Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 49

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 49
Afmælisrit skátanna 13 Í öllu starfi sínu læra skátar að gera áætlanir og vinna svo að verkefnum í sameiningu. Það er líka góðra skáta siður að bera umhyggju fyrir náttúru landsins og njóta hennar á þann hátt að sem minnst rask verði af. Af þessu getur allt útivistarfólk lært. Áætlanagerð Mikilvægi þess að gera ferðaáætlun, hvort sem um lengri eða styttri ferðir er að ræða, verður seint ofmetið. Skrifaðu niður nákvæma leiðarlýsingu, hverjir eru með í för, hvernig þið eruð búin og hvenær þið ætlið að vera búin að skila ykkur aftur heim. Ferðaáætlunin er svo skilin eftir hjá einhverjum niðri í byggð sem hefur það hlutverk að hafa samband við 112 ef hópurinn skilar sér ekki á réttum tíma og ekki næst samband við hann. Ferða áætlunin gefur þá leitarhópum góða vísbendingu um hvar skal byrja að leita og hverjum er verið að leita að. Það sparar þann tíma sem getur skipt sköpum. Eins og gefur að skilja er ferðaáætlunin lítils virði án öryggisfulltrúans í byggð. Því skal velja hann af kostgæfni og tryggja að hann skilji hlutverk sitt. Samvinna Það segir fátt af einum. Þess vegna ferðumst við fleiri saman og höldum hópinn. Þannig getum við fylgst með hvoru öðru, veitt stuðning og hjálp þegar við á og haft af hvoru öðru félagsskap. Ef í harðbakkann slær eru tvö höfuð betri en eitt, og átta höfuð jafnvel enn betri. Þurfi að skipta hópnum upp er mjög áríðandi að aldrei sé neinn einn á ferð. Þegar ferðast er í hóp opnast líka fyrir möguleikann á að dreifa sameiginlegum farangri á milli manna, til að létta öllum byrðar. Fimm manna gönguhópur þarf til dæmis ekki fimm prímusa, fimm tjöld eða fimm skóflur. Að virða náttúruna Við búum í landi sem er heimsfrægt fyrir náttúru sína. Sú náttúra er viðkvæm og þarf á því að halda að þeir sem um hana fara beri hag hennar fyrir brjósti. „Skiljum ekkert eftir nema létt fótspor og tökum ekkert með okkur nema myndir og minningar,“ er stundum sagt. Víða um land er umgengni og átroðningur slíkur að umhverfið er orðið óþekkjanlegt og mengað og hefur misst aðdráttarafl sitt. Slíkt kemur sér illa fyrir okkur öll og það ætti að vera kappsmál fyrir alla ferðalanga að halda náttúru landsins ósnortinni og fallegri. Við skulum muna að taka með okkur allt rusl, hreyfa ekki við gróðri og dýralífi að óþörfu og skilja ekki eftir okkur óþarfa ummerki. Við kveikjum ekki elda nema á tilætluðum stöðum, stillum umferð manna og dýra um viðkvæm svæði í hóf og tökum tillit til annarra ferðalanga. Reynslumiklir skátar hafa ýmislegt fleira í pokahorninu þegar kemur að útivist, en flestir eru þeir líklega sammála um eitt: Það allra mikilvægasta sem útivistarfólk þarf að muna, þegar það er statt fjarri mannabyggðum, er að staldra aðeins við og njóta þess að vera í hreinu, öruggu og stórfenglegu umhverfi. Það eru forréttindi að hafa aðgang að íslenskri náttúru allt árið um kring, Íslendingar ættu alltaf að vera þakklátir fyrir það. útivist og fjallgöngur hafa notið aukinna vinsælda meðal Íslendinga á síðari árum. það er ekki ofsögum sagt að þar séu skátarnir á heimavelli, enda hafa þeir þrammað um íslenskar óbyggðir í 100 ár. Elín Esther Magnúsdóttir, skáti, björgunarsveitarkona og höfundur bókarinnar Góða ferð gefur hér nokkur góð ráð. Útivistarráð úr skátastarfi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.