Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 90

Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 90
Áslaug María Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember www.aslaug.is 4. sæti Borko hefur sent frá sér velheppnaða plötu, Born To Be Free. Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir  Borko Önnur Breiðskífa komin út Plötuupptökur eru eins og að smíða hús Önnur breiðskífa Borko, Born To Be Free, er komin út. Mikil þróun hefur orðið í tónlist Borkos á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan fyrri platan kom út. Björn Kristjánsson keyrir frá Drangsnesi til að troða upp á útgáfutónleikunum á laugardagskvöld. m ér finnst ég ekki vera að gera neitt öðruvísi. Mér finnst ég alveg vera að experimenta jafn mikið en ein- hvern veginn virðist sungin tónlist höfða meira til fólks en ósungin,“ segir Björn Kristjánsson tónlistar- maður. Björn gaf á dögunum út aðra breiðskífu sína undir listamanns- nafninu Borko, Born To Be Free. Sú fyrri, Celebrating Life, kom út fyrir fjórum árum. Talsverð þróun hefur orðið í tónlistarsköpun Björns á þessum fjórum árum. Á fyrri plötunni var að mestu ósung- in raftónlist en nú reiðir Björn fram hefðbundari popplög, sungin og mörg hver afar grípandi. Stökkið frá fyrstu plötu að annarri minnir að mörgu leyti á þróun Mugisons á sama tímapunkti. Var platan fjögur ár í vinnslu? „Ég er búinn að vera að vinna að henni í og með síðan fyrri platan kom út. En það hefur ýmislegt annað komið upp á milli, barneign- ir og önnur verkefni. Ætli þetta hafi ekki verið svona eitt og hálft ár í massífum törnum með góðum hléum inni á milli.“ Björn segir að lögin sín verði oft- ast til fyrst á kassagítar eða píanó. Því næst spái hann í útsetningu í tölvunni og þá verði gjarnan til raf- hljóð og fleira. Þá er komið að því að fleira fólk sé til kallað; Maggi trommari og Ingi Garðar sem útsetti strengi og brass á plötunni og þannig mætti áfram telja. Hann fellst á að þetta sé svolítið púslu- spil. „Þetta er svolítið eins og að smíða hús. Ég geri teikningarnar en svo er ég ekkert rosalega flink- ur að draga rafmagn í, þó ég kunni að skipta um peru. Það er kúnst að velja sér rétta samstarfsfólkið sem fattar hvað maður er að fara og getur kastað hugmyndum á milli.“ Aðspurður samsinnir Björn því að raftónlist hafi minna vægi í lögum hans en áður. Hann bendir til dæmis á að mörg nýju laganna hafi orðið til sem raftónlist en þeim hlutum hafi verið ýtt til hliðar þegar platan var mixuð. „Mér finnst nýja platan rökrétt framhald á þeirri fyrri, mér finnst þetta rök- rétt þróun,“ segir Björn. Hann seg- ir jafnframt að það hafi verið erfitt skref að hefja upp raust sína í hljóð- verinu. „Það var skrítið að fara að syngja einn í hljóðverinu. Það tók mig tíma í að manna mig upp í það. En svo var það mjög skapandi ferli að útsetja raddir, að ákveða hversu margar tökur þetta væru og hvort það ætti að nota effekta eða ekki.“ Born To Be Free kom út um heim allan hjá þýska útgáfufyrir- tækinu Sound of a Handshake í byrjun mánaðarins. Björn segir ekkert ákveðið um hvort henni verði fylgt eftir erlendis. Það er enda ekki auðvelt mál því Björn er búsettur á Drangsnesi þar sem hann og kona hans eru kennarar. Aðdáendur Borkos hér á landi þurfa þó ekki að örvænta því út- gáfutónleikar hans verða í Iðnó annað kvöld, laugardagskvöld, klukkan 21. Miðaverð er 1.500 krónur í forsölu á Miði.is en 2.000 krónur við dyrnar. Eins og gestir á nýafstaðinni Airwaves-hátíð geta vitnað um er Björn með einvala lið í tónleikasveit sinni. Þar ber kannski fyrst að nefna Magnús Trygvason Eliassen trommara og Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikara sem báðir hafa leikið með Borko um fimm ára skeið. Auk þeirra eru í bandinu Örn Eldjárn gítarleikari og blásararnir Ingi Garðar Erlendsson og Áki Ás- geirsson. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug alltaf ódýrara á netinu Bókaðu flugið á ernir.is Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is Bíldudalur Reykjavík Gjögur Vestmannaeyjar Höfn Húsavík Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 66 tónlist Helgin 23.-25. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.