Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Í þingsályktunartillögu um bætt skattskil sem nú liggur fyrir Alþingi er velta svartrar atvinnustarfsemi metin á 98 milljarða króna á ári, eða um 6 prósent af landsframleiðslu. Þetta eru gríðarlega háar tölur og mikið áhyggjuefni. Ný könnun Samtaka atvinnu- lífsins meðal aðildarfyrirtækja samtakanna leiðir í ljós að 82 prósent stjórnenda telja að svört vinna sé vaxandi vandamál. Þetta fer saman við það sem fram hefur komið hjá Samtökum iðnaðar- ins um tekjutap hins opinbera vegna skattsvika. Það jafn- gildir því að fyrir upphæðina væri hægt að leggja þjóðveg kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í þrjú ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Augljóst er að fyrirtæki sem fara eftir reglum og borga sína skatta og gjöld standa höllum fæti í samkeppni við fyrirtæki í neðanjarðar- hagkerfinu. Það er því mikið hagsmunamál að allir fari eftir settum reglum. Ólíðandi er að hópur fyrirtækja og einyrkja sniðgangi skattareglur og leggi lítið sem ekkert af mörkum til samfélagsins. Samtökin nefna dæmi þess að í vett- vangsheimsóknum hafi starfsfólk tekið til fótanna, þjónar hafi ekki kunnað að slá inn pantanir í bókhaldskerfi og á einum veit- ingastað hafi enginn sex starfsmanna verið á launaskrá. Starfsmenn á vegum atvinnu- lífsins, skattayfirvalda og verkalýðshreyf- ingarinnar hafa farið í vinnustaðaheimsókn- ir til að kanna stöðu mála, en þessir aðilar standa saman gegn svartri vinnu. Fyrstu niðurstöðurnar voru birtar fyrir réttu ári. Þá kom í ljós að 12 prósent starfsmanna í yfir tvö þúsund fyrirtækjum sem heimsótt voru reyndust í svartri vinnu. Þegar staðan var könnuð í vor komu fram vísbendingar um heldur minna umfang svartrar vinnu. Það versnaði aftur í sumar þegar fram kom að svarta hagkerfið var í mikilli uppsveiflu, samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra. Ástandið reyndist, ef marka má vísbend- ingar, einna verst í hótel- og veitingaþjón- ustu og í bygginga- og mannvirkjagerð. Allra verst var það þó hjá þeim sem stunda akstur í ferðaþjónustu en þar var hlutfall svartrar atvinnustarfsemi rúm 27 prósent hjá einyrkjum og litlum fyrirtækjum. Stærri fyrirtæki voru almennt með skattskil í lagi. Dæmi voru um að þeir sem voru í svartri vinnu væru samtímis á atvinnuleysisbótum. Samfélagssvik af þessu tagi eru óþolandi en gangur kerfisins er þunglamalegur. Því benda Samtök atvinnulífsins á að mikil- vægt sé að þróa viðeigandi og hraðvirk úrræði gagnvart þeim sem augljóslega eru ekki með sín mál í lagi. Halda þarf úti virku eftirliti á vettvangi í stað þess að rann- saka eingöngu bókhaldsgögn og stefna aðilum fyrir dóm. Ef árangur á að nást þarf lagabreytingar svo unnt sé að innleiða virk og einföld eftirlitsúrræði til að taka á og koma í veg fyrir brot á formreglum skatt- skila. Stærri fyrirtæki sem fara í einu og öllu eftir reglum standa augljóslega ekki jafnfætis gagnvart svindlurum, hvort heldur eru einyrkjar eða smærri fyrirtæki. Samtök ferðaþjónustunnar bentu á að í febrúar í fyrra hefði gistirými án starfsleyfa í Reykja- vík jafnast á við tvö 300 herbergja hótel. Augljóst er að samfélagið verður af miklum fjármunum vegna þessa. Einstaklingar verða að gera sér grein fyrir því að afleiðingar svartrar vinnu eru lakari kjör og töpuð réttindi á vinnumark- aði. Launþegi sem þiggur svarta vinnu er réttlaus gagnvart vinnuveitanda. Lendi hann í slysi er hann ekki slysatryggður. Verði hann veikur fær hann ekki greidd laun þá daga sem hann getur ekki mætt til vinnu. Þegar orlofsgreiðslur eru engar fær starfsmaðurinn ekki laun í sumarfríi. Hann fær ekki framlag vinnuveitanda greitt í lífeyrissjóð og ólíklegt er að hann greiði í lífeyrissjóð yfirleitt. Eftirlaun minnka sem því nemur. Ekkert réttlætir svikin. Þau ber að upp- ræta. Svört atvinnustarfsemi Ólíðandi samfélagssvik Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Tossabekkurinn Ég hef fylgst með, einkanlega þeim sem sitja hér á aftasta bekk í dag, taka sérstaklega fyrir einn þingmann úr röðum Framsóknarflokksins. Mér hefur þótt það sem ég hef heyrt og ég hef séð ljótt. Birnu Lárusdóttur, varaþingmanni Sjálf- stæðisflokksins, blöskruðu „skrílslæti“ þingmanna sem sýndu að hennar mati Vigdísi Hauksdóttur eineltistilburði. Vont er þeirra réttlæti Mér dauðbrá og þetta er alveg hundfúlt. Ester Ólafsdóttir, móðir Arons Kristjáns Karlssonar sem var dæmdur í héraði fyrir bankablekkingar, var ekki sátt við dóminn. Á vefsíðu sinni hefur Eiríkur Jónsson eftir henni að hún trúi því ekki að sonur sinn eigi eftir að fara í fangelsi. Skammastu þín! Bjarni, svona talar maður ekki! Mörður Árnason, þingmaður Samfylking- arinnar, skammaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðis- flokksins, úr ræðustóli Alþingis en Bjarni hafði áður sagt að Ísraelar yrðu að gæta meðalhófs í árásum sínum á Palestínu. Þetta eru asnar, Hvati Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Sighvatur Björgvinsson stendur í miklum vígaferlum í kringum greinar sínar um „sjálfhverfu kynslóðina“. Hann kallar þá sem tjá sig í athugasemdakerfum net- miðla bloggara og þeim er, að hans mati, vonlaust að reyna að svara. Hvað er fyrirmynd? Já, ég er fín fyrirmynd. Eða ég vona það. Hvað er fyrirmynd? Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillzenegger, fór yfir það sem hann kallar erfiðasta ár lífs sins í viðtali við Monitor sem þegar er orðið mjög umdeilt. Fjölmiðladrama Þetta er einungis nýjasti þátturinn í leikriti Gunn- ars Andersen og Inga Freys á DV og ég efast ekki um að þeir verða örugglega fleiri. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingis- maður, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki hafa neinar áhyggjur af því að Gunnar Andersen hefði kært hann til sérstaks saksóknara. Enda víst allt í plati. Möðkuð jólamysa Ég vona að þessir ormar skili perunum því þetta er auka kostnaður fyrir bæjarbúa. Guðrún Björgvinsdóttir, yfirverkstjóri garðyrkjumála hjá Akureyrarbæ, er afar óánægð með einhverja Trölla fyrir norðan sem hafa stolið fjölmörgum jóla- ljósaperum úr skreytingum bæjarins. Perurnar eru fokdýrar þannig að stuldurinn slær ekki aðeins á jólastemn- inguna heldur veldur hann bæjarsjóði einnig búsifjum.  Vikan sem Var „Þetta er plata sem við erum rosalega stolt af og ánægð með. Og ég er stolt að hún sé komin út,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í hljóm- sveitinni Hjaltalín. Mörgum kom á óvart í vikunni þegar tilkynnt var að þriðja plata Hjaltalín, Enter 4, væri komin út á netinu og kæmi í verslanir í næstu viku. Hjaltalín hefur verið með vinsælli hljómsveitum lands- ins síðustu ár en lítið hafði heyrst til hennar undanfarið og ekkert hafði lekið út um að plata kæmi út fyrir jólin. „Við vorum orðin sein fyrir til að fara í hefðbundna kynn- ingu, að senda frá okkur lag og svona, svo við ákváðum að prófa að gera þetta í kyrrþey. Það verður gaman að sjá hvað fólki finnst um plötuna,“ segir Sigríður. MaðuR vikunnaR Laumaði plötu í jólaplötuflóðið www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu hátíðar- útgáfa af sígildri bók Jólin koma kom fyrst út árið 1932 og hefur æ síðan verið ómissandi við undirbúning jólanna. Ljóð Jóhannesar úr Kötlum hafa kynnt íslenska þjóðtrú og jólasiði fyrir hverri kynslóðinni á fætur annarri. Fyrir þessa útgáfu voru teikningar Tryggva Magnússonar myndaðar að nýju og hafa aldrei birst lesendum skýrar en nú. 80 ára gersemi – nú innbundin Oddný vann með afgerandi hætti Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hafði Björgvin G. Sigurðsson í baráttu um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi síðastliðinn laugardag. Björgvin, sem var viðskipta- ráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde, leiddi lista flokksins í síðustu kosningum. Þremur ákæruliðum vísað frá Þremur ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í Al Thani-málinu svokallaða var vísað frá í Héraðsdómi Reykja- víkur sökum þess að ákæran á hendur honum var ekki nægjanlega skýr, að mati dómara. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. Góð vika fyrir Magnús Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg SlæM vika fyrir Björgvin G. Sigurðsson alþingismann 18 viðhorf Helgin 23.-25. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.