Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 36

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 36
E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 3 12 siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. eftir honum“) þegar hann gekk til liðs við frægan dansflokk. Í vetur mun Ís- lenski dansflokkurinn sýna verk eftir strákinn og er Katrín að vonum stolt af sínum. Það var samt ekki langt í fordómana þegar Frank Fannar var yngri og í dansnámi. „Þetta var stund- um svoldið tabú í hans kreðsum. Við- horfið í samfélaginu hefur sem betur fer breyst frá því þá en enn eigum við töluvert langt í land.“ Aðspurð um hvað veldur því að við séum ekki komin lengra þá segir hún þetta oft vera sök okkar foreldr- anna. „Af hverju sendum við syni okkar bara í fótbolta? Oft erum við að yfirfæra okkar eigin fordóma yfir á börnin. Ég vil hinsvegar benda fólki á að það er frábær undirbúningur undir lífið að vera í dansi. Það sýnir líka eftirspurnin og í dag eru allir listdans- skólar löngu sprungnir.“ Eftirspurnin eftir námi í dansi hefur líka skilað sér í auknu áhorfi á sýningar hjá Íslenska dansflokknum í tíð Katrínar. Hvort kom á undan eggið eða hænan í því efnum skal látið ósagt en dansinn er inni. Nú er líka komið háskólanám í dansi en fyrir örfáum árum hóf Listaháskólinn að kenna dans. Í því námi er einn strákur og eins og frægt var í fréttum síðustu viku þá deilir hann sturtu með stelp- unum. Það hlýtur samt að standa til bóta því fleiri og fleiri strákar eru að byrja að dansa. Shakira og So You Think You Can Dance Katrín flutti heim frá Köln gagngert til að taka við Íslenska dansflokknum. Hún hafði fengið frábært uppeldi hjá Tanz-Forum undir dyggri stjórn Jochen Ulrich sem var brautryðjandi og goðsögn hvað nútímadans í Þýska- landi varðar, líkt og Pina Bausch. Þau eru reyndar bæði látin í dag, Jochen og Pina, en Katrín var ávallt mikill aðdáandi Pinu og sótti allar sýningar hennar meðan hún bjó í Þýskalandi. Það sem höfðaði meðal annars svo sterkt til hennar varðandi Pinu var að hún laðaði að sér dansara sem voru sterkir karakterar. Hún gerðist einu sinni svo fræg að hitta Pinu og það var eftir að Katrín kom heim til Íslands Katrín er ein af dómurum vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins. og Gíó, maðurinn hennar, sem þá var Borgarleikhússtjóri (um tíma var hann leikhússtjóri Borgarleik- hússins og hún listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins sem er í sama húsi) flutti Pinu og dansflokk hennar til landsins. „Allt í einu sat átrúnaðargoðið mitt bara heima í stofunni hjá mér,“ segir Katrín sem hefur sjálf sett mark sitt mjög á íslenskt danslíf. Fyrir henni er þetta líka hugsjón („það verður engin dansari út af laununum því þau eru ömurleg“) og henni er mikið niðri fyrir þegar hún talar um að hefja dansinn til vegs og virðingar. Hennar framlag hefur samt verið áreynslulaust. Það er eins og velgengnin hreinlega leiti hana uppi. Hún fór að dansa í Köln af því hún kynntist Jochen þegar hann setti upp sýningu hér heima. Katrín samdi líka dansa fyrir Shak- iru af því að hún sá stuttmynd sem Katrín og Reynir Lyngdal gerðu sem part af norrænu verkefni. „Einn daginn mætti ég vinnuna og fékk þau skilaboð að umboðs- maður Shakiru væri að reyna að ná í mig. Ég hélt að það hlyti að vera ein- hvers konar gabb,“ útskýrir Katrín en seinna kom í ljós að Shakira og hennar fólk höfðu leitað logandi ljósi að einhverri „Katrín Hall“ á Íslandi og Katrín endaði með því að semja dans fyrir myndband poppsöng- konunnar. Það kallaði svo á athygli frá So You Think You Can Dance í Bretlandi: „Það var mjög skemmtilegt verk- efni en ögrandi. Þú færð takmarkað- an tíma með dönsurunum og mjög stuttan tíma fyrir framan myndavél- arnir. Svo er það bara bein útsend- ing með Nigel Lithgoe í dómarasæt- inu og eina sem hægt er að gera er að krossleggja fingur og vona það besta.“ Jákvæður dugnaðarforkur Bræður Katrínar, Frank og Bjarni Lárus, segja hana koma fyrir ná- kvæmlega eins og hún er í sjón- varpinu sem dómari Dans, dans, dans. Þar er hún hlý en ákveðin og með að virðist mjög jákvætt lífs- viðhorf. Hún hefur sterkar skoð- anir en þær spegla aldrei neikvætt viðhorf til fólks eða samfélagsins almennt. „Hún hefur alltaf verið ótrúlegur dugnaðarforkur,“ segir Frank og bætir við að stóra systir sín hafi frá upphafi verið algjör töffari. „Hún var alltaf að og tók hluta MR utan- skóla svo hún gæti dansað með Íslenska dansflokknum. Ég var unglingur þegar hún fór til Þýska- lands og maður fann hvað hún var búin að leggja ótrúlega mikið í þetta. Enda var dansflokkurinn sem hún var hjá í níu ár í Þýska- landi ótrúlega flottur.“ Leiðir Franks og Katrínar hafa stundum legið saman uppi í Borgar- leikhúsi. Hann hefur komið að verkum Íslenska dansflokksins sem höfundur tónlistar og þeir Bjarni Lárus taka undir að þeim finnist Katrín frábær stjórnandi og það ekki bara þegar skreyta á jólatréð. Nú er framundan að klára Dans, dans, dans. Katrín kennir auk þess í dansdeild Listaháskóla Íslands. Í desember fer hún og vinnur með sænskum dansflokki, þýskum í janúar og apríl og svo framvegis. Það er margt á teikniborðinu en Katrín hafði ákveðna sýn fyrir sextán árum. Hún breytti íslenska dansflokknum í nútímalegan flokk sem á erindi. Hann hefur sérstöðu og er búinn að skapa sín sérein- kenni. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is 36 viðtal Helgin 23.-25. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.