Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 6
Fös 18/10 kl. 20 örfá sæti Lau 19/10 kl. 20 örfá sæti Lau 26/10 kl. 20 örfá sæti Lau 2/11 kl. 20 örfá sæti Sýningar hefjast á ný í kvöld! Lau 9/11 kl. 20 örfá sæti Sun 10/11 kl. 20 örfá sæti Lau 16/11 kl. 20 örfá sæti Sun 17/11 kl. 20 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Takmarkaður sýningafjöldi Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Ný verslun í göngugötu Frábærar daglinsur á sama góða verðinu 2.800 kr. pakkinn Áhyggjur af „mið- aldaferlíki“ í Skálholti Skálholtsfélagið hið nýja mun vakta umhverfismál staðarins og gæta þess að spjöll verði ekki unnin á helgum minjum.  Biskupssetur sunnlenskir prestar, skálholtsfélag og fleiri Stjórn Skálholts- félagsins fyrsta starfsárið ásamt vígslubiskupi, Krist- ján Valur Ingólfs- son, Jón Sigurðs- son, Halldóra J. Þorvarðardóttir, K. Hulda Guðmunds- dóttir, Guðmundur Ingólfsson og Karl Sigurbjörnsson. p restar í Suðurprófastsdæmi fund-uðu í liðinni viku og lýstu þar yfir áhyggjum sínum af hugmyndum um byggingu eftirlíkingar miðaldadóm- kirkju í Skálholti. Prestarnir segja í álykt- un sinni að Skálholt sé fjölsóttur ferða- mannastaður og ferðamenn sýni því áhuga sem er þar nú þegar, vegna sögu og helgi staðarins. Það sé frekar í anda Skálholts að efla þá þætti í starfseminni í Skálholti sem lúta að trúarlífi, fræðslu og menningu í landinu en byggja staðinn fyrst og fremst upp sem ferðamannastað. Skólaráð Skálholtsskóla ályktaði í ágúst- lok að öll samningsdrög sem varða „mið- aldadómkirkju“ í Skálholti skyldu kynnt þjóðinni áður en gengið yrði frá samn- ingum við einkaaðila um málið. Ályktunin varð til eftir að skólaráðið hafði kynnt sér umfjöllun um málefnið „miðaldadómkirkja“ í fundargerðum kirkjuráðs þar sem fram kemur að ráðið hafi í júní 2013 samþykkt að ganga til bindandi samninga um uppbygg- ingu og rekstur áðurnefnds húss, löngu áður en vitað er hvar það geti risið, þ.e. áður en deiliskipulag hefur komið fram. Skóla- ráðið telur að almenningur hafi ekki fengið tækifæri til að átta sig á hugmyndinni, því ekki er um kirkju að ræða heldur „tilgátu- hús“ sem ekki er augljóst hvaða starfsemi skuli hýsa, eins og segir þar. Fram hefur komið að Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður er mjög gagn- rýnin á hugmyndir um að reisa miðalda- kirkju í Skálholti. Haft var eftir henni að eftirlíkingar eins og miðaldakirkja í Skálholti geti skaðað sögustaði. Þá sagði Vésteinn Ólafsson, fyrrverandi prófessor, að eftirlíking miðaldakirkju í Skálholti yrði furðuverk. Hugsanleg eftirlíking miðaldakirkj- unnar byggir á kirkju í Skálholti sem sögð var stærsta timburbygging Norðurlanda á sínum tíma. Stofnkostnaður við hana var áætlaður um hálfur milljarður króna og var ætlað að aðgangseyrir stæði undir kostnaði. VSÓ Ráðgjöf vann að undirbún- ingi og þróun verkefnisins. Skálholtsfélagið nýja er félag sem stofn- að var á liðnu sumri. Því er meðal annars ætlað að efla Skálholt sem helgistað, kyrrðar- og menntasetur og eiga samráð við stjórnendur Skálholts og aðra er málið varðar um uppbyggingu og framtíðarsýn staðarins og taka þátt í skipulagningu og framkvæmd starfseminnar. Þá ætlar félagið að vakta umhverfismál Skálholts- staðar og gæta þess að spjöll verði ekki unnin á helgum minjum staðarins. Jónas Haraldsson jona@frettatiminn.is Tölvugerð mynd af eftirlíkingu miðaldakirkju í Skálholti. Mynd/Miðaldakirkja.is Ný mæling Capacent á lestri á prentmiðlum sýnir í fyrsta sinn að Fréttatíminn er nú meira lesinn í markhópnum konur á aldr- inum 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu en föstudagsblað Fréttablaðsins. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur því þessi verðmæti auglýsingamarkhópur gerir Fréttatímann að fyrsta valkosti auglýsenda sem vilja auglýsa vöru sína eða þjónustu á þessum degi,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri Fréttatímans. Ritstjórar Fréttatímans, Jónas Haralds- son og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, segja þessar fréttir ekki koma sér á óvart. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr lesenda undanfarna mánuði sem hefur verið okkur hvatning í því að halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað okkur með rit- stjórnarstefnu blaðsins,“ segir Sigríður Dögg. „Fréttatíminn er blað sem fjallar um málefni sem varða fólk og samfélagið,“ segir hún.  fjölmiðlar aukinn lestur fréttatímans Fréttatíminn sækir enn í sig veðrið Valdimar Birgisson. 6 fréttir Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.