Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 66

Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 66
42 heilsa Helgin 23.-25. nóvember 2012  Hráfæði Sólveig eiríkSdóttir Hollir og bragðgóðir eftirréttir Sollu Sólveig Eiríksdóttir gaf út nýja hráfæði eftirréttabók á dögunum. Uppskriftirnar er allar miðaðar við lífrænt og hollt hráefni og því ómissandi fyrir sælkera sem vilja huga að heilsunni í kringum há- tíðirnar. Sólveig vann nýverið til tvennra verðlauna og var útnefnd besti hráfæðikokkur í heimi. Hún rekur einnig veitingastaðinn Gló. í bókinni hennar Sollu má finna allt frá konfektmolum til risa hnallþóra og er hver uppskriftin annari girnilegri. Við fengum að birta tvær fyrir lesendur Fréttatímans. Brownies uppskrift úr bók Sollu: Botn: 4 dl valhnetur 1 dl kakóduft 1/2 dl kókospálmasykur 1/2 dl döðlur smátt saxaðar 1/2 apríkósur smátt saxaðar 2 msk kaldpressuð kókosolía 1 tsk vanilluduft eða dropar 1/4 tsk kanill Setjið 4 dl ad valhnetum í matvinnslu- vél, stillið á minnsta hraða og malið hneturnar í mjöl. Bætið afganginum af hráefninu út í og blandið þangað til allt loðir saman og myndar deig. Þrýstið deiginu niður í 20x20 cm for. Setjið plastfilmu yfir formið og látið inn í kæli eða frysti í smá stund áður en kreminu er smurt á. Súkkulaðikrem: 1 dl döðlur 1 dl agave síróp 1 dl kakó 1/2 dl kaldpressuð kókosolía 1/4 dl kakósmjör, fljótandi Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél eða kröftugan blandara og blandið þar til kremið er silkimjúkt og kekkjalaust. Ef það er of þunnt má bæta smávegis kókosmjólk út í. Takið botninn úr kæli eða frysti og smyrjið kreminu ofan á. Geymist í viku í ísskáp eða 1-2 mánuði í kæli. Hvítt súkkulaði uppskrift frá Sollu: 2 dl kakósmjör 1 1/2 dl hlynsíróp 1 dl kókosolía 1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst 2 tsk vanilla 1/4 tsk Himalaya salt Bræðið kakósmjör yfir vatnsbaði og setjið kókosolíuna útí. Takið skálina af hitanum þegar allt er bráðið. Blandið hlynsýrópi og kasjúhnetum saman í blandara, hellið þessu í skálina og hrærið saman við ásamt vanillu og salti. Setjið í form og inn í ísskáp.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.