Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 14

Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 14
14 fréttir Helgin 23.-25. nóvember 2012 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri bækur Ævintýrabækur fyir börn á aldrinum 4 - 8 Til bo ði n gi ld a m eð an b irg ði r e nd as t. | Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g m yn da ví xl | V ör uú rv al g et ur ve rið b re yt ile gt m illi ve rs la na . Tilboðin gilda 22. - 25. nóvember Risabókin um Risa 3.244 kR dRekaR og RiddaRaR ævintýRalandið 2.759 kR 2.679 kR Verjum minnst Norðurlanda til heilbrigðis- og menntamála F ramlag okkar til heilbrigðismála á hvern íbúa er helmingur af því sem frændur okkar, Norðmenn, verja til sama málaflokks. Íslend-ingar verja um 412 þúsundum króna á hvern íbúa en Norðmenn rúmlega 875 þúsundum króna. Íslendingar verja um 1,2 milljónum til menntamála á hvern íbúa en Norðmenn, sem verja stærstu upphæð- inni af öllum Norðurlandaþjóðunum, verja um tveimur milljónum króna. Samkvæmt skýrslunni koma Finnar best út í alþjóðlegum samanburði á árangri nemenda (PISA) en þeir verja hins vegar einungis tveimur þriðju hluta af því sem Norðmenn verja til mennta- mála. „Auðvitað er það áhyggjuefni hve útgjöld til heil- brigðismála hér á landi eru lág. Þau eru til að mynda fjórðungi lægri nú en fyrir fimm árum,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Hins vegar séu ástæðurnar fyrir lægri útgjöldum Íslendinga til heil- brigðismála meðal annars lægri launakostnaður í evrum talið og vegna þess að þjóðin er yngri en aðrar Norðurlandaþjóðir og heilbrigðiskostnaður þjóðarinnar því lægri. Hann bendir á að mælingar sýni hins vegar fram á góðan árangur í heilbrigðisþjónustu miðað við aðrar þjóðir. Árangur byggi hins vegar á meðferð áranna á undan og því sé ekki hægt að fullyrða um hvort þær muni breytast í kjölfar hins mikla niður- skurðar á undanförnum árum. Íslendingar verja lægstu upphæð allra Norðurlandaþjóða til heilbrigðismála og menntamála á hvern íbúa en mest allra til menningarmála, samkvæmt Norrænu hagtölubókinni 2012 sem kom út í fyrradag. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Noregur 875.930 Danmörk 603.014 Svíþjóð 564.839 Finnland 472.405 Ísland 412.461 ÚtgjölD til heilbrigðiSmálA á hverN ÍbÚA (Í iKr) björn Zoëga, forstjóri landspítalans, segir það áhyggjuefni hve útgjöld til heilbrigðismála séu lág hér á landi. 21,5 dauðsföll vegna slysa eru á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi og eru þau hvergi færri. Í Finn- landi eru þau rúmlega þrefalt fleiri. 79,9 ár eru lífslíkur karla á Íslandi sem er hæst á Norðurlöndunum. 84,9 ár eru lífslíkur kvenna í Færeyjum sem er hæst á Norðurlöndunum. Hvergi eru færri lífeyris- og örorku- þegar er hér á landi en hlut- fall eldri borgara (65+) er alls staðar hærra en hér. Hlutfall barna sem vistuð er utan heimilis er hvergi lægra en hér, 3,7 af hverjum þúsund börnum. Til samanburðar eru 13 af hverjum 1000 börnum í Finnlandi vistuð utan heimilis, með eða án samþykkis foreldra. 3,7 prósent af þjóðarfram- leiðslu Íslendinga er varið í menningarmál, mest af öllum Norðurlandaþjóð- unum. Hefur þetta fram- lag meira en tvöfaldast frá aldamótum. Svíar verja minnst, 1,2%. Hvergi á Norð- urlöndunum er minni fátækt en á Íslandi þar sem 5,4% íbúa er með lægri tekjur en tiltekinn tekju- staðall. Fátækt- in er mest í Danmörku þar sem hlutfallið er 8%.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.