Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 55

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 55
Afmælisrit skátanna 19 Sími 555 3100 www.donna.is Til hamingju skátabræður og -systur! Skátar eru ávallt viðbúnir með búnað frá Donnu ehf. Sáraumbúðir - brunaumbúðir - Travel John ferðaklósett - Blister-O-Ban bóluplástur á bólur spelkur - hálskragar - sjúkrabörur - sjúkratöskur hjartastuðtæki - endurlífgunarbúnaður o.fl Þó að úti geysi hráslaglegt vetrarveður er hlýlegt um að litast á heimili Maríu við Vesturgötu þar sem hún leyfir kaffinu að malla í pressukönnunni á meðan hún teygir sig í konfekt úr háum hornskáp í eldhúsinu. Maríu Ellingsen þekkja margir af leiksviðinu og hvíta tjaldinu en færri átta sig kannski á að í henni slær skátahjarta, -og hefur gert síðan hún var 11 ára! Hvað er þér minnisstæðast úr skátastarfinu þegar þú varst barn? Ég byrjaði í Haförnum daginn sem ég mátti byrja og var lengi búin að bíða spennt. Mér fannst ég strax alveg ofboðslega rík, því að það að hefja skátastarf er næstum eins og að fá vegabréf að heilu ríki. Ég tilheyrði strax risastóru samhengi þar sem ég eignaðist svo mikið bakland. Ég var ekki bara einhver 11 ára krakki, heldur partur af alheimshreyfingu skáta þar sem allir voru vinir. Þetta var í raun öflugra en þegar facebook kom fram á sjónarsviðið, allt í einu átti maður inni milljón vinabeiðnir. Hvaða ævintýri biðu þín í skátastarfinu? Mesta ævintýrið var tímælalaust að fá að kynnast náttúru Íslands; þegar maður fór að lesa þetta land, labba um þetta land og eignast þetta land. Náttúran á Íslandi getur verið svo mögnuð að maður verður stundum við hræddur við kraftinn í henni. Í skátunum lærði maður að búa sig vel og rata, þannig að manni var óhætt að fara út og lenda í þeim ævintýrum sem náttúran bauð upp á. Þannig stækkaði í raun tilveran aftur. Fyrst eignaðist ég óteljandi vini og nú eignaðist ég allt þetta land. Þetta hvoru tveggja jók sjálfstraustið. Í skátastarfi fá allir að njóta sín á sínum eigin forsendum. Ef maður er með leiðtogahæfileika er maður gerður að foringja og ef manni finnst gaman að teikna er maður gerður að skrautskrifara. Þannig fá allir hlutverk við sitt hæfi og fá að njóta sín í verkefnum sem eru krefjandi sem maður ræður samt við. Hvaða hlutverk var þér falið? Ég var snemma gerð að foringja. Ég er alveg rosalega góð í að halda utan um hóp, hafa yfirsýn, skipuleggja og stýra. Í skátunum fékk ég að þroska þann hæfileika. Þegar ég er að stjórna einhverju, hvort sem það er fundur, leikrit eða eitthvert verkefni, þá set ég mig í sömu spor og ég gerði sem ungur skátaforingi. Ég set mig í spor leiðangursstjóra. Það er hópur sem vill fara eitthvað og maður leiðir hópinn í stað þess að skipa honum fyrir eða ráðskast með hann. Þetta er einfaldlega ferðalag, ég er með yfirsýnina og landakort í höndunum og passa upp á að allir komist sameiginlega frá A til B. Hvað úr þínu skátastarfi nýtir þú þér í starfi þínu? Ævintýrin! Í skátunum bjó maður til ævintýri úr engu, sem er nákvæmlega það sem maður gerir í leikhúsinu. Svo eru hvers kyns hæfileikar sem maður tileinkaði sér í skátastarfi sem nýtast mér mikið í dag; að vera skapandi, úrræðagóður og sjá lausnir frekar en hindranir. Ég lærði líka að taka frumkvæði og ábyrgð. Í staðinn fyrir að sitja og kvarta yfir ókostum í samfélagi og stjórnkerfi, þá reyni ég alltaf að hugsa: „Hvað get ég lagt af mörkum til að bæta samfélagið?“ -skrifa bréf, tala við einhvern, halda þjóðfund eða jafnvel stofna baráttusamtök. Það þýðir ekki að sitja aftast í rútunni og kvarta og kveina! Hvað er það í skátastarfi sem höfðar svona til þín? Þessi sterku gildi. Það sem maður gerir verður að vera byggt á sönnum gildum. Ég held að gildin í skátastarfi komi til með að ná til ungs fólks um alla framtíð, því þegar gildi eru djúp þá eru þau eilíf. Gildin sem ég tengi til að mynda mikið við er að bera virðingu fyrir öðrum og umhverfinu. Það að vera náttúruvinur hefur verið mér mjög hugleikið, því við byggjum lífið á náttúrunni og getum ekki skilið okkur frá henni. Ég nota mikið af mínum frítíma til þess að standa vörð um náttúruna annars vegar og vera út í náttúrunni hins vegar. Af hverju ættu foreldrar að senda börnin sín í skátana? Því þetta er einfaldlega einstakt lífsleikni- og lífsgleði-prógramm! Eignaðist óteljandi vini Í skátastarfi fá allir að njóta sín á sínum eigin forsendum MARÍA ELLINGSEN - LEIKKONA maría ellingsen er leikkona, mamma, náttúrubarn og hugsjónarkona sem átti þátt í að stofna framtíðarlandið og skipuleggja þjóðfundinn 2009.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.