Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 6
Fös 18/10 kl. 20 örfá sæti
Lau 19/10 kl. 20 örfá sæti
Lau 26/10 kl. 20 örfá sæti
Lau 2/11 kl. 20 örfá sæti
Sýningar hefjast á ný í kvöld!
Lau 9/11 kl. 20 örfá sæti
Sun 10/11 kl. 20 örfá sæti
Lau 16/11 kl. 20 örfá sæti
Sun 17/11 kl. 20
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Takmarkaður sýningafjöldi
Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins
Ný verslun í göngugötu
Frábærar daglinsur á sama
góða verðinu
2.800 kr.
pakkinn
Áhyggjur af „mið-
aldaferlíki“ í Skálholti
Skálholtsfélagið hið nýja mun vakta umhverfismál staðarins og gæta þess að spjöll verði ekki
unnin á helgum minjum.
Biskupssetur sunnlenskir prestar, skálholtsfélag og fleiri
Stjórn Skálholts-
félagsins fyrsta
starfsárið ásamt
vígslubiskupi, Krist-
ján Valur Ingólfs-
son, Jón Sigurðs-
son, Halldóra J.
Þorvarðardóttir, K.
Hulda Guðmunds-
dóttir, Guðmundur
Ingólfsson og Karl
Sigurbjörnsson.
p restar í Suðurprófastsdæmi fund-uðu í liðinni viku og lýstu þar yfir áhyggjum sínum af hugmyndum
um byggingu eftirlíkingar miðaldadóm-
kirkju í Skálholti. Prestarnir segja í álykt-
un sinni að Skálholt sé fjölsóttur ferða-
mannastaður og ferðamenn sýni því áhuga
sem er þar nú þegar, vegna sögu og helgi
staðarins. Það sé frekar í anda Skálholts
að efla þá þætti í starfseminni í Skálholti
sem lúta að trúarlífi, fræðslu og menningu
í landinu en byggja staðinn fyrst og fremst
upp sem ferðamannastað.
Skólaráð Skálholtsskóla ályktaði í ágúst-
lok að öll samningsdrög sem varða „mið-
aldadómkirkju“ í Skálholti skyldu kynnt
þjóðinni áður en gengið yrði frá samn-
ingum við einkaaðila um málið. Ályktunin
varð til eftir að skólaráðið hafði kynnt sér
umfjöllun um málefnið „miðaldadómkirkja“
í fundargerðum kirkjuráðs þar sem fram
kemur að ráðið hafi í júní 2013 samþykkt að
ganga til bindandi samninga um uppbygg-
ingu og rekstur áðurnefnds húss, löngu
áður en vitað er hvar það geti risið, þ.e. áður
en deiliskipulag hefur komið fram. Skóla-
ráðið telur að almenningur hafi ekki fengið
tækifæri til að átta sig á hugmyndinni, því
ekki er um kirkju að ræða heldur „tilgátu-
hús“ sem ekki er augljóst hvaða starfsemi
skuli hýsa, eins og segir þar.
Fram hefur komið að Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður er mjög gagn-
rýnin á hugmyndir um að reisa miðalda-
kirkju í Skálholti. Haft var eftir henni
að eftirlíkingar eins og miðaldakirkja í
Skálholti geti skaðað sögustaði. Þá sagði
Vésteinn Ólafsson, fyrrverandi prófessor,
að eftirlíking miðaldakirkju í Skálholti yrði
furðuverk.
Hugsanleg eftirlíking miðaldakirkj-
unnar byggir á kirkju í Skálholti sem sögð
var stærsta timburbygging Norðurlanda
á sínum tíma. Stofnkostnaður við hana
var áætlaður um hálfur milljarður króna
og var ætlað að aðgangseyrir stæði undir
kostnaði. VSÓ Ráðgjöf vann að undirbún-
ingi og þróun verkefnisins.
Skálholtsfélagið nýja er félag sem stofn-
að var á liðnu sumri. Því er meðal annars
ætlað að efla Skálholt sem helgistað,
kyrrðar- og menntasetur og eiga samráð
við stjórnendur Skálholts og aðra er málið
varðar um uppbyggingu og framtíðarsýn
staðarins og taka þátt í skipulagningu
og framkvæmd starfseminnar. Þá ætlar
félagið að vakta umhverfismál Skálholts-
staðar og gæta þess að spjöll verði ekki
unnin á helgum minjum staðarins.
Jónas Haraldsson
jona@frettatiminn.is
Tölvugerð mynd af eftirlíkingu miðaldakirkju í Skálholti. Mynd/Miðaldakirkja.is
Ný mæling Capacent á lestri á prentmiðlum
sýnir í fyrsta sinn að Fréttatíminn er nú
meira lesinn í markhópnum konur á aldr-
inum 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu en
föstudagsblað Fréttablaðsins. „Þetta er
mikilvægur áfangi fyrir okkur því þessi
verðmæti auglýsingamarkhópur gerir
Fréttatímann að fyrsta valkosti auglýsenda
sem vilja auglýsa vöru sína eða þjónustu á
þessum degi,“ segir Valdimar Birgisson,
framkvæmdastjóri Fréttatímans.
Ritstjórar Fréttatímans, Jónas Haralds-
son og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, segja
þessar fréttir ekki koma sér á óvart. „Við
höfum fundið fyrir miklum meðbyr lesenda
undanfarna mánuði sem hefur verið okkur
hvatning í því að halda áfram á þeirri braut
sem við höfum markað okkur með rit-
stjórnarstefnu blaðsins,“ segir Sigríður
Dögg. „Fréttatíminn er blað sem fjallar
um málefni sem varða fólk og samfélagið,“
segir hún.
fjölmiðlar aukinn lestur fréttatímans
Fréttatíminn sækir
enn í sig veðrið
Valdimar Birgisson.
6 fréttir Helgin 18.-20. október 2013