Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 64
 Kórsöngur Landssamband bLandaðra Kóra fagnar 75 ára afmæLi um heLgina Níu hundruð kórsöngvarar í Hörpu Fjölmennasti tónlistarviðburður sem haldinn hefur verið í Hörpu. Blandaðir kórar landsins munu syngja sig inn í Hörpu og hjörtu landsmanna um helgina í tilefni af 75 ára afmæli Landssambands blandaðra kóra. Á hátíðinni koma saman 24 blandaðir kórar víðs vegar af land- inu, alls um 900 kórsöngvarar. 25 örtónleikar verða í Hörpu á morgun, laugardaginn 19. október, frá klukk- an 13 til 17. Örtónleikarnir verða í Norðurljósum og opnum rýmum Hörpu. Aðgangur að þeim er ókeypis. Á hátíðartónleikunum á sunnudaginn verður tón- leikagestum boðið að syngja með í helstu kórperlum landsins. 10 kórar flytja eigin efnisskrá og samkór frumflytur sérpantað hátíðarlag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Robert Sund, einn þekktasti kórstjóri Norðurlanda, stjórnar Gloria og Sanctus úr eigin messu ásamt 2 píanóum og 3 slagverksleikurum. Þá frumflytur Hamrahlíðarkórinn verk eftir Jón Nordal sem í ár er 87 ára. Hátíðartónleikarnir hefjast klukkan 15 á sunnudaginn. Miðasala er á harpa.is. Segja má að kórsöngur sé einskonar þjóðaríþrótt Ís- lendinga og tónleikarnir um helgina eru fjölmennasti tónlistarviðburður sem haldinn hefur verið í Hörpu. Í aðdraganda undirbúnings tónleikanna hafa verið skrásettir 106 blandaðir kórar – og eru að mati að- standenda tónleikanna örugglega ekki allir taldir. Til samanburðar má nefna að rúmlega 30 kvennakórar og tæplega 30 karlakórar eru starfandi á landinu. -jh Kór Kópavogskirkju er meðal blandaðra kóra sem koma fram í Hörpu um helgina. Stjórnandi hans er Lenka Mátéová. b orgarleikhúsið frumsýnir á morgun, laugardag, í samstarfi við unga nýja listamenn leik- verkið Saumur eftir Anthony Neilson. Á hverju ári útskrifar Listaháskólinn hátt á þriðja tug sviðslistafólks en Borgar- leikhúsið hefur í gegnum árin kappkost- að að fá vaxtarsprota inn í húsið, leikara, leikstjóra, höfunda og fleiri. Einn af þessum vaxtarsprotum er Ríkharður Hjartar Magnússon sem leikstýrir verkinu. Sagan fjallar um par í stormasömu sambandi sem neyðist til að ákveða hvort það sé tilbúið til þess að ala upp barn. Unga parið veltir fyrir sér hvort það eigi framtíð saman þrátt fyrir reiði og biturð yfir svikum fortíðarinnar. Ef hvorki er hægt að taka til baka það sem sagt hefur verið né það sem hefur verið gert, er þá hægt að hefja nýtt líf án þess að fyrirgefa? Verkið var upphaflega útskriftarverk- efni leikstjórans Ríkharðs Hjartar úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands og vakti mikla athygli en verður nú sýnt í nýrri og endurbættri útgáfu á Litla sviði Borgarleikhússins. Anthony Neilson er, að því er fram kemur í tilkynningu Borgarleikhússins, tvímælalaust eitt magnaðasta samtíma- leikskáld Bretlands. Hann hefur skrifað mikinn fjölda leikrita, gríðarlega ólík að gerð, innihaldi og framsetningu. Meðal verka eftir Neilson sem flutt hafa verið hérlendis má nefna Penetreitor, Ófagra veröld og Lík í óskilum. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  saumur frumsýning í borgarLeiKhúsinu Óráðin framtíð pars í stormasömu sambandi Leikarar í verkinu eru Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Um eða yfir 200 börn hér á landi á aldrinum 1-18 ára þjást af gigt. Á hverju ári greinast 10-14 börn með gigtarsjúkdóm og sum þeirra með al- varlega gigt. Gigtarfélagið vinnur nú að því að stofna styrktarsjóð fyrir gigtveik börn og af þeim sökum verða haldnir veglegir styrktartónleikar þriðjudagskvöldið 22. október í Háskólabíói. Markmið styrktarsjóðsins er að bæta lífsgæði gigtveikra barna og fjölskyldna þeirra. Fjöldi listamanna kemur fram og allir gefa þeir vinnu sína. Fram koma Páll Óskar, Jóhanna Guðrún, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Védís Hervör, Erna Hrönn, Dikta, Dimma og fleiri. Kynnir er Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðaverð er 3.000 krónur. Styrktartónleikar fyrir gigtveik börn Jóhanna Guðrún treður upp á tónleikunum í Háskólabíói. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty 64 menning Helgin 18.-20. október 2013 v Myndlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs myndlistarsjodur.is Myndlistarsjóði er ætlað að stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Umsóknarfrestur er 2.desember 2013 kl.17:00 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar: 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi TVEIR HRAFNAR LISTHÚS Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Ragnar Þórisson Steinunn Þórarinsdóttir Óli G. Jóhannsson og Kristján Davíðsson 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.