Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 59

Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 59
Afmælisrit skátanna 23 1. Taktu gamlan stuttermabol, til að mynda gamlan sumarbúðarbol sem barnið hefur vaxið upp úr. 3. Klipptu um það bil 5 sm raufir upp í faldinn. 2. Klipptu ermarnar og hálsmálið af, eins og sýnt er á myndinni. 4. Hnýttu rembihnút á tvo og tvo enda. 5. Þú hefur búið til einstakan innkaupapoka og komið fram af virðingu við náttúruna! Umhverfisvænn innkaupapoki plast er gert úr olíu sem myndast á mörgþúsund árum, djúpt í jarðlögunum.  ef þú kaupir plastpoka í hvert sinn sem þú ferð í stórmarkaðinn og verslar í matinn ertu því ekki aðeins að eyða 20 krónum á hvern poka (160kr á viku, 8.320kr á ári) heldur einnig dýrðmætum auðlindum! hér eru leiðbeiningar að því hvernig þú getur breytt gömlum, ónothæfum stuttermabol, í suddalega flottan innkaupapoka án þess að þurfa að taka upp nál og tvinna! FyRIR FJÖLSKyLdUNA Á leið á landsmót LITASAMKEPPNI SKÁTA Þessir skátar eru á leiðinni á skátamót og hlakka mikið til að lenda í alls kyns ævintýrum. Getur þú litað þau á skemmtilegan hátt? Sendu myndina þína með nafni og aldri í Skátamiðstöðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík eða innskannaða á skatar@skatar.is fyrir 20. desember og þú gætir unnið glæsilega hettupeysu. Myndina má líka nálgast á www.skatar.is/litamynd ef fleiri á heimilinu vilja spreyta sig.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.