Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 76

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 76
72 jól Helgin 14.-16. desember 2012 Freistingar að hætti Jóa Fel - Sörur og kransakonfekt Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut A ð baka Sörur er tímafrekt ferli en þegar upp er staðið er það vel þess virði. Sörur eru bakaðar á mörgum heimilum fyrir hver jól enda afar bragðgóðar. Mörgum vex þó í augum umstang- ið sem fylgir bakstrinum. Við feng- um Jóa Fel til að segja okkur frá hans aðferð við að baka Sörur. Jói segir mikilvægt að vanda sig, sér- staklega við botnana og kremið, ef vel á að takast til. „Margar upp- skriftir eru til af Sörum og veit ég ekki til þess að nein þeirra sé upp- runaleg. Þessi sem ég nota er úr franskri kökubók en Sörurnar eru einmitt franskar að upplagi. Sumir nota kransakökubotn í Sörur og laga svo einfalt smjörkrem ofan á og hafa það oft verið kallaðar kaffi- húsasörur.” Botn Eggjahvítur 4 stk Möndluduft 260g Flórsykur 230g Krem Vatn 1 dl Sykur 120g Eggjarauður 4 stk Kakó 1 msk Smjör 260g 1 espresso kaffi Til að gera botninn þarf að búa til möndlumjöl. Heilar afhýddar möndlur eru settar í matvinnslu- vél og malaðar í duft. Flórsykr- inum er síðan blandað saman við möndluduftið. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, setjið flórsykurinn og möndlumjölið mjög varlega saman við með sleikju þar til allt er komið vel saman. Setjið deigið í sprautupoka með frekar litlu gati og sprautið litlum toppum á bökunarplötu og bakið við 180° í 13 mínútur eða þar til fallegur litur er kominn á botnana og setjið síðan í kæli. Jói segir Sörukremið í grunninn vera franskt smjör- krem sem notað sé í margar góðar kökur og það sé ákveðin kúnst að gera það. „Sjóða þarf vatn og sykur í síróp. Ef þið eigið hitamæli á sykurblandan að fara upp í um það Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fallega jólaskeiðin frá Ernu Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Verð: 18.500.- stgr. Silfurmunir og skartgripir síðan 1924  JólAbAkstur Sörur eru fyrir- hafnarinnar virði bil 116 gráður. Ef ekki er til hita- mælir á heimilinu er sírópið tilbúið þegar loftbólurnar í pottinum eru orðnar frekar þykkar og sírópið farið að þykkjast. Passið samt að sykurinn má alls ekki byrja að taka lit. Ef sírópið er hitað of hátt geta myndast kögglar. Á meðan sírópið er að sjóða eru eggja- rauðurnar þeyttar vel upp. Hellið síðan sírópinu saman við í mjög mjórri bunu. Eftir að sykurinn er kominn saman við er þeytt áfram í um það bil þrjár mínútur. Hafið smjörið við stofuhita og blandið saman við þeytinguna ásamt kakói og kaffi. Kremið þarf að hræra rólega saman með sleikju. Smyrjið kreminu yfir botnana og setjið í frysti. Hjúpið svo Sörurnar með bræddu suðusúkkulaði og setjið aftur í frysti.” Prinsessusmákökur eru mjög fallegar jólasmákökur. Jói segir uppskriftina einfalda en það sé smá handavinna sem liggi að baki þessum kökum. Kökurnar eru mjög jólalegar og passa mjög vel með góðu jólasúkkulaði, kaffi eða ískaldri mjólk. Deig Smjör 170g Sykur 115g Möndluduft 170g Hveiti 170g Vanilludropar 1msk Smjör og sykur er unnið saman með vanilludropum en ekki létt og ljóst heldur bara vel saman. Búið til möndluduft úr heilum möndl- um og blandið saman við hveitið. Setjið saman við smjörblönduna og vinnið mjög rólega saman í gott deig, passið bara að vinna ekki of mikið saman því þá klessist deigið. Setjið deigið í plast og í kæli. Rúllið deigið út með kökukefli og passið að hafa vel af hveiti und- ir. Rúllið niður á um það bil 3 mm. Stingið þá út kökurnar, setjið á bökunarplötu og stingið út minna gat á helminginn af botnunum. Blandið saman einni eggjahvítu og nokkrum kornum af salti og sláið saman með gafli. Penslið hvítunni yfir botnana með gatinu og sáldrið yfir möndluflögum. Bakið við 180° í 11-13 mínútur eða þar til fallegur litur er kominn á kökurnar. Setjið góða jarðarberjasultu á kalda neðri botnana og leggið svo efri helm- inginn yfir, sigtið svo flórsykur yfir í lokin og berið fram. Jóhannes Felixson bakari. Ljósmynd/Hari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.