Fréttatíminn - 01.02.2013, Síða 66
Segja má að með The Last Stand sé ríkisstjórinn fyrrverandi
Arnold Schwarzenegger loksins kominn af fullum krafti aftur í
kvikmyndirnar en hér er hann í sínu fyrsta aðalhlutverki eftir
að ríkisstjóratíð hans í Kaliforníu lauk. Hann átti að vísu sterka
innkomu sem málaliði í The Expendables 2 en nú á hann sviðið
einn og heldur áfram að gera það sem hann gerir best. Að drepa
vonda menn með látum.
Arnold leikur hér lögreglustjóra í smábæ þar sem róleg tilvera
bæjarbúa fer í uppnám þegar eiturlyfjabarón á flótta undan lög-
reglunni ætlar sér að bruna í gegnum bæinn ásamt málaliða-
gengi á leið sinni til Mexíkó.
Lögreglustjórinn er kominn af léttasta skeiði og er í fyrstu
tregur til þess að taka þátt í umfangsmikilli lögregluaðgerð sem
ætlað er að stöðva flóttann. Hann safnar þó að lokum saman liði
sínu og þá fyrst eru skúrkarnir í vondum málum.
Jackass-brjálæðingurinn Johnny Knoxville er Arnold til halds og
trausts í myndinni auk þess sem heiðursmennirnir Luis Guzmán
og sænski jaxlinn Peter Stormare láta til sín taka.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.2, Rotten Tomatoes: 59%, Metacritic:
54%
66 bíó Helgin 1.-3. febrúar 2013
Lincoln
lifði ekki
lengi eftir
að hann
náði þessu
takmarki
sínu þar
sem hann
fékk þá
arfaslæmu
hugmynd
kvöld eitt
að drífa
sig með
eiginkonu
sína í leik-
hús.
Frumsýnd spielberg á sögulegum slóðum
A f þeim 44 forsetum sem Bandaríki Norður Ameríku hafa átt hvílir einna mestur ljómi yfir Abraham Lincoln.
Hann var sextándi forseti Bandaríkjanna
og sat í embætti frá mars 1861 til apríl 1865
þegar hann var myrtur. Lincoln leiddi þjóð
sína í gegnum einhvert mesta umrótaskeið
í sögu hennar, blóðuga borgarastyrjöld á
milli ríkjanna í norðri og suðri og harkalegar
deilur um stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér
afnám þrælahalds.
Spielberg hefur lengi gengið með hug-
myndir um að gera lífi Lincolns skil á hvíta
tjaldinu og fer ekki leynt með aðdáun sína á
forsetanum. Hann segir þó forsetatíð Lincolns
of mikilfenglega til þess að mögulegt sé að
afgreiða hana alla í einni kvikmynd. Hann
afréð því að einbeita sér að síðustu mánuðum
forsetans í embætti. Þá lauk borgarastyrjöld-
inni blóðugu sem stundum er kölluð þræla-
stríðið þótt hún hafi nú snúist um fleira en þá
hugsjón forsetans að allir menn ættu að vera
jafnir og Lincoln tókst að berja stjórnarskrár-
breytinguna, sem fól í sér afnám þrælahalds, í
gegnum þingið.
Lincoln lifði ekki lengi eftir að hann náði
þessu takmarki sínu þar sem hann fékk þá
arfa slæmu hugmynd kvöld eitt að drífa sig
með eiginkonu sína í leikhús. Þar sat John
Wilkes Booth, þekktur leikari og flugumaður
Suðurríkjamanna, fyrir forsetanum og skaut
hann til bana í forsetastúku Ford-leikhúsinu.
Spielberg teflir fram einvala liði leikara í
myndinni. Daniel Day-Lewis gefur sig allan
í aðalhlutverkið og umbreytist nánast í Abra-
ham Lincoln, Sally Field leikur forsetafrúna
Mary Todd Lincoln og í öðrum mikilvægum
hlutverkum eru höfðingjar á borð við David
Strathairn, Joseph Gordon-Levitt, James Spa-
der, Tommy Lee Jones, Jackie Earle Haley og
gamli jaxlinn Hal Holbrook.
Spielberg gat sér fyrst gott orð og sigraði
heiminn með mögnuðum ævintýramyndum
eins og Raiders of the Lost Ark og geim-
dramatík í Close Encounters of the Third
Kind og E.T. Hann er almennt talinn hafa
fundið upp sumarsmellinn með Jaws árið 1975
og tók af öll tvímæli um að hann er í fremstu
röð brellumeistara með Jurassic Park sem
þótti býsna byltingarkennd árið 1993. En
Spielberg þráði meiri viðurkenningu og Ósk-
arsverðlaun og gerði nokkrar atrennur til þess
að stimpla sig inn sem alvarlegur kvikmynda-
gerðarmaður.
Honum tókst ekki að láta óskarsdrauma
sína rætast með The Color Purple og Empire
of the Sun en kom sá og sigraði með Schind-
ler's List 1993 og fékk síðan aftur styttu fyrir
leikstjórn Saving Private Ryan 1998. Spielberg
er svo líklegur til þess að gera góða ferð á
Óskarsverðlaunahátíðina í febrúar þar sem
Lincoln er með flestar tilnefningar, tólf talsins.
Spielberg er tilnefndur fyrir leikstjórn og
Lincoln sem besta myndin. Þá eru Daniel Day-
Lewis, Sally Field og Tommy Lee Jones einnig
tilnefnd fyrir frammistöðu sína í myndinni.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.9, Rotten Tomatoes: 90%,
Metacritic: 86%
Abraham Lincoln er einhver dáðasti forseti sem Bandaríkjamenn hafa átt og þá ekki síst fyrir það
að í stjórnartíð hans var þrælahald afnumið í Bandaríkjunum. Sjálfsagt á þessi stórmynd Stevens
Spielberg ekkert eftir að draga úr dýrðarljómanum sem umlykur Lincoln en leikstjórinn er hér á
hádramatísku nótunum þegar hann segir söguna af einarðri baráttu forsetans gegn þrælahaldinu.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Síðustu mánuðir
Abrahams Lincoln
Abraham Lincoln átti stórar stundir í lok borgarastríðsins og lauk ferli sínum með því að afnema þrælahald.
Frumsýnd The lAsT sTAnd
Arnold tortímir dópskríl
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711
KOMDU Í KLÚBBINN!
bioparadis.is/klubburinn
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
CHAPLIN:
THE KID
ÞRJÚBÍÓ
SUNNUDAG | 950 KR. INN
HVELLUR
HEIMILDAMYNDIN UM
LAXÁRDEILUNA SEM
ER AÐ SLÁ Í GEGN!
****- Rás 2
*****-Morgunblaðið
****- Fréttablaðið
Arnold
Scharzenegger
er mættur aftur
í hasarmynd-
irnar af fullum
krafti og komi
hann fagnandi.
Frumsýnd pArker
Statham hefnir sín
Hörkutólið Jason Statham er við sama
heygarðshornið í spennumyndinni
Parker þar sem hann leikur þjóf sem
stelur aðeins peningum frá þeim sem
eiga nóg af þeim og beitir fólk ekki
ofbeldi nema hann telji það eiga slíkt
skilið.
Hann fremur nokkur vel heppnuð rán
með nýjum samstarfsmönnum en síðan
svíkja ruddarnir okkar mann og skilja
við hann nær dauða en lífi úti á miðri
hraðbraut. Ófeigum er hins vegar ekki
í hel komið og eftir að Parker nær fyrri
styrk leggur hann í hefndarleiðangur
gegn þeim sem sviku hann.
Jennifer Lopez, Nick Nolte og
Michael Chiklis eru í helstu hlutverkum í
myndinni ásamt Statham.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.3, Rotten
Tomatoes: 36%, Metacritic: 45%
Jason
Statham er
í hefndarhug
í Parker.