Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 80

Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 80
4 listhlaup á skautum – norðulandamót S kautaíþróttin hefur verið í miklum vexti síðustu ár. Íþróttin er mjög ung hér á landi en íslenskir keppendur hafa verið að fóta sig betur á alþjóðavettvangi á síðustu misserum. Björgvin I. Ormarsson, formaður Skautasambands Íslands, segir framtíðina bjarta þrátt fyrir að umhverfi íþróttarinnar sé erfitt. Björgvin segir skautaíþróttina vera frekar dýrt sport, sérstak- lega þegar lengra er komið. Það er þó ekkert dýrara en til dæmis fimleikar eða dans. Keppnis- ferðirnar, sem nauðsynlegar eru vegna smæðar okkar, eru þó margar og þær geta reynst þungur baggi á litlu sambandi með aðeins þrjú aðildarfélög. „Við fáum styrki frá Alþjóða- skautasambandinu, ÍSÍ og Ís- lenskri getspá. Sterkustu keppnirnar sem sam- bandið sendir skautara á eru Norðurlandamótið og tvær Junior Grand Prix keppnir á ári. Sam- bandið hefur tekið á sig allan kostnað af þessum ferðum, en aðrar keppnisferðir verða keppendur að greiða fyrir sjálfir fyrir utan smá styrk frá sambandinu sem gengur upp í keppnisferðirnar. Allur annar kostnaður fellur á keppendur og fjöl- skyldur þeirra.“ Styrkirnir sem sambandið fær frá Alþjóðaskautasambandinu eru ætlaðir til að standa undir námskeiðahaldi og til að styrkja keppendur til þátttöku í keppnum. Það er því lítill afgangur til þess að sinna öðrum mikil- vægum þáttum í uppbyggingu íþróttarinnar. Íslendingar eiga til dæmis aðeins tvo aðila með alþjóðleg réttindi sem geta dæmt á Norðurlanda- mótinu og engan dómara. Í svona mót þarf sex dómara og fimm tæknidómara, við dómgæslu hjá hverjum og einum skautara á svona móti. Markvisst er unnið að því að byggja upp íslenska dómara og eigum við nú átta dómara með rétt- indi til að dæma á sambandsmótum. „Við hjá sambandinu höfum verið að koma þeirri hugsun inn að félögin vinni svolítið saman. Það er til dæmis hægt að samnýta þjálfara að einhverju leyti og sameinast um æfingabúðir á sumrin. Félögin hafa aðeins tekið við sér varðandi sam- eiginlegar æfingabúðir, en það má alltaf gera betur.“ Á landinu eru þrjár skautahallir: Á Akur- eyri, í Laugardal og í Egilshöll. Björgvin segir að æfingasvell, góð upphitunaraðstaða og fagleg umgjörð sé nauðsynleg til að ná sem bestum árangri ásamt því að eiga möguleika á að fjölga iðkendum. Hann segir að þetta sé eitthvað sem vanti á alla þessa staði, æfingasvellið og upp- hitunaraðstaðan sé þar einna mikilvægust. Spenntur fyrir Norðurlandamótinu Norðurlandamótið verður haldið um helgina. Keppt verður í þremur flokkum: 13 til 15 ára sem kallaður er Stúlkna/Drengjaflokkur, (Novice), 15 til 18 ára er kallaður Unglingaflokkur, (Juni- or) og síðan er það Kvenna- og Karlaflokkur (Senior) sem er fyrir 18 ára og eldri. Íslendingar eiga fulltrúa í öllum kvennaflokk- um á mótinu. Björgvin segir mótið fram undan vera mjög spennandi og hvetur alla til að mæta og sjá frábært íþróttafólk sýna listir sínar. Frítt er inn á mótið. „Stelpurnar okkar hafa verið að standa sig mjög vel á mótum erlendis undanfarin þrjú ár og hafa þær verið að færa sig töluvert ofar í sætaröðinni. Hér áður fyrr vermdum við yfirleitt neðstu sætin. Þá var hugsunin bara að vera með og koma okkur fyrir á þessum vett- vangi. Núna eru stelpurnar jafnvel farnar að ná töluvert upp fyrir miðjan hóp sem er auðvitað frábær árangur því íþróttin er svo ung hér á landi.“ Keppendurnir fá persónulega gjöf frá Skautasambandinu Heimagerðir íslenskir vettlingar með persónulegum skilaboðum.  Formaður SkautaSambandS ÍSlandS björgvin i. ormarSSon Skautaíþróttin í sókn Fólk hvatt til að fjölmenna í Egilshöll og fylgjast með Norðurlandamótinu sem haldið verður um helgina. Björgvin I. Ormarsson, formaður Skautasam- bands Íslands. a lexander Maj-orov er lík-legastur til að hreppa gullið í Karlaf lokki á Norður- landamótinu um helgina. Hann hefur æft listhlaup á skautum síðan hann var 6 ára. Alexander fæddist í St. Péturs- borg í Rússlandi en býr núna í norður- hluta Svíþjóðar. Margir strákar leggja skautaíþróttina fyrir sig í Svíþjóð. Þeg- ar kemur að því að keppa á alþjóðleg- um vettvangi fækkar þeim mjög mik- ið enda mikill tími sem fer í æfingar. „Við erum fjórir eða fimm frá Svíþjóð sem erum að keppa í toppklassa. Ég tók miklum framförum þegar ég var 14 eða 15 ára og vann nokkra sænska titla í yngri aldursflokkunum. Ég byrjaði að keppa í Seniorflokki 16 ára sem byrjar venjulega ekki fyrr en fólk er orðið 18 ára. Foreldrar mínir vildu upphaflega ekki að ég myndi verða skautadansari. Þau sögðu mér það þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum síðan. Í gegnum árin hafa þau tekið íþróttina í sátt og núna eru þau mjög sátt við þetta allt.“ Setur stefnuna á gull á Íslandi Alexander hefur æft mikið af íþróttum en hann segir skautaíþróttina vera þá erfiðustu sem hann hefur prófað. Í henni sé mjög mikil tækni sem sé mjög erfitt að muna. Hvert stökk innihaldi flókin tækniatriði sem þurfi að æfa mjög vel, ef vel á að takast til. Hann æfir mjög mikið eins og allir sem stunda þessa íþrótt sem keppnisíþrótt. Hann æfir alla daga vikunnar, jafnvel þrjár til fjórar klukkustundir á hverjum degi og hefur verið að njóta ávaxta erfiðisins á síðustu árum. Hann hefur orðið Norðurlandameistari nokkrum sinnum og varð í sjötta sæti á Evrópumótinu sem var haldið um síðustu helgi. „Ég set stefnuna á gullið á þessu móti eins og ég geri yfir- leitt þegar ég keppi á Norðurlandamótinu. Aðstæðurnar hér lofa mjög góðu. Auðvitað má alltaf gera betur en aðstæðurnar hér eru jafnvel betri heldur en við búum við í norðurhluta Svíþjóðar.“ Þ að er venja á stórum mótum, líkt og Norðurlandamótinu, að keppendur fá gjöf að lok- inni keppni. Oftar en ekki eru þetta styttur eða aðrir minjagripir sem merktir eru mótinu. Sú hugmynd kom upp hjá Skautasambandinu að brjóta þetta aðeins upp og gefa öllum keppendum á mótinu heimagerða vettlinga að gjöf. Skemmst er frá því að segja að takmarkið náðist og allir keppendur fá glæsilega vettlinga með persónulegum skilaboðum um að þeir hafi verið gerðir sérstaklega fyrir þá af íslenskri mömmu eða ömmu. Skautasam- bandið þakkar öllum þeim sem lögðu þeim lið við þetta skemmtilega verkefni kær- lega fyrir hjálpina.  góður geStur kominn til landSinS alexander majorov Sænski meistarinn, Alexander Majorov, keppir á Norður- landamótinu Foreldrar hans vildu ekki að hann legði skautaíþróttina fyrir sig 31. janúar-3. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.