Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 30
Flutt til Íslands í vændi Fimmti þáttur Sannra íslenskra sakamála verður sýndur á Skjá einum á mánudagskvöld en þá verður farið yfir mansalsmálið svokallaða sem hófst í október 2009 þegar ung kona frá Litháen trylltist um borð í flugvél Iceland Express. Við eftirgrennslan kom í ljós að til stóð að flytja konuna nauðuga til Íslands þar sem henni var ætlað að stunda vændi. Málinu lauk með fyrstu fangelsisdómum sem kveðnir hafa verið upp á Íslandi fyrir mansal. M ansalsmálið hófst þegar æði rann á nítján ára konu frá Litháen í flugvél Iceland Express sem var á leið frá Varsjá í Póllandi til Íslands. Konan var sögð í annarlegu ástandi og talið að hún væri undir áhrifum fíkniefna þegar hún sló til fólks og lét öllum illum látum um borð. Farþegar að- stoðuðu áhöfnina við að yfirbuga konuna og ekki þótti annað óhætt en binda hana niður í sæti sitt svo hún færi ekki sjálfri sér eða öðrum að voða. Lögregla handtók konuna við komuna til landsins en í fram- haldinu voru þrír litháskir karl- menn, búsettir á Íslandi, handteknir þegar ljóst þótti að selja átti konuna í vændi hér á landi. Málið vatt síðan hratt upp á sig, Íslendingar bendluð- ust við það og fleiri voru handteknir. Þegar mest lét sátu níu manns í gæsluvarðhaldi en þeir tengdust meðal annars innbyrðis í gegnum verktakafyrirtæki í eigu tveggja Ís- lendinga, sem hnepptir voru í varð- hald, þar sem Litháarnir störfuðu. Rannsókn lögreglu teygði anga sína víða og beindist að skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisbrotum. Flókið mál Farið var í sex húsleitir í tengslum við handtökur Íslendinganna og leitað var á heimilum, fyrirtækjum og annars konar húsnæði. Lögregl- an upplýsti að málið væri flókið og í raun fyrsta mál sinnar tegundar á Íslandi þar sem fórnarlamb man- sals var tekið við landamæri lands- ins. Þá torveldaði það rannsóknina að helstu gerendur voru erlendir ríkisborgarar sem gerði alla gagna- öflun erfiðari. „Þetta er umfangsmikil rann- sókn. Menn hafa staðið sig frábær- lega eins og þeirra er von og vísa. Það er mikið undir en við erum alls ekki komin að landi. Mansalsmál eru mjög erfið í sönnun almennt og það varðar ekki bara þetta mál,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum í sam- tali við Víkurfréttir þegar línur voru farnar að skýrast. „Þetta eru erfið mál viðureignar því að í fæstum til- vikum er fórnarlambið samstarfs- fúst, því það er ákveðin ógn sem að því steðjar og ýmsar aðrar ástæður sem þar eru að baki.“ Ömurleg forsaga Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að atburðarásin sem leiddi til þess að konan endaði í örvæntingu í flug- vélinni var ofbeldisfull og ógeðsleg. Konan hvarf frá fjölskyldu sinni í september 2008 og var haldið fang- inni í íbúð í borginni Panevezys í Litháen. Þar var hún barin og haldið í áfengis- og fíkniefnavímu. Þarna var henni haldið í nokkra mánuði og hún neydd til þess að selja sig allt að fimm mönnum á dag. Henni var hótað því að henni yrði hent út um glugga íbúðarinnar sem var á fimmtu hæð, yrði hún ekki við kröfum kvalara sinna. Konan var síðan flutt í annað hús utan við borgina þar sem hún og fleiri konur voru seldar í vændi. Lögregla fann stúlkuna, allslausa og yfirgefna, í húsinu eftir að vegfarandi hafði heyrt neyðaróp hennar. Þegar hún fékk frelsið dvaldi hún hjá systur sinni í Vilníus í nokkra mánuði en hvarf síðan í mánuð. Síðan kom hún í fylgd tveggja manna og sagðist annar þeirra vera unnusti hennar og brúð- kaup væri á næsta leiti. Daginn eftir reyndu mennirnir tveir að fjar- lægja konuna nauðuga af heimili systurinnar sem þeir beittu ofbeldi í atganginum. Henni tókst að hrópa á hjálp og mennirnir létu sig þá hverfa. Skúrkarnir náðu konunni síðar aftur á sitt vald og héldu áfram að selja hana. Um þetta leyti kynntist hún manni sem bauðst til þess að senda hana til Íslands þar sem hún gæti fengið vinnu. Maðurinn og vinkona hans klipptu konuna, lit- uðu hár hennar og útveguðu henni vegabréf og flugmiða til Íslands. Tímamótadómar Konan og aðrar konur sem tengd- ust málinu hér heima nutu lög- regluverndar og þótt framburður konunnar þætti reikull og rugl- ingslegur þótti ljóst að hún væri fórnarlamb mansals og flöktið í frásögn hennar mætti rekja til sálrænna áfalla sem þekkt eru hjá fólki í þessum aðstæðum þar sem ofbeldismenn brjóta fórnarlömb sín niður og senda þau til landa þar sem þau þekkja engan og treysta glæpamönnum betur en lögreglu. Framburður Litháanna fimm, sem handteknir voru, þótti ótrú- verðugur og hafið yfir allan vafa að stúlkan hafi verið flutt til Ís- lands með blekkingum til þess að stunda vændi. Rannsókn á öllum Íslendingunum sem handteknir voru, fyrir utan einn, var hætt en sá var sýknaður fyrir dómi. Stúlkan sagðist fyrir dómi aldrei hafa séð þann mann og málsgögn og fram- burður vitna þótti ekki benda til sektar hans. Litháarnir fimm fengu hins vegar dóma fyrir mansal og eru þeir fyrstu sem dæmdir eru fyrir mansal á Íslandi. toti@frettatiminn.is Þórarinn Þórarinsson Níu manns sátu á tímabili í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins sem lauk með dómum yfir fimm mönnum frá Litháen. Konan hafði mátt þola ótrúlegt harðræði og grimmd í Litháen áður en hún var send til Íslands í þeim tilgangi að selja hana í vændi. Sá skepnuskapur sem kvalarar hennar beittu er dæmigerður fyrir aðferðir mansalsdólga þegar þeir brjóta fórnarlömb sín niður. Rannsókn lög- reglu leiddi í ljós að atburðarásin sem leiddi til þess að konan endaði í örvæntingu í flug- vélinni var ofbeld- isfull og ógeðsleg. ALL BAJA MTZ RADIALS FEATURE Laugavegi 25 - S: 553-3003 H ö n n u n a r h ú s gjöfin þín fæst í Hrím! www.hrim.is Skoðið úrvalið og bloggið okkar OPIÐ alla daga Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í janúar og febrúar ef næg þátttaka fæst: Í málmiðngreinum, snyrtigreinum, bílgreinum og hönnunar- og handverksgreinum. Umsóknarfrestur er til 1.desember. Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af náms- samningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfaraskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2012. Kostnaður próftaka s.s efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is 30 sakamál Helgin 23.-25. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.