Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 22

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 22
80 ár eru liðin síðan Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum kom fyrst út. Bókin kemur nú út í vand- aðri hátíðarútgáfu af þessu tilefni. 58 félagsmiðstöðvar eru skráðar til leiks í Stíl, hönnunar- samkeppni SAMFÉS, sem fer fram á morgun, laugardag, í Hörpu milli klukkan 13-17. Þetta er í tólfta sinn sem keppnin er haldin. 1.600 krónum meira kostar að kaupa sér mánaðarkort í Strætó frá mánaðamótum. Þriggja mánaða kort hækkar um 3.500 krónur og níu mánaða kort um 7.400 krónur. Hvernig heldur maður rútínu ef maður er meistari í skipulagsleysi? Maður getur ekki verið góður í öllu Þ að er enginn leikur að ala upp börn. Maður gerir nán-ast ekkert annað á meðan. Um leið og ég fer að slaka aðeins á í uppeldinu á yngstu börnunum mínum tveimur (fjögurra og sex ára) fer allt úr böndunum. Þannig hefur það verið hjá okk- ur hjónum síðastliðnar vikur. Ég hef dálítið dregið mig í hlé undan- farnar tvær vikur – verið eitthvað svo orkulaus – og hreinlega varla lagt í að koma þeim í háttinn. Þess ber að geta að þau eru mjög skaprík og sjálfstæð og hrikalega fljót að ganga á lagið sýni maður einhver merki um veikleika. Pabb- inn hefur því mestmegnis séð um að koma þeim í rúmið en það er alls ekki eins manns verk á þessu heimili og fyrir vikið hef- ur háttatíminn færst aftur um klukkustund. Um helgar hafa kósíkvöldin dregist fram á rauða nótt (bókstaf- lega) og sex ára dóttirin að skríða í rúm um leið og foreldrarnir. Þetta endar náttúrulega bara á einn veg: örþreytt börn með ofvirknilík einkenni af svefnleysi sem hlýða ekki nokkrum sköpuð- um hlut og úrvinda foreldrar sem eru farnir að snúast í kringum sjálfa sig eins og skopparakringlur því þeir hafa áttað sig á að þeir eru búnir að missa stjórnartaumana yfir til barnanna. Og í þessum að- stæðum verð ég leiðinleg – og það vil ég ekki vera. Í örvæntingu á sunnudags- kvöldið síðasta gerði ég það sem ég geri alltaf þegar ég er ráðalaus varðandi barnauppeldi: hringdi í mömmu. Ekki aðeins hefur hún alið upp þrjú börn (þar af eitt mjög krefjandi – mig) heldur er hún með tvöfalda uppeldisfræði- menntun, er bæði leikskólakenn- ari og kennari. Og er alltaf með ráð undir rifi hverju þegar kemur að börnum. Í stuttu máli sagði hún orðrétt: „Sigga mín, þið eruð yndislegir foreldrar bæði tvö, EN þið eigið dálítið erfitt með skipulag.“ (Orð- inu „dálítið“ var reyndar ofaukið í þessari setningu en mamma var sennilega að reyna að vera kurteis.) „Ég veit,“ svaraði ég. „Það er alveg satt hjá þér. Ég þurfti bara að fá að heyra það.“ Ég greip til ráðs sem ég fékk eitt sinn frá uppáhaldsgeðlækninum mínum: að stilla símann þannig að hann hringir á ákveðnum tímum – baðtíma, háttatíma, skólatíma. Og svo kallaði ég á manninn og börnin og við héldum fund (ég hélt fund): „Amma segir að við verðum að vera duglegri að hafa reglur á þessu heimili. Nú ætlum við að hjálpast að við að fara fyrr í hátt- inn svo okkur líði öllum betur og ég er búin að finna mjög skemmti- lega leið til þess.“ Ég útskýrði fyrir þeim að núna myndi síminn hringja þegar þau ættu að fara í bað og hann hringdi aftur þegar þau ættu að fara upp úr baðinu og svo þegar kvöldlesturinn væri búinn og þau þyrftu að fara að sofa (þá myndi ég samt fyrst klára kaflann). Að síðustu hringir síminn svo þegar við eigum að fara út í bíl á morgnana svo við verðum ekki of sein í skólann eða vinnuna. Þau fengu að velja hringitóna – sem þeim fannst ótrúlega skemmtilegt – og síðan hefur þetta bara verið mjög spennandi verkefni sem við tökum öll þátt í. Ég veit alveg að síminn er fyrst og fremst fyrir mig. Hann hjálpar mér að halda í þá rútínu sem nauð- synleg er í barnauppeldi og ég er bara svo léleg í. Því maður getur ekki verið góður í öllu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Amma segir að við verðum að vera duglegri að hafa reglur á þessu heimili. Segir sig úr stjórn Félags eldri borgara Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur sagt sig úr stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Í tilkynningu segir að Vil- hjálmur segi sig úr stjórninni þar sem seta hans þar gæti skaðað hagsmuni félagsins og trúverðugleika. Rjúpnaveiðidögum ekki fjölgað Umhverfisráðuneytið hyggst ekki breyta rjúpnaveiðitímabilinu þó illa hafi viðrað til veiða marga þá daga sem veiðar hafa verið leyfðar. Rjúpnaveiðimenn óskuðu eftir fjölgun veiðidaga. Ostrurækt í Skjálfandaflóa Fyrirtækið Víkurskel á Húsavík ætlar að hefja tilraunarækt á ostrum í Skjálfanda- flóa næsta vor. Fluttar verða til landsins smáostrur frá Spáni og ræktaðar áfram í neyslustærð. Óskorað traust til slökkvi- liðs- og sjúkraflutninga- manna Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn njóta nánast óskoraðs trausts landsmanna. Í nýrri rannsókn Capacent Gallup kemur fram að um 97% svarenda segist bera mikið traust til stéttarinnar. 106 milljónir fyrir hrein- dýraveiðileyfi Skotveiðimenn greiddu rúmar 106 milljónir króna fyrir hreindýraveiðileyfi á vertíðinni í ár. Það er tæpum 17 millj- ónum króna meira en í fyrra. Tannlækningar barna niðurgreiddar að fullu Ríkisstjórnin samþykkti að freista þess að tannlækningar barna verði niðurgreiddar að fullu. Þar sem ekki eru í gildi samn- ingar um gjaldskrá milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna hefur niðurgreiðsla á tannlækningum barna numið að meðal- tali um 60% af raunkostnaði. Fær 8 milljónir í biðlaun Gunnsteinn R. Ómarsson, fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings ytra, fær rúmar átta milljónir í biðlaun. Gunnsteini var sagt upp störfum þegar nýr meirihluti var myndaður. Drífa Hjartardóttir, fyrr- verandi þingmaður, hefur verið ráðin sveitarstjóri. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Velkomin í næsta útibú eða hringdu í okkur í síma 410 4000. 10,4% Sparibréf löng er ríkisskuldabréfasjóður sem fjárfestir í löngum skuldabréfum, verð- tryggðum sem óverðtryggðum, með ábyrgð íslenska ríkisins. Afburða ávöxtun Fyrirvari: Sparibréf löng er verðbréfasjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eftirliti Fjármálaeftir- litsins. Landsbréf hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt fjár- festingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki endilega vís- bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsbankinn.is eða á landsbref.is. *Ávöxtun miðað við 31.10.2012. Fjárfestingaflokkar Sparibréf löng - 1 árs nafnávöxtun* RÍ K IS TR YG GÐ SKULDA B R ÉF Ríkisskuldabréf Innlán / Reiðufé90-100% 0-10% VikAn í tölum 26 sinnum sögðu Benedikt Valsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson „Nova“ þegar sá síðarnefndi var gestur í Hraðfréttum á RÚV. Þingmaður VG vildi meina að um óbeina auglýsingu hefði verið að ræða. 170 ljósastaurar voru bilaðir í mið- borginni um síðustu helgi. Unnið var að viðgerðum í vikunni. 25 ár eru síðan Internet á Íslandi fékk úthlutað höfuðléninu .is. 22 fréttir Helgin 23.-25. nóvember 2012 vikunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.