Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 28
15. Iceland Airwaves hátíðin verður haldin eftir tæpar tvær vikur. 7 hljómsveitir komu fram á fyrstu hátíðinni árið 1999. Hátíðin var haldin í Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Aðalnúmerið var bandaríska sveitin Thievery Corporation. Auk hennar tróðu Soul Coughing frá Bandaríkjunum og Zoe frá Danmörku upp. Gus Gus var stærsta íslenska bandið en Quarashi, Ensími og Toy Machine sigruðu í hlustendakosningu á X-inu og stigu sömuleiðis á svið. 1. Hátíðin í ár er sú fyrsta sem GusGus kemur ekki fram á. Fram til þessa dags var hún eina sveitin sem spilað hafði á öllum Airwaves-hátíðunum. 217 listamenn koma fram á hátíðinni í ár, þar af 61 erlend sveit. 13 tónleikastaðir eru lagðir undir aðaldagskrána en tónleikarnir verða alls 252. 5 daga stendur hátíðin yfir, frá miðvikudegi til sunnudags. 800.000.000 króna eyddu erlendir gestir á Airwaves á höfuðborgarsvæðinu meðan á hátíðinni stóð í fyrra. 300.000.000 til viðbótar eyddu þeir til að koma sér til landsins. 624 tónleikar fara auk þess fram utan aðaldagskrárinnar, „off venue“ á 48 tónleikastöðum víðs vegar um borgina. Ókeypis er inn á þá tónleika fyrir alla. 51 árs aldursmunur á elsta og yngsta flytjandanum Átta þúsund gestir verða á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í Reykjavík dagana 30. október til 3. nóvember næstkomandi. Hátíðin hefur margfaldast síðan hún var fyrst haldin árið 1999. Þá var í fyrsta sinn ákveðið að reyna að kynna íslenskar hljómsveitir á Íslandi í stað þess að fljúga þeim út. Í dag koma þúsundir ferðamanna hingað yfir eina helgi utan háannar ferðamannatíma og dæla vel yfir milljarði inn í hagkerfið. 66 prósent meiri velta var hjá erlendum gestum árið 2012 en árið á undan enda fjölgaði þeim úr 2.800 í 4.076 milli ára. Þessar tölur eru fengnar úr könnun Útón meðal hátíðargesta. 27.655 krónur voru meðalútgjöld hvers erlends gests á hverjum degi á hátíðinni í fyrra. Þá er aðgangseyrir ótalinn. 3 starfsmenn vinna að skipulagningu Iceland Airwaves allt árið um kring. Þau eru Grímur Atlason framkvæmdastjóri, Kamilla Ingibergsdóttir kynningarstjóri og Egill Tómasson sem sér meðal annars um íslensku böndin. Egill hefur unnið manna lengst við hátíðina, eða síðan árið 2000. Hátíðin í ár er því fjórtánda hátíðin hans en Grímur og Kamilla eru bæði að vinna að sinni fjórðu hátíð. 8.000 gestir verða á Iceland Airwaves í ár. 4.500 þeirra eru erlendir gestir. 450 manns úr tónlistarbransanum mæta á hátíðina, um 300 blaðamenn og 150 bókarar og annað bransalið. 67 Elsti maðurinn sem treður upp á Airwaves í ár er Ralf Hütter í hljómsveitinni Kraftwerk. 16 Yngsti flytjandinn er talinn vera Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, söngkona í hljómsveitinni Aragrúa. 28 úttekt Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.