Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 76

Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 76
52 skák Helgin 23.-25. nóvember 2012  Skákakademían Meistarar og skáktúristar í Hörpu Þ að stefnir í mikla veislu á N1 Reykjavíkurskák-mótinu í Hörpu, sem haldið verður í febrúar. Margir sterkir skákmenn hafa þegar skráð sig til leiks og von er á fjölda áhugamanna úr fjarlægum deildum jarðar. Keppendur á síðasta Reykjavíkurskák- móti voru um 200, en Gunnar Björnsson hinn atorku- sami forseti Skáksambandsins, hefur einsett sér að slá það met. Reykjavíkurmótið var fyrst haldið árið 1964. Þá var teflt í 14 manna lokuðum flokki, og meðal keppenda voru Mikail Tal, Friðrik Ólafsson, Svetozar Gligoric og Nona Gaprindashvili, sem lengi var heimsmeistari kvenna. Tal var óstöðvandi á þessu móti, gerði aðeins eitt jafntefli, en Friðrik og Gligoric komu næstir. Síðan hefur Reykjavíkurmótið fest sig í sessi sem eitt áhuga- verðasta mót heims og mun senn fagna hálfrar aldar afmæli. Síðustu þrjá áratugi hefur mótið verið opið, og þar hafa margir af sterkustu skákmönnum heims leikið listir sínar. Meðal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu 2013 verða stórmeistararnir Ivan Sokolov, Nigel Short, Pavel Eljanov og Ivan Cheparinov sem eru í hópi albestu skákmanna heims. Ástæða er til að staldra sérstaklega við Nigel Short (f. 1965) sem er frægasti skákmaður Breta og náði svo langt að tefla um heims- meistaratitilinn við sjálfan Gary Kasparov. Short nýtur mikilla vinsælda og virðingar um skákveröld víða, og fagnaðarefni að hann skuli vera með í Hörpu. Þeir Eljanov (Úkraínu) og Cheparinov (Búlgaríu) eru harð- skeyttir meistarar í grennd við toppinn á heimslistan- um, og Ivan Sokolov er sigursælasti erlendi skákmaður sem teflt hefur á Íslandi. En Reykjavíkurskákmótið er ekki bara hátíð þeirra bestu – því segja má að það sé haldið undir kjörorðum skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Svoköll- uðum skáktúristum fjölgar ár frá ári, og alls voru erlendir keppendur á síðasta móti 130. Nú er reiknað með að erlendir keppendur og fylgifiskar þeirrar verði allt að 200. Hinir erlendu gestir dvelja hér á landi í 10- 12 daga og því ljóst að Reykjavíkurskákmótið er dágóð- ur búhnykkur fyrir ferðaþjónustuna. Seldar gistinætur vegna mótsins fara væntanlega yfir 2000, auk þess sem veitingastaðir munu vitanlega njóta góðs af. Þannig er skákíþróttin sannarlega að skila sínu! Allar sterkustu skákkonur heims úr leik! Heimsmeistaramót kvenna stendur nú yfir í Khanty- Mansiysk í Síberíu. 64 skákkonur hófu útsláttarkeppni, sem einkennst hefur af mjög óvæntum úrslitum. Þannig var Íslandsvinkonan og heimsmeistarinn Hue Yifan slegin út í 2. umferð, sömuleiðis hinar stigaháu skákdrottningar Koneru Humpy (Indlandi), Kateryna Lahno (Úkraínu) og Anna Muzychuk (Úkraínu). Af átta skákkonum sem eftir eru, þegar þetta er skrifað, eru þrjár frá Kína. Sigurvegari mótsins mun tefla einvígi á næsta ári við Hue Yifan, svo aldrei er að vita nema hin geðþekka snilldarvinkona okkar haldi kór- ónu sinni. Skákmaraþon í þágu Barnaspítala Hringsins Eftir viku efnir Skákakademían til skákmaraþons í Kringlunni, þar sem fé verður safnað í þágu Barna- spítala Hringsins. Liðsmenn Skákakademíunnar heimsækja Hringinn vikulega og tefla við hinar ungu hetjur, og þannig kviknaði sú hugmynd að krakkarnir í úrvalsliði akademíunnar söfnuðu peningum til tækja- kaupa fyrir Hringinn. Maraþonið fer fram föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember við Bónus í Kringlunni og eru allir hvattir til að mæta og spreyta sig gegn krökkunum. Skákkunnátta er algert aukaat- riði – þarna gildir að leggja göfugu málefni lið! SkákþrAutin Svartur leikur og vinnur! Tékkinn Hracek hafði hvítt gegn Judit Polgar, bestu skákkonu sögunn- ar, í Istanbul árið 2000. Svarta drottn- ingin er í uppnámi, en Polgar lumaði á algerri sleggju... www.facebook.com/odinsauga ... að Stekkjastaur fari þessa dagana á milli verslana og næli sér í þessa frábæru þrautabók. Nú er bara spurning, hvaða krakkar verða svo heppnir að fá bókina í skóinn? Fjársjóðskistan á metsölulista... ... nýja sígilda ævintýrabókin hreinlega rýkur út, enda ekki skrítið. Hérna er á ferðinni glæsilegt sagnasafn með 18 sígildum ævintýrum. Sögurnar eru passlega langar þannig að hægt er að lesa þær á um fimm mínútum. Heyrst hefur... Sími 866-8800 Ivan Sokolov verður með á N1 Reykjavíkurskákmótinu. Hér teflir hann við Hauk heitinn Angantýsson skákmeistara í Vin. 1.... Bxf3!! 2.gxf3 Dc2 0-1 Hvítur er óverjandi mát! Skákdrottningin Hue Yifan (fyrir miðju) er úr leik á heimsmeistaramótinu. Hér er hún með íslensku skákprinsessunum Doniku Kolica og Elínu Nhung. Lausn á þrautum síðustu viku Vinningshafi síðustu viku er Helgi Hafliðason, Stuðlaseli 44, 109 Reykjavík, og fær hann sendar KenKen talna- þrautabækurnar frá Hólum.  Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv.  Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu.  Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf.  Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar.  Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2- þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling. Svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatím- ans, Sætúni 8, 105 reykja- vík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is Reglurnar eru einfaldar:  verðlaunaÞrautir talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatím- inn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör við gátunum og í hverri viku verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær KenKen- bækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum. Nafn Heimili Sími Netfang

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.