Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 24
11-18 MÁN.-MIÐ. FÖS. 11-19 LAU. 11-18 E N N E M M / S ÍA / N M 55 36 7 Vínbúðinni á Akureyri var nýverið breytt til hins betra. Við erum stolt af meira vöruúrvali en tegundum okkar hefur fjölgað um þriðjung. Við bjóðum ykkur innilega velkomin í glæsilega verslun. vinbudin.is Breytt og bætt Vínbúð á Akureyri É g á mér draum,“ sagði Martin Luther King Jr. þegar hann mælti gegn kynþátta- hatri í Bandaríkjunum fyrir tæpum 50 árum. Nú, árið 2012, á ég mér draum. Sá draumur snýst um að Íslendingar verði aftur stoltir af landi sínu og þjóð. Að Íslendingar vakni til vitundar um eigin getu, þor og styrk. Við erum einstök á svo margan hátt, ekki bara af því að við erum landfræðilega afskekkt og fámenn þjóð, heldur af því að við höfum íslenskan hugsunarhátt og séríslenska sjálfsbjargarviðleitni. Ég hef haft áhyggjur af því í kjölfar kreppu að þetta stolt sé á undanhaldi. Ef stoltið hverfur fjarar um leið undan frumkvæði og sjálfs- bjargarviðleitni. Nú eru fjögur ár liðin frá hruni og ég finn mun á þjóðarstoltinu og ekki síst þjóðarhugsuninni. Við erum ofurupp- tekin af því að bíða eftir því að betur ári og að einhver komi með lausnir á öllum okkar vandamálum. Við erum í því að finna blóra- böggla og snaga til að hengja byrðir okkar á. Þetta er ekki líkt okkur og þetta er ekki sú braut sem við viljum feta. Við eigum þess í stað að sameinast um að leiða nýja sókn íslensku þjóðarinnar til framfara á öllum sviðum þjóðfélagsins. Við eigum að vinna öllum árum að því að auka verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu svo allir hafi atvinnu og geti lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Við eigum að verðlauna frumkvæði og þor en aðstoða jafnframt okkar minnstu bræður sem ekki hafa til þess andlega eða líkamlega heilsu að taka þátt í uppbyggingunni. Afkoma heimilanna og starf- semi hins opinbera hvílir á verð- mætasköpun atvinnulífsins. Það er ekki hægt að skera endalaust niður þegar búið er að skera inn að beini og skattheimta er heldur ekki lausn á öllum okkar vanda. Skattahækkanir og niðurskurður virka letjandi á allt frumkvæði, sem er eitt af aðalsmerkjum þess- arar litlu þjóðar. Atvinnuleysi og biðstaða breytist að sama skapi hratt í kjarkleysi og dugleysi. Það verða allir að hafa hlutverk í þessu samfélagi til að finnast þeir tilheyra og gera gagn. Það er enginn stoltur af því að lifa á bótum og allra síst ef hann hefur getu til að taka þátt. Blásum lífi í gömlu góðu gildin okkar, það er alls ekki of seint. Fjögur ár er ekki langur tími í sögu þjóðar og við verðum að standa vörð um það sem hefur gert þessa þjóð svona einstaka fram til þessa. Forðumst allt sem heitir miðstýring og forræðishyggja og ýtum undir þjóðarstolt, kjark og dug. Setjum okkur það markmið að hjálpast öll að við að endur- reisa íslenskt samfélag með þeim hætti að við getum öll verið stolt af landi okkar og þjóð. Það sér hver maður að þetta er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Þjóðarstolt Ég á mér draum Ingibjörg Óðinsdóttir Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 24. nóvember. Á dögunum kom út bók með niðurstöðum rannsóknar dr. Gerðar G. Óskarsdóttur um það hvað gerist á mörkum skólastiga. Niðurstöðurnar eru stórmerkilegar. Ég er þess sannfærð að þær verða okkur mikilvæg leiðsögn í stöðugri viðleitni okkar til þess að þróa skólastarf á Íslandi í átt til þess besta sem gerist. Þær munu leiða til þess að við horfum í enn ríkari mæli á nám, þekkingarleit, þroska og velferð barna sem eina órofa heild – og þar með ýtir hún undir enn frekari samvinnu og samstöðu um nám íslenskra barna og unglinga. Hvað gerist á mörkum skólastiga? Samfella virðist vera mikil á milli skólastiga. Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um ytra skipulag náms; skólaskyldumörk- in, heildarlengd námstímans frá upphafi leikskólagöngu til loka- prófs, löggjöf og stjórnskipan menntamála. Niðurstöðurnar kalla á hispurs- lausar umræður um starfshætti og tengsl skólastiganna þriggja. Þær kalla á margvísleg þróunar- verkefni, breytingar og ígrundun sem og samtal kennara. Þær örva umræður um sjálfstæði nem- enda, inntak náms og ólíka hug- myndafræði kennara. Þær leiða í ljós að við gerum margt vel en draga líka fram vannýtt tækifæri. Rannsókn sem byggir á íslensk- um veruleika Skólaþróun og fag- mennsku í skóla- starfi verður að byggja á rannsókn- um á íslenskum að- stæðum og íslensk- um veruleika. Við á skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkur- borgar hlökkum til að gera gott skólastarf betra með hliðsjón af niður- stöðum rannsóknarinnar. Við lýsum einnig yfir vilja okkar til samræðu og samstarfs við alla hlutaðeigandi um umbóta- verkefni þau sem lagt er til að fara í. Við brýnum sérstaklega mennta- og menningarmála- ráðuneytið og Alþingi til að skoða vel hvaða tækifæri felast í niðurstöðunum til að koma ís- lensku skólakerfi í fremstu röð. Virðing fyrir þekkingu barna og unglinga Börn og unglingar eiga að njóta allra bestu námslegu og félagslegu tækifæra sem til eru. Við getum og eigum að þróa skólastarf á þann máta að virðing sé borin fyrir sjálf- stæði nemenda og þeirri þekk- ingu, kunnáttu og leikni sem nemendur taka með sér frá einu skólastigi til þess næsta. Þeirra þekkingarleit, þroski og velferð skiptir höfuðmáli. Okkar er að breyta, bæta og þróa til að því markmiði sé náð. Rannsóknir dr. Gerðar G. Óskarsdóttur Niðurstöður sem boða breytingar Oddný Sturludóttir Borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs N ú eru um 27.000 einstaklingar á vanskilaskrá og fer fjölgandi. Tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað öllu eigin fé í eignum sínum og sjá fram á erfiðar afborg- anir lána í framtíðinni. Til að bæta hag heimil- anna svo um munar er nauðsynlegt að taka til hendinni. Löngu tímabært er að opna á innflutning landbúnaðarafurða og minnka styrki til landbún- aðar. Þetta gæti lækkað útgjöld meðalfjölskyldu á bilinu 50 til 100 þúsund krónur á mánuði. Það gerist þannig að matvælaverð lækkar og fjölbreyttari mat- væli verða á boðstólum, skattar lækka og vísitölutryggð lán lækka þegar verðlag matvæla lækkar. Ef við horfumst í augu við ástandið og markaðsvæðum landbúnaðinn verður fátt því til fyrirstöðu að gera góðan samning við ESB og flýta upp- töku evrunnar. Verðtrygging verður þá óþörf og vextir lækka. Það verður stöðugleiki. Þetta er besta kjarabót sem hægt er að koma við á næstu árum, en þetta tekur tíma. Að sjálf- sögðu eru skuldaleiðréttingar vegna forsendubrests vegna hrunsins í skoð- un, en það er einskiptis aðgerð. Undanfarin 30 ár höfum við dregist aftur úr Norðurlandaþjóðunum og Bretlandi um 0,4% á ári að jafnaði hvað varðar þjóðarframleiðslu. Þjóðar- framleiðslan segir til um hvað er til skiptanna milli heimilanna í landinu. Á næstu áratugum verður hún að aukast hraðar en verið hefur svo að lífskjör okkar verði ekki síðri en nágrannaþjóðanna. Þær munu einnig auka sína framleiðslu þannig að það þarf ekki bara einhverja aukningu, það þarf góða aukningu svo fólk tolli hér. Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður munu líklega ekki vaxa mikið úr þessu. Vöxturinn verður í nýjum útflutningsatvinnu- greinum. Eftir 20 ár þurfa þær að standa undir 50% þjóðarframleiðslunnar. Ferðaþjónusta stendur nú þegar undir 20%. Hátækniiðnaður eins og Marel, Össur og Actavis, skapandi starfsemi svo sem hjá tölvuleikjaframleiðand- anum CCP og kvikmyndaiðnaður geta vaxið en til þess þarf að búa þeim betri efnahagsumgjörð svo þær byggi hér upp og fleiri slík fyrirtæki komi. Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að bæta umgjörðina. Til þess þurfum við traustan gjaldgengan gjaldmiðil, það er evruna og þann stöðugleika og hóflegt vaxtastig sem henni fylgir. Hagstætt verðlag á nauðsynjum kemur öllum til góða og aðgangur að vel menntuðu starfsfólki skiptir miklu fyrir ýmsar atvinnu- greinar. Drögum því ekki ESB um- sóknina til baka. Stöðugleiki og hóflegt vaxtastig fylgir upptöku evru Bætum hag heimilanna Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur Höfundur óskar eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 24. nóvember. Blásum lífi í gömlu góðu gildin okkar, það er alls ekki of seint. 24 viðhorf Helgin 23.-25. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.