Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Page 78

Fréttatíminn - 01.02.2013, Page 78
2 listhlaup á skautum – norðurlandamót 31. janúar-3. febrúar 2013 Þá var ekki búið að byggja yfir svellið og ég man eftir því hversu ómögulegt mér fannst að reyna að hreyfa mig í snjógallanum. Á tímabili vorum við systurnar fjórar, allar að æfa skauta í Laugardalnum og má segja að list- skautar séu fjölskyldusportið. Nadia Margrét Jamchi Nadia byrjaði að æfa skauta þegar hún var fimm ára þegar hún bjó í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún byrjaði að æfa nokkrum sinnum í viku í hóptímum en þegar hún var í kringum sjö ára aldurinn fór hún að mæta klukkan sex á morgnana í einkatíma, fjórum sinnum í viku. „Núna eftir að hafa æft í tólf til þrettán ár, helminginn af tímanum með meistaraflokki, er ég loksins komin með ágæta æfingatöflu. Þrátt fyrir það eru tvær morgunæfingar fyrir skólann og á sunnudögum mæti ég um morguninn og svo aftur um kvöldið.“ Æfingarnar eru greinilega strangar en kostirnir við íþróttina eru þó mjög margir. „Þetta er erfið og krefjandi íþrótt og maður þarf að hafa mikinn vilja til þess að ná árangri og komast áfram. Sérstaklega hef ég fundið fyrir því hvað maður þarf að skipuleggja sig vel eftir að ég byrjaði í framhaldsskóla, en ég er á þriðja ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Erfiðið er þess virði þegar maður nær markmiðum sínum, eins og að fá Íslandsmeistaratitil, komast í landsliðið eða ná prófi.“ Þuríður Björg Björgvinsdóttir Þuríður Björg hafði prófað fimleika og aðrar íþróttir áður en hún byrjaði að skauta. Hún byrjaði þegar hún var sjö ára og hefur haldið ótrauð áfram síðan. „Ég byrjaði eftir að mamma mundi eftir því að einu sinni þegar ég var þriggja ára fórum við í almenningstíma og það var eins og ég hefði aldrei gert neitt annað en að skauta. Ég prófaði skautaæfingu og hef aldrei séð eftir því að hafa byrjað að æfa. Líkamsræktin sem fylgir skautaæfingum er mjög góð þar sem við æfum styrk, þol og teygjanleika því mikil tækni felst í íþróttinni.“ Hún segir að æfingarnar hafi hjálpað sér mjög mikið. Hún hefur meðal annars lært aga og skipulag sem hafi hjálpað henni mjög mikið í tengslum við námið. Kristín Valdís Örnólfsdóttir Kristín byrjaði sjö ára að skauta í Svíþjóð og fór fljótlega eftir það að æfa nokkrum sinnum í viku. Ég flutti svo aftur til Íslands og hélt þar áfram að æfa með Skautafélagi Reykjavíkur. Mér hefur fundist, alveg frá því að ég byrjaði að æfa þetta vera svo mikil útrás og tilfinningin að vera á ísnum er bara svo æðis- leg. Ég er mjög mikil keppnismanneskja og gef því allt í þetta. Það getur verið erfitt út af félagslífinu og svona en ég á mjög góðar vinkonur í skautunum sem gera þetta ennþá skemmtilegra og alveg þess virði.“ Kristín segir íþróttina vera mjög góða alhliða hreyfingu. Hún geti þó verið hættuleg en ekkert meira en aðrar íþróttir. Það sé þó mjög mikilvægt þegar kemur að skautunum að vera duglegur að gera styrktaræfingar og passa að gera æfingarnar rétt. „Mér finnst þessi íþrótt alveg dásamleg þótt hún geti verið erfið á köflum og ég ráðlegg öllum stelpum og strákum sem hafa áhuga að byrja bara eins fljótt og þið getið því þetta er alveg ótrúlega gaman og gefandi.“ Guðbjörg Guttormsdóttir Guðbjörg er elst stúlknanna, 23 ára. Hún fór á sitt fyrsta skautanámskeið 8 ára gömul á útisvelli í Laugardalnum. Sú staðreynd að svona ung stúlka byrjaði að æfa úti undirstrikar hvað skautaíþróttin er ung á Íslandi. „Þá var ekki búið að byggja yfir svellið og ég man eftir því hversu ómögulegt mér fannst að reyna að hreyfa mig í snjógallanum. Á tímabili vorum við syst- urnar fjórar, allar að æfa skauta í Laugardalnum og má segja að listskautar séu fjölskyldusportið.“ Guðbjörg er sú eina sem keppir í Seniorflokki á Norðurlandamótinu um helgina. Það eru 5 ár á milli hennar og næsta keppanda í unglingaflokki. Hún segir það oft erfitt en lætur það ekki stoppa sig og hefur samhliða stífum æfingum stundað háskólanám með góðum árangri. „Skautar hafa alltaf verið mín ástríða. Að fá að dansa við tónlist og sýna listræna hæfileika auk þess að fá „kikkið“ í að stökkva og snúast rosalega hratt er ómetanlegt. Þetta allt þarfnast æfinga og mikilla fórna í öðru sem er á dagskrá hverju sinni.“ Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir Elísabet byrjaði mjög ung að æfa skauta. Hún var tveggja og hálfs árs gömul þegar hún byrjaði að renna sér á skautum en eldri systir hennar var að æfa íþróttina. „Ég fór eftir leikskóla, tvisvar í viku á æfingu. Mér fannst strax svo gaman að ég hef nánast ekki sleppt úr æfingu síðan. Aðstæður voru mjög góðar, við vorum með nýja höll en tveimur árum áður var skautað úti. Nú er ég búin að æfa í um ellefu ár og ég sé ekki eftir því.“ Elísabet segir félagslífið innan íþróttarinnar mjög skemmtilegt en það vilji stundum bitna á félagslífinu þar fyrir utan. „Á gamlársdag hittumst við allar heima hjá mér og borðum saman í hádeginu. Við setjum okkur markmið fyrir næsta ár og skoðum markmiðin frá því í fyrra. Margir vina minna skilja ekki hvernig ég nenni alltaf að vera á æfingum alla daga, en ég fæ svo margt í staðinn.“ Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir Hrafnhildur byrjaði að æfa þegar hún var sjö ára hjá skautafélagi Akur- eyrar. Hún prófaði að skauta í fyrsta sinn í almenningstíma og eftir það varð ekki aftur snúið. „Í dag er ég búin að æfa í átta ár. Þegar ég byrjaði að æfa vorum við yfirleitt tvisvar í viku en með tímanum urðu æfingarnar alltaf fleiri og fleiri. Í dag æfi ég 14 tíma í viku á ís, þrjá þrektíma og tvo til fjóra einkatíma í viku.“ Álagið á stelpunum er því mjög mikið en þær eru allar sammála um að þetta sé þess virði. Hrafnhildur er að keppa í annað sinn á Norðurlandamóti og er mjög spennt. „Ég hlakka alveg sérstaklega mikið til vegna þess að nú er þetta á Íslandi. Vonandi koma margir að sjá frábæra skautara, bæði íslenska og erlenda og sjá hversu miklum fram- förum við íslensku stelpurnar höfum tekið.“ Júlía Grétarsdóttir Júlía keppti í sinni fyrstu keppni rúmlega 6 ára og sigraði og eftir það var ekki aftur snúið. Hún æfir í Birninum hjá Clair Wileman þjálfara en einnig í Vancouver í Kanada hjá Lornu Bauer. „Þær henta mér báðar mjög vel sem þjálfarar þótt ólíkar séu. Um jólin flutti ég að hluta til Vancouver til að stunda skauta og kynna mér sjúkraþjálfun sem mig langar að leggja fyrir mig í framtíðinni og leggja þá áherslu á skautatengd meiðsl.“ Júlía hefur eins og hinar stelpurnar ferðast mikið í tengslum við skautaí- þróttina. Í fyrra var hún valin annar af tveimur fulltrúum Íslands á Junior Grand Prix. Hún lenti í 22. sæti með 88.32 stig og þykir það mjög góður árangur í svo sterkri keppni. Júlía stefnir sífellt á að bæta sig og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. „Skautar gefa mér frelsi og ánægju til þess að túlka tilfinningar mínar og fá útrás til að gera það sem ég elska af öllu hjarta. Það hefur aldrei komið til greina að æfa neina aðra íþrótt.“ Agnes Dís Brynjarsdóttir Agnes Dís byrjaði snemma að æfa skauta eins og flestar stelpurnar. Hún fór fyrst á skauta þegar hún var fimm ára. Hún segir félagslífið í kringum íþróttina vera frábært og hún hafi eignast mikið af vinkonum, sama í hvaða félagi þær eru. „Félagslífið er frábært og ég hef kynnst bestu vinkonum mínum í gegnum skautana. Þetta er mjög góður kostur, það eru ekki allir sem fá að æfa íþróttir með bestu vinkonum sínum.“ Keppnisferðir í tengslum við skautaíþróttina eru mjög margar. Þær eru nokkrar á ári og Agnes segir það mikinn kost að fá að ferðast til útlanda og kynnast erlendum skauturum. „Það er mjög góð reynsla að keppa við erlenda skautara. Þetta gerir okkur mjög gott, þar eru auðvitað mjög stórar hallir og mun meiri pressa en þegar við erum að keppa heima á Íslandi.“ Vala Rún B. Magnúsdóttir „Ég hef eytt ótrúlega miklum tíma í þessa íþrótt en ég sé ekki eftir neinu út af félagsskapnum. Síðastliðin ár hef ég eignast bestu vinkonur mínar í gegnum skautana og það er frábært að geta æft með þeim á hverjum degi. Við í landsliðinu ferðumst þrisvar til fjórum sinnum á ári saman og þessar ferðir hafa gefið mér mikið. Þær hafa gefið mér reynsluna að fara ein út án foreldra og keppa á alþjóðlegum mótum.“ Stelpurnar eru flestar með erlenda þjálfara og það hefur marga kosti. Flestar þeirra eru mjög öruggar með enskuna. Æfingaferðir til Svíþjóðar eru algengar og margar þeirra kunna aðeins fyrir sér í sænsku. Vala Rún segir kosti íþróttarinnar marga en hún krefjist þess alltaf að þú sért í góðu formi. „Skautarnir hafa gefið mér mikið. Þeir gefa manni aukið sjálfstraust, aga og maður kann að skipuleggja sig vel. Að sjálfsögðu er álagið mikið en það skilar sér alltaf þegar maður nær góðum árangri. Ég hef valið skautanna fram yfir ýmislegt en valið hefur aldrei erfitt.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.