Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 90

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 90
86 matur Helgin 14.-16. desember 2012  Bakstur Nýjar Bækur um koNfekt- og Bollakökugerð Kætir súkkulaðiunnendur og aðra sælkera Rósa Guðbjartsdóttir er matgæð- ingur og bókaútgefandi og hefur nú gefið út tvær nýjar matreiðslubækur, um konfektgerð og bollakökur. l itlar sætar freistingar er jafnan erfitt að standast á veisluborðinu. Í nýjum fallegum bókum, Konfekt og Bollakökur, eru uppskriftir að gómsætu konfekti og bollakökum sem enginn fær staðist. Bækurnar eru í litlum öskjum og fylgja þeim annars vegar 30 silíkon- form sem gera konfektgerðina sérlega auðvelda og hins vegar 16 lítil silíkonform í pastellitum fyrir bollakökubaksturinn. „Móttökurnar hafa verið æðislegar, enda um sérlega fallegar og hagnýtar gjafir að ræða,“ segir Rósa Guðbjartsdótt- ir, ritstjóri hjá Bókafélaginu, en hún hefur umsjón með útgáfu bókanna. Sjálf er hún mikill matgæðingur, hefur skrifað, þýtt og ritstýrt vinsælum matreiðslubókum og segist hafa fallið fyrir þessum bókum hjá frönsku bókaútgáfunni Larousse. „Ég dreif í því að fá að gefa bækurnar út hér á landi, lét þýða þær og er alsæl með afraksturinn. Uppskriftirnar eru mjög girnilegar og með þeim eru einfaldar og góðar leiðbeiningar. Silíkonformin sem fylgja gera baksturinn og konfektgerð- ina að léttum leik. Það hefur verið mjög gaman að heyra að fólk kaupir öskjurnar líka talsvert til að gefa stálpuðum börnum og unglingum sem hafa gaman af bakstri og dúlleríi í eldhúsinu.“ Rósa gefur hér uppskrift að gómsætum bananabollakökum með súkkulaðikremi sem tilvalið er að baka á aðventunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Rósa Guðbjartsdóttir er matgæðingur sem hefur skrifað, þýtt og ritstýrt vinsælum mat- reiðslubókum og segist hafa fallið fyrir þessum bókum hjá frönsku bókaútgáfunni Larousse. Bananabollakökur með súkkulaðikremi 16-20 litlar bollakökur • 1 ½ banani • 1 msk. sýrður rjómi • 1 ½ dl hveiti • ¼ tsk. salt • ½ tsk. matarsódi • ¼ tsk. kanill • 1 dl sykur • 80 g mjúkt smjör • 2 egg Súkkulaðikrem • 100g dökkt súkkulaði • 1 msk. rjómi • 75 g mjúkt smjör • 1 ¼ dl flórsykur Forhitið ofninn í 180 gráður. Stappið banana með gaffli, bætið við sýrðum rjóma og hrærið saman. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið þá kanil út í. Blandið síðan bananastöppunni saman við. Hrærið eggjum saman við, einu í einu. Blandið loks þurrefnum, hveiti, salti, matarsóda og sykri saman við. Setjið deigið í formin, fyllið þau að 2/3. Bakið í 15-20 mínútur eftir stærð. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Bætið rjómanum út í og hrærið rólega saman við súkkulaðið. Látið blönduna kólna í 5-10 mínútur. Hrærið saman mjúkt smjör og flórsykur þar til blandan verður rjómakennd. Bætið súkkulaði- blöndunni út í smátt og smátt og hrærið varlega á meðan. Setjið kremið í kæli, þar til þykknar og sprautið því síðan á bollakökurnar. Rósa skreytti kökurnar með muldum brjóstsykri. t akið bringurnar í sundur með því að byrja á þynnri endanum og fletjið þær út með því að berja þær í um það bil 2 sm þunnan flöt. Blandið saman 3 msk af soja- sósu, sherry og sykri í djúpan disk. Setjið bringurnar ofan í marineringuna, með skinnið niður og marinerið í 30 mínútur. Á meðan bringurnar marin- erast, skerið niður brauð, lauk- ana og möndlurnar (ristið þær). Blandið smjörinu saman við 2 msk. sojasósu og hellið yfir brauðblönduna (ekkert að því að skella höndunum í þetta og hnoða aðeins). Takið bringurnar úr mariner- ingunni og geymið marineringar- löginn. Setjið helminginn af fyll- ingunni á helminginn af hvorri bringunni, rúllið bringunni upp eins þétt og þið getið. Látið í eldfast mót eða ofn- skúffu og penslið með mariner- ingunni. Setjið inn í 160° heitan ofn og eldið í 1 klukkustund og 15 mínútur. Penslið með mariner- Rautt pantone 1797C Blátt pantone 2935C Æðislegar fylltar kalkúnabringur kynninG  2 stk kalkúnabringur beinlausar  5 msk. sojasósa  2 msk þurrt sherry  ½ tsk sykur  8 stk brauðsneiðar  1 bolli fínt saxað sellerí  2/3 bolli saxaðar möndlur, ristaðar  ¼ bolli fínsaxaður blaðlaukur  3 msk smjör, bráðið ingunni á 30 mínútna fresti. Takið bringurnar úr ofninum og látið standa í 15 mínútur áður en þið takið bandið/tannstönglana af og berið fram. Gott er að gera sósu úr soðinu sem kemur af bringunum.  jólamatur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.