Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 39

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 39
Afmælisrit skátanna 3 Skátasveitin Rauðskinnur er rótgróin sveit í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði, en sveitin er rúmlega 45 ára gömul. Starf sveitarinnar hefur í gegnum tíðina verið gríðarlega öflugt og þessi langa saga hennar felur vitaskuld í sér fjölmargar sveitarhefðir sem margar hverjar eru tengdar indíánum og þeirra siðum. Meðal annars fara allir meðlimir sveitarinnar í gegnum sérstaka „Rauðskinnuvígslu.“ Vígslan er að indíánasið, en að öðru leyti háleynileg. Í vetur starfa í Rauðskinnum 25 skátastúlkur á aldrinum 10-12 ára sem fást við spennandi verkefni af ýmsum toga. Í sumar tók sveitin þátt í landsmóti skáta og var þar hluti af því mörg þúsund manna tjaldbúðar- samfélagi sem reis á Úlfljótsvatni og stóð um tíu daga skeið. Brölt og bleyta í svonefndu „vatnasafarí“, víkingasmiðjur, siglingar, gönguferðir og söngvar voru á meðal þess sem gerði þessa daga ógleymanlega fyrir Rauðskinnur og alla aðra sem tóku þátt. Á hverjum degi báru skátarnir sjálfir ábyrgð á því að versla og elda hádegismatinn og lærðu sumir af því dýrmæta lexíu – til dæmis Rauðskinnuflokkurinn sem fór offari í beikon-innkaupum fyrsta daginn, en sýndi í framhaldinu mikla útsjónarsemi til þess að feta sig í átt að heilbrigðara mataræði. Núna á haustmánuðum hafa Rauðskinnur meðal annars spreytt sig á ljósmyndamaraþoni og þæfingu, kynnt sér lífríki fjörunnar í Hafnarfirði og unnið verkefni um frið. Einnig fór sveitin í útilegu í skála sem heitir Hverahlíð og er staðsettur á svæði þar sem símasamband er af skornum skammti. Úrhellisrigning ákvað að taka þátt í gönguferð sveitarinnar en skátahetjurnar létu það ekki stöðva sig og héldu ótrauðar áfram. Þó er ekki hægt að neita því að kamínan góða í skálanum hafi verið vinsæl þegar snúið var til baka og tóku margar ákvörðun um að pakka fleiri sokkapörum í næstu ferð. Allt er breytingum háð og það á líka við um skátastarf. Með tíma og tækniframförum breytist eðli verkefna og samskipta, en þó erum við skátar svo lánsöm að vissir hlutir breytast seint. Fyrir 45 árum fóru Rauðskinnur líka í útilegu í skála sem heitir Hverahlíð. Þar var eflaust rigning og þar voru engir símar. Þar voru vissulega ævintýri, spenna, vinátta og skátar sem fengu að búa að sinni Rauðskinnureynslu um aldur og ævi. Ævintýri og óformlegt reynslunám Skátahreyfingin hefur það að markmiði sínu að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Börn og ungmenni sem taka þátt í skátastarfi upplifa ævintýri ásamt vinum sínum í skátaflokknum. Skátinn lærir að setja sér raunhæf markmið og takast á við persónulegar áskoranir. Þannig er skátastarf vettvangur þar sem skátinn þroskar með sér hæfileika á hinum ýmsu sviðum, án þess að vera mjög meðvitaður um það á meðan á því stendur. Nám skátans fer því fram í gengum leiki og samvinnu, ólíkt hefðbundnu, formlegu námi, en er um leið vel skipulagt, formað kerfi með skýrum gildagrunni, sem hver og einn á auðvelt með að tileinka sér á sinn eigin hátt. Því má segja að skátastarfið sé spennandi ævintýri fyrir börn og ungmenni, starf sem hefur skýr uppeldismarkmið sem fullorðnir foringjar kunna góð skil á hvernig best er að ná með skátaaðferðinni. Leiðtogi í eigin lífi Skátastarf fer fram í smáum einingum sem kallast skátaflokkar. Flokkarnir byggjast upp á 5-8 manna teymi skáta á svipuðum aldri, þar sem hver skáti hefur sitt hlutverk og tekur virkan þátt í skipulagningu og ákvarðanatöku innan hópsins. Skátaflokkarnir öðlast aukið sjálfstæði eftir því sem skátarnir eldast, en þó er mikil áhersla lögð á virka þátttöku þeirra allt frá unga aldri. Þegar ungmenni ljúka hefðbundnu skátastarfi um 22 ára aldur hafa þau fengið sérlega góð verkfæri og reynslu af notkun þeirra til að taka sjálf við sínu eigin uppeldi og verða leiðtogar í eigin lífi. Skátastarf stefnir að því að bæta heiminn með því að styrkja einstaklinginn og þjálfa hann til sjálfsnáms. Það er sérstaða þess. Afurð skátastarfs sjáum við í mörgum atkvæðamiklum einstaklingum víðs vegar í þjóðfélaginu. Hjálparsveitarfólk hefur oftar en ekki skátabakgrunn, fólk í framvarðarsveit ýmissa verkefna á sviði lýðræðis og mannréttinda, leiðsögumenn í ferðaþjónustu og svo mætti lengi telja. Allt er þetta fólk sem gerir samfélagi okkar oft og tíðum mikið gagn sökum frumkvæðis og ósérhlífni. Lýðræði og mannréttindi Með sérstökum lýðræðisleikjum hafa skátarnir áhrif á verkefnaval flokksins síns og skátasveitarinnar og læra þannig um leið að þátttöku í ákvarðanatöku stærri hóps fylgir einnig ábyrgð. Af því að skátastarf er frábær vettvangur fyrir tilraunastarfsemi. Skátinn er sífellt að öðlast reynslu af einhverju sem hann hefur aldrei gert. Að auki vinna skátaflokkar þannig að skátarnir fá að spreyta sig á mismunandi hlutverkum innan flokksins auk þess að vera fulltrúar síns hóps í lýðræðislegum ákvörðunum með öðrum flokkum. Skátarnir læra að færa rök fyrir hugmyndum sínum og skoðunum í flokknum og innan sveitarinnar sem flokkarnir mynda í hverju félagi. Þeir læra það í gegnum skemmtilega leiki og í hópi jafningja þar sem enginn er öðrum æðri í flokknum. Stærsti vinahópur í heimi Önnur sérstaða skátastarfs er tenging þess við sterka alþjóðahreyfingu skáta. Stígandi skátaaðferðarinnar sem notuð er markvisst í skátastarfinu gerir ráð fyrir því að einstaklingurinn þrói með aldrinum með sér tenginu út fyrir föðurland sitt og hugsi um heiminn sem eina heild, heim sem kemur okkur öllum við. Á alþjóðavísu bjóðast, eftir því sem skátarnir verða eldri, sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum verkefnum með skátum frá flestum löndum heims, með stuðningi alheims- hreyfingarinnar. Með því að vera skáti má þannig segja að barnið verði hluti af stærsta vinahópi í heimi, þar sem hvar sem er í heiminum getur það átt von á að hitta jafnaldra sem hefur sama skátabakgrunn og sama gildagrunn. Reynslan sýnir að alþjóðlegt starf skátahreyfingarinnar hefur alið af sér vináttu milli þjóða, oft ævilanga. Slík vinátta er góður grunnur að því að bæta heiminn dag frá degi... Bætum heiminn alla ævi, eitt sinn skáti ávallt skáti! Skátastarf Indíánasiðir og ævintýri Ævintýri og óformlegt reynslunám. skátahreyfingin hefur það að markmiði sínu að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Stúlkurnar í fálkaskátasveitinni Rauðskinnum takast á við ýmis spennandi verkefni á skátafundum, en hér má sjá nokkrar stúlkur úr sveitinni með þæfð listaverk úr íslenskri ull. á Íslandi eru um 200 starfandi skátasveitir á mismunandi aldursbilum. hér segir Una Guðlaug Sveinsdóttir frá starfi í fálkaskátasveitinni rauðskinnum, en fálkaskátar eru á aldrinum 10 til 12 ára. SKÁTASVEIT Í FÓKUS Til hamingju með 100 ára afmælið! Ul la rf at na ðu r í útivistina! skemmtilegt ævintýri með skýr uppeldismarkmið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.