Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 94
Helgin 29. júní-1. júlí 2012  Raggi í gRensásvideo KeppiR í MasteRChef Lærði mikið af kokka- þáttum á DVD-diskum Á föstudagskvöld hefjast matreiðsluþættirnir MasterChef Ísland á Stöð 2. Þar keppa vaskir áhugakokkar í eldamennsku undir strangri dómgæslu Ólafs Arnar Ólafssonar, Friðriku Geirs- dóttur og Eyþórs Rúnarssonar. Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvideo, er á meðal keppenda. Hann unir sér best í eldhúsinu og hefur lært ýmislegt af kokkaþáttum sem hann leigir út á DVD-diskum. R agnar Snorrason hefur um langt árabil rekið myndbandaleiguna Grensásvideo, litla leigu sem telst þó til þeirra betri á höfuðborgarsvæðinu þegar úrval er annars vegar. Ragga er fleira til lista lagt en að handvelja gæðaefni ofan í viðskiptavini sína þar sem hann er býsna flinkur við eldavélina. Hann tekur þátt í MasterChef Ísland en vill þó ekki gera of mikið úr hæfileikum sínum í eldhúsinu. „Ja, ég er allavegana með í keppninni eins og kemur í ljós á föstudagskvöld. Annars má maður ekki tala mikið um þetta. Maður er alveg múlbundinn norður og niður,“ segir Raggi. Hann segir eldamennsku hafa verið áhugamál sitt og tómstundagaman í lengri tíma og hann reyni að vera sem mest í eld- húsinu. „Ég er þar þegar ég fæ einhverju ráðið sem er nú ekki alltaf. En ég reyni að vera sem mest við eldavélina.“ Raggi skráði sig ekki til leiks í Master- Chef Ísland, heldur skoruðu dætur sam- býliskonu hans á hann að taka þátt. „Ég vissi ekki einu sinni af þessum þætti fyrr en þær bentu mér á þetta en ég tók auðvitað áskoruninni og fór í þetta.“ Raggi segist aðspurður ekki aðhyllast neinn sérstakan skóla í matargerð sinni. „Ég geri eiginlega bara allt. Ég var náttúrlega að vinna lengi með Kínverjum þegar ég var þjónn á kínverskum stað úti í Noregi og kynntist þeirri matargerð vel. Ég hef líka mjög gaman af því að gera indverskan mat en annars held ég nú eiginlega að ég hafi gert mat frá flestum heimsálfum. Það er eig- inlega alveg sama hvar borið er niður, þótt það hafi kannski ekki alltaf tekist jafn vel.“ Raggi hefur sameinað þetta áhugamál sitt vinnunni og býður á leigunni upp á stórt safn mynddiska um matreiðslu. „Þetta er kennsluefni í matargerð með frægu fólki í þessum bransa að minnsta kosti og ég hef lært mikið í matargerð af þessu efni. Ég er líka með mikið safn af diskum með fólki sem hefur áhuga á því að rækta hráefnið sitt sjálft úti í garði. Það er alltaf gaman að rækta og gera eitthvað úr því sem maður býr til sjálfur.“ Raggi segir ástandið á vídeóleigumark- aðnum vera orðið ansi dapurlegt og sjálfur lifi hann á öðruvísi efni en fólk sæki sér með niðurhali eða á stafrænar myndbandaleigur sjónvarpsstöðvanna. „Þetta er náttúrlega allt á hverfanda hveli og ég veit ekki hvernig þetta endar. Niðurhalið hefur haft lang mest áhrif. Ég held að það fari ekkert á milli mála og það er ekki hægt að keppa við það. Það er varla spurt um nýjar myndir lengur og ég lifi á efni frá BBC og evrópskum myndum einna helst breskum, frönskum og ítölskum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ég reyni að vera sem mest við elda- vélina. Raggi í Grensásvideo er einn þeirra sem taka þátt í MasterChef Ísland á Stöð 2. Fyrsti þátturinn er í kvöl. Ljósmynd/Hari  tónleiKaR eva guðný byRjaði að læRa á fiðlu þRiggja áRa Í heimavist til Englands tólf ára „Jú, það er rétt. Ég flutti til Englands tólf ára,“ segir Eva Guðný Þórarinsdóttir fiðluleikari sem mun halda sína fyrstu einleikstónleika á Íslandi í Norður- ljósasal Hörpu fimmtudaginn 13. desember. Eva hélt utan af því að henni bauðst skólavist við hinn virta Yehudi Menuhin tónlistarskóla í Englandi en þangað komast aðeins útvaldir en um er að ræða heimavist- arskóla. „Ég held að það hafi verið erfiðara fyrir mömmu og pabba að horfa á eftir mér en fyrir mig að fara,“ segir Eva en viðurkennir þó að um mikil viðbrigði hafi verið að ræða. Hún var aðeins tólf ára og fór úr vernduðu umhverfi í Garðabæ í skóla sem minnti helst á Harry Potter söguheiminn. Hún talaði heldur ekki ensku og var því ýtt út í djúpu laugina svo um munar. Nú hefur fórnin heldur betur borgað sig. Eva er atvinnufiðluleikari og spilar oft með Hallé hljóm- sveitinni í Manchester en þar er hún búsett. Hún er tuttugu og sex ára og hefur ekki haldið tónleika á Ís- landi síðan hún fór út tólf ára en hún hafði þá stund- að tónlistarnám á Íslandi síðan hún var þriggja ára. Í fyrra varð hún í þriðja sæti í Carl Nielsen fiðlukeppn- inni í Danmörku og það vakti athygli fólks á Íslandi og þaðan kom hugmyndin að halda hér tónleika sem eru, eins og fyrr segir, í Hörpunni 13. desember. Eva spilar á fiðlu sem smíðuð var af Joseph Rocca 1845 og var áður í eigu Alfredo Compoli. Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is Borgríki á DVD Íslenska glæpamyndin Borgríki, eftir Ólaf de Fleur, er komin út á DVD. Myndin gerði stormandi lukku þegar hún var frumsýnd í kvikmyndahúsum fyrir réttu ári. Hún fékk til dæmis fjórar stjörnur hjá Fréttatímanum í dómi þar sem hún var sögð „fantavel leikin, skemmtilega tekin og eitursvöl í útliti og áferð.“ Leikstjórinn James Mangold stefnir á endurgerð myndarinnar í Bandaríkjunum en Ólafur hefur verið í Los Angeles undanfarið án þess að vilja gefa upp við hvað hann hefur verið að sýsla þar. Hann hefur einnig uppi áform um að gera Borgríki 2 og vonast er til að hún verði tilbúin ekki síðar en 2015. Ingvar E og Ágústa Eva fara með aðal- hlutverk í Borgríki. Tónlistarmennirnir Erpur Eyvindarson og Ásgeir Trausti eru vægast sagt ólíkir í tónlistarsköpun sinni. Þeir hafa engu að síður fundið snertiflöt og sendu í vikunni frá sér saman lagið Hvítir skór. Lagið þykir hljóma vel og þarf ef til vill engan að undra þar sem þarna koma saman þrautreyndur rapphundur og einn allra vinsælasti tónlistar- maður landsins um þessar mundir. Stíll Erps hefur í gegnum árin verið hrár og óheflaður en Ásgeir Trausti hefur slegið í gegn með angurværum lögum sínum. Lagið Hvítir skór verður að finna á væntanlegri plötu Erps. Hvítir skór Ágeirs Trausta Bogi blessar Baggalút Þriðja bókin í flokknum Vís- dómsrit Baggalúts er komin út en fyrir eru í flokknum samhverfusafnið Ridd- araraddir og þjóðháttaritið Týndu jólasveinarnir. Nýja bókin heitir einfaldlega Baggalútsfréttir og í henni er að finna úrval frétta af vefnum baggalutur.is en þar hefur Baggalútur skemmt fólki með kostu- legum fréttaflutningi síðan 2001. Sá reyndi frétta- haukur Bogi Ágústsson ritar formála útgáfunnar þar sem hann fer yfir helstu vinnureglur vandaðra fréttamiðla en hrósar síðan Baggalúti fyrir þverbrjóta í fréttum sínum allar reglur um óhlutdrægni, jafnrétti, sanngirni og heiðarleik. „Þeir gefa skít í Ara fróða, en hafa í heiðri þá gullnu reglu að hafa skuli það sem betur hljómar. Okkur öllum til mikillar ánægju!,“ skrifar Bogi. HRINGURINN EFTIR STRANDBERG OG ELFGREN HÖRKUSPENNANDI FANTASÍA „Sambland af Hungurleikunum og Harry Potter“. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ 70 dægurmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.