið þyngdartap, krónískan,
langvarandi niðurgang og mikla
þreytu, var ég sent heim án nokk-
urra rannsókna því ég hafði verið
þunglynd einhverjum árum áður.
Engu máli virtist skipta þótt ég
hefði líka fengið krabbameins-
greiningu og -meðferð. Ég fékk
bara þau skilaboð að ég ætti að
tala við geðlækni, taka geðlyfin
mín og fara í gönguferðir,“ segir
hún.
þrjú ár, frá árinu 2007-2010. Árið
2010 var hún orðin svo veik og
máttfarin að hún fann að hún
yrði að fá hjálp. „Ég hringdi á
sjúkrabíl og ég var flutt á bráða-
móttöku en þar fékk ég sömu
móttökurnar og venjulega, var
send heim og sagt að panta mér
tíma hjá geðlækninum mínum.
Ég komst heim með herkjum
og lagðist í rúmið og svaf í þrjá
sólarhringa. Þegar ég vaknaði
fann ég að ég var að deyja. Ég
hringdi því á sjúkrabíl aftur því
ég var staðráðin að deyja ekki
heima þar sem strákarnir mínir
myndu koma að mér. Ég ætlaði
að deyja á spítalanum. Þar var
sama sagan aftur: ég var send
heim. Í þetta skiptið neitaði ég
38 viðtal Helgin 1.-3. febrúar 2013