Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 51

Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 51
Afmælisrit skátanna 15 J. Frank Michelsen úrsmíðameistari, stofnandi Michelsen úrsmiða, á kontór sínum á Sauðárkróki, ca. árið 1920. Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is Úrsmiðir síðan 1909 Í fjórar kynslóðir hafa Michelsen úrsmiðir þjónustað Íslendinga af þeirri sérþekkingu og hæfni sem reynslan hefur kennt þeim og gengið hefur áfram innan fjölskyldunnar, mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Í tilefni 100 ára afmælis Michelsen úrsmiða árið 2009 voru Michelsen úr endurvakin eftir 70 ára hlé. Reykjavík 64°N/22°W. Vandað mekanískt sjálfvinduúrverk, 316L stálkassi með rispufríu safírgleri. Svört, steingrá eða silfurlit skífa og 15 mismunandi handgerðar leðurólar í boði. Úrin eru sérframleidd í númeruðu og takmörkuðu upplagi. „Það er ósk mín og trú, að skátaskólinn á Úlfljótsvatni og Úlfljótsvatn eigi um langa tíð að verða miðstöð skátastarfseminnar á landinu. Hvernig starfsemin á að vera, er önnur saga. Aðalatriðið er, að starfsemin sé svo rúm og óbundin, að hún fullnægi þörfum hvers tímabils og leysi þau vandamál, sem mest aðkallandi eru á hverjum tíma. Hættulegt er að binda stofnun í of fastar skorður. Fjölbreytni og frjálsræði er grundvöllur hins lifandi starfs, undirstaða lýðræðis og menningar.“ Svo ritaði Jónas. B Jónasson, fyrrum skátahöfðingi, í Morgun- blaðið árið 1950 og hafa orð þessi verið eins konar leiðarljós skáta við uppbyggingu Úlfljótsvatns til framtíðar. Starfsemi staðarins hefur vissulega breyst og tekið miklum stakkaskiptum á þeim rúmlega 70 árum sem skátar hafa fengið að njóta þess að dvelja í þessari einstæðu náttúruperlu sem Úlfljótsvatn er. Þó hefur starfsemi staðarins ævinlega byggst fyrst og fremst á því að veita íslenskum ungmennum færi á að kynnast náttúrunni og skátafræðum á ævintýralegan hátt. Annað heimili hvers íslensks skáta Skátar landsins hafa oft orð á því að það sé eins og að koma heim þegar maður kemur á Úlfljótsvatn, enda hafa flestir skátar landsins dvalið margsinnis við vatnið bláa og tekið þar þátt í námskeiðum, útilegum og stórmótum. Sumarbúðir sem reknar eru fyrir börn, á Úlfljótsvatni, gefa íslenskum krökkum tækifæri til að taka sín fyrstu skref í útivist og eignast nýja vini. Sumarbúðirnar skjóta þannig enn styrkari stoðum undir frekari uppbyggingu staðarins. Staðurinn hefur alla burði til þess að vera vettvangur fyrir mörg þúsund manna tjaldbúð, en Bandalag íslenskra skáta heldur þar reglulega stórmót af ýmsu tagi. Fimm stjörnu tjaldsvæði Tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn er opið almenningi yfir sumartímann og hefur notið einstakra vinsælda meðal fjölskyldufólks því þar er margvísleg afþreying og þjónusta í boði. Tjaldsvæðið getur hvort heldur sem er tekið við stórum hópum eða einstaklingum. Á svæðinu eru íþrótta- og leikjasvæði, þrautabrautir, klifurturn, bátaleiga og veiðiaðstaða. Úlfljótsvatn er örskammt frá mörgum þekktustu sögu- og náttúruperlum landsins og hentar staðsetningin því vel þeim sem þangað vilja sækja sér unun og upplifun. ÚTILÍFSMIÐSTÖÐ SKÁTA VIÐ ÚLFLJÓTSVATN Undraland við Úlfljótsvatnið blátt Alþjóðastarf er stór þáttur í skátastarfi og á ári hverju fer fjöldinn allur af skátum til útlanda á skátamót og ráðstefnur af ýmsum stærðum og gerðum. Hvort sem um er að ræða alþjóðleg stórmót eða námskeið með nánum hópi skáta að nema skátafræðin, þá er upplifunin yfirleitt ógleymanleg fyrir þátttakendur. Áfangastaðirnir eru fjölmargir, allt frá norrænum nágrannalöndum til framandi slóða hinu megin á hnettinum. Til að mynda fóru fjórir skátar í helgarferð til Singapúr í vor, en þangað eru ríflega ellefu þúsund kílómetrar. „Okkur var boðið að fara út á vegum verkefnisins Boðberar friðar,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, 26 ára skáti. „Námskeiðið var mjög alþjóðlegt, en það sóttu um 70 skátar frá 30 þjóðlöndum. Markmið námskeiðsins var að gera okkur að eins konar erindrekum verkefnisins og það var mikil áskorun að vinna með svo fjölþjóðlegum hópi skáta, því öll höfum við jú mismunandi hugmyndir um frið.“ Bandalag íslenskra skáta er aðili að tveimur alþjóðlegum samtökum skáta, WOSM og WAGGGS, en í þeim eru yfir 41 milljón félagar samtals. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, formaður alþjóðaráðs Bandalags íslenskra skáta, segir það mikilvægt fyrir skáta að fá tækifæri til þess að stunda alþjóðastarf því það víkki sjóndeildarhringinn og þroski einstaklinginn. „Með því að taka þátt í alþjóðastarfi á skátinn auðveldara með að kynnast öðrum menningarheimum og lærir að setja sig í spor annarra. Þannig getur skátinn tileinkað sér tillitsemi og umburðarlyndi sem stuðlar að meiri skilningi manna á meðal.“ Hún bendir á að „skátar um allan heim tengist í gegnum sameiginleg gildi og sameiginlegan áhuga á útilífi, umhverfismálum, samfélagi heimsins og bræðralagi manna á milli. Það þroskar okkur sem virka og ábyrga einstaklinga og eflir sjálfstraust að taka þátt í alþjóðastarfi skátanna.“ ALþJÓÐAVÍdd Í SKÁTASTARFI Í helgarferð til Singapúr Á ári hverju stunda fjölmargir íslenskir skátar skátastarf á erlendri grundu og fá þannig tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.