Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 10

Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 10
Veglegt uppboð á ljósmyndum fer fram í Gyllta sal Hótels Borgar á sunnudag klukkan 19. Tilgangur uppboðsins er að styrkja Ingólf Júlíusson, ljósmyndara og margmiðlunarhönnuð, sem greindist með bráðahvítblæði í byrjun október og hefur verið á sjúkrahúsi síðan. Eftir áramót fer Ingólfur til Svíþjóðar þar sem hann mun gangast undir mergskipti. Ingólfur, eða Ingó eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari og hönnuður síðan 2008, með- al annars á Fréttatímanum. Hann hefur tekið ljósmyndir fyrir Reuters á Íslandi og hlotið verðlaun fyrir. Félagar Ingólfs í stétt ljósmyndara skipuleggja uppboðið til að styðja við bakið á honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Á uppboðinu verður meðal annars að finna málverk eftir Tolla og myndir eftir kunna ljósmyndara á borð við RAX, Pál Stefánsson, Ara Magg og Vilhelm Gunnarsson. -hdm Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Jólamálningin! Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.595 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.490 Mako pensill 50mm 195 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 3.890 Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L 5.290 allir ljósir litir Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar 3.990 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.745 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Mako málningar- rúlla og bakki 25cm 895  Myndir eftir þekkta ljósMyndara boðnar upp Uppboð til að styrkja Ingó Ingólfur Júlíusson ljósmyndari berst við bráðahvítblæði. Vinir hans hafa skipulagt ljós- myndauppboð á Hótel Borg á sunnudagskvöld. þ ótt nú sé komið vopnahlé þá heldur þessi barátta áfram,“ segir Stefán Jónsson, prófessor við Listaháskóla Íslands, en hann hefur síðustu daga staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu þar sem gerð er krafa á hendur íslenskra stjórnvalda að þau beiti sér fyrir viðskiptabanni á Ísrael. „Við erum vön því að átök af þessu tagi blossi upp á þessu svæði með hræðilegum afleiðingum – sérstaklega fyrir palestínsku þjóðina sem býr innan þessarra skelfilegu múra sem reistir hafa verið af Ísraels- mönnum,“ heldur Stefán áfram því vopnahlé breytir litlu í afstöðu hans. „Í stað þess að bíða eftir næsta eldgosi þá á þessi krafa frekar að standa. Við sem höfum skrifað undir á Change.org viljum að Ísraels- mönnum séu settur stóllinn fyrir dyrnar.“ Síðan átökin hófust hafa fimm Ísraelar látið lífið en rúmlega 140 íbú- ar á Gaza. Þegar Fréttatíminn fór í prent í gær hafði vopnahléið haldist að mestu við mikinn fögnuð íbúa á Gaza. Um ástæðu þess að Stefán, prófessor við Listaháskólann, hafi staðið fyrir undirskriftarsöfnuninni segir hann að oft sé hann æði virkur á Facebook „og þar er maður með skoðanir á öllum hlutum. Ég og aðrir kaupum okkur oft góða samvisku með því að „læka“ það að einhver eigi að hjálpa veikum börnum í Afríku eða að grípa eigi til aðgerða út af þessu eða hinu. Svo heyri maður pælingar um að það eigi að mót- mæla þessu eða safna undirskriftum og ég ákvað bara að slá til. Þetta var ekki flókið. Ég fór inn á Change.org og fylgdi þar góðum leiðbein- ingum um hvernig eigi að stofna til undirskriftarsöfnunar,“ útskýrir Stefán sem er hvergi nærri hættur og í dag, föstudag, ætlar hann að afhenda stjórnvöldum („vonandi Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra“) undirskriftirnar á mótmælafundi fyrir utan stjórnarráðið klukkan 17. „Reyndar vil ég heldur kalla þetta meðmæla- fund með friði,“ segir Stefán. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is „Reyndar vil ég heldur kalla þetta meðmæla- fund með friði.“  Vopnahlé stjórnVöld í ísrael og haMas slíðra sVerðin 5.000 undirskriftir með viðskiptabanni Stefán Jónsson, prófessor við Listaháskóla Íslands, stökk til fyrr í vikunni og stofnaði til undir- skriftarsöfnunar á netinu. Honum blöskraði framganga Ísraels gegn íbúum á Gaza í Palestínu og á aðeins örfáum dögum söfnuðust nær fimm þúsund undirskriftir. Það þykir þó nokkuð og Stefán ætlar að afhenda Össuri Skarphéðinssyni undirskriftirnar í dag. Stefán Jónsson prófessor efndi til undirskriftarsöfnunar á netinu. Vopnahlé náðist í fyrradag á milli Ísraels og Hamas. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 10 fréttir Helgin 23.-25. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.