Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 70
Þetta gæti því vaxið hratt og þeir vilja fá aðra plötu frá okkur fljótlega.  GIG Gospel Innrás á BandaríkIn Himneskt dauðafæri GIG, Gospel Invasion Group, er ein fárra gospel-hljómsveita á Íslandi og sú fyrsta sem fær raunverulegt tækifæri til þess að spreyta sig utan landsteinanna. Sveitin er nýbúin að gera samning við bandaríska útgáfufyrirtækið Tate Music Group. Guðni Gunnarsson, trymbill sveitarinnar, segir þau hafa fengið sannkallað dauðafæri og ómögulegt sé að segja til um hvert samningurinn muni fleyta þeim ef vel tekst til enda nýtur gospel-tónlist mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. H ljómsveitin Gospel Invasion Group hefur starfað í ellefu ár og gaf nýlega út sína fimmtu geislaplötu, God with us. GIG gerði nýlega samning við útgáfufyrirtækið Tate Music Group og mun herja á Bandaríkjamarkað með nýju plötunni í byrjun næsta árs. Og þar er eftir miklu að slægjast enda gospel feikivinsælt í Bandaríkjunum þar sem ótal útvarps- og sjónvarps- stöðvar senda eingöngu út efni á kristilegum nótum. Hjónin Guðni Gunnarsson trommuleikari og Daney Haralds- dóttir eru aðalsprauturnar í bandinu og þau eru í tónlistinni af lífi og sál enda alin upp í „þessum bransa,“ eins og Guðni orðar það en hann á ekki trúarsannfæringuna langt að sækja, sonur predikar- ans Gunnars Þorsteinssonar sem jafnan er kenndur við Krossinn. „Við erum búin að vinna saman í þessu í ellefu ár og þetta er okkar sameiginlega verkefni,“ segir Guðni og nú bendir flest til þess að þau uppskeri eins og þau hafa sáð. „Þetta er gríðarlega flott og öflugt fyrirtæki og þetta er fyrsta íslenska gospel-hljóm- sveitin sem gerir slíkan samning.“ GIG hefur haft franskan umboðsmann í fjögur ár og Guðni segir hann hafa lagt mikla áherslu á að koma þeim á samning ytra. „Hann talaði við þetta fyrirtæki og sendi þeim lag með okkur og þeir voru fljótir að slá til. Þetta er mjög stórt fyrirtæki og það er stórmál að fá svona samning vegna þess að þetta er gríðar- lega stór gospel-markaður og mjög eftirsótt að ná samningi sem þessum.“ Guðni segir útgáfufyrirtækið hafa góðar tengingar við eitthvað um 400 gospel- útvarpsstöðvar og sambönd út um allan heim, þannig að í raun sé ómögulegt að spá til um hvert þessi samning- ur geti skilað þeim. „Þetta er allavegana dauðafæri og gríðarlega flott tækifæri. Þetta gæti því vaxið hratt og þeir vilja fá aðra plötu frá okkur fljótlega og ætla að skjóta henni hærra. Gert er ráð fyrir að God with us komi út í Bandaríkjunum í janúar og hún fer inn á iTunes, Amazon og þessar stærstu sölusíður og svo er planið að fara til Bandaríkjanna og fylgja henni eftir.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Guðni Gunnarsson trommar með GIG og segist þannig fá að vera með mest læti á meðan eiginkona hans, Daney Haralds- dóttir er í forgrunni og syngur eins og engill. Hið sígilda lag Gunnars Þórðarsonar, Vetrar sól, við texta Ólafs Hauks Símon- arsonar er á plötunni, bæði á ensku og íslensku en Gunnar og Óalfur Haukur hrifust svo af laginu í meðförum GIG að Ólafur orti enskan texta byggðan á frum- texta sínum.  arnór oG ólI UnGIr leIkarar á UppleIð Rosalega frábært tækifæri Hafnfirðingarnir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnars- son frumsýndu eigið leikrit, Unglinginn, í Gaflaraleikhúsinu á fimmtudagskvöld og sýndu og sönnuðu að þrátt fyrir ung- an aldur að í þeim leynast bæði efnileg leikskáld og leikarar. Þeir félagar eru fjórtán og fimmtán ára en hugmyndin um að þeir settust við skriftir kom frá kennara þeirra á leik- listarnámskeiði sem sá að þeir hefðu fulla burði til þess að semja leikrit um líf unglingsins. „Þetta var ógeðslega skemmtilegt,“ segir Arnór um skriftirnar. „Þetta er bara það sem við elskum, að semja og leika. Og að fá að gera svona langt handrit og setja það upp er bara alger draumur.“ Óli Gunnar segir þá félaga hana gripið hugmynd kennara síns á lofti. „Við tókum þetta bara að okkur.“ Leikkonan Björk Jakobsdóttir og móðir Óla Gunnars tók leikstjórnina að sér þar sem kennari strákanna hafði ekki tíma til þess. „Þeir létu ekki staðar numið bara við hug- myndina, eins og við gerum svo mörg. Þeir settust við skrift- ir og mættu svo bara í vor með fullbúið handrit og okkur leist bara svo vel á að við vildum endilega styðja þá í þessu verkefni og gefa þeim svolítið faglegan umbúnað.“ En hvernig er að vinna undir leikstjórn mömmu sinnar? „Hún hefur nú leikstýrt okkur áður þannig að við vissum hverju von var á,“ segir Arnór. „Og um leið og við erum komnir niður í leikhús þá er hún ekki lengur mamma neins. Þá er hún bara orðinn leikstjórinn.“ Björk segir viðbrögð áhorfenda á forsýningu lofa mjög góðu og hróður drengjanna hefur þegar borist það langt að Ríkisútvarpið hefur fengið þá til þess að semja stutt grínat- riði. „Já, sketsa-þættirnir. Það er rosalegt fjör og rosalegt tæki- færi sem við erum mjög spenntir fyrir. Þetta er rosa frábært. Það eru mjög fáir sem fá svona tækifæri, ég meina, þótt að þú sért með hæfileika þá færðu mjög sjaldan svona tækifæri. Maður verður bara að vinna mikið,“ segir Óli Gunnar. -þþ Arnór og Óli Gunnar gerðu sér lítið fyrir og sömdu leik- ritið Unglinginn sem þeir sýna í Gaflaraleikhúsinu. Útgefendur berjast um bók Bergsveins Bókamessunni í Frankfurt lauk um síðustu helgi og gerðu útsend- arar bókaútgáfunnar Bjarts og Veraldar góða ferð þangað. Ungur glæpasagnahöfundur, Jón Óttar, vakti athygli en erlendir útgefendur voru þó sérstaklega spenntir fyrir verkum Bergsveins Birgissonar. Guðrún Vilmundardóttir, bókaútgefandi hjá Bjarti, segir í samtali við Fréttatímann að útgefendur um allan heim séu nú að skoða útgáfu á Svari við bréfi Helgu, bók Bergsveins. Bókin kom út á frönsku í sumar og hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum. Að sögn Guðrúnar er bókin í þriðja sæti yfir „uppáhalds þýddu bækur bóksala“ þetta haustið. „Franski útgefandi Bergsveins, Zulma, er mjög vel tengdur út í hinn stóra heim, sérstaklega til Austurlanda, og því rignir nú eftir messuna inn fyrirspurnum frá mjög framandi löndum. Maður veit ekki hvernig Bjarni bóndi hefði kunnað við þetta, svei mér þá,“ segir Guðrún í léttum tón. Bergsveinn hefur ekki setið auðum höndum því fyrir skemmstu kom út á norsku bókin Svarti víkingurinn: Saga Geirmundar Heljarskinns. Að sögn Guðrúnar er þetta fræðirit en, „það er á dagskrá að smíða róman upp úr efninu“. Guðrún hjá Bjarti segir að bókafólkið í Frankfurt hafi skemmt sér vel þegar titillinn á væntanlegri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar barst í tal. Bókin kallast Fiskarnir hafa enga fætur. „Kalman á orðið rótgróna útgefendur víða um lönd, sem er gaman að hitta marga sam- an í góðum hópi, og þeir hlógu mikið og flissuðu við að snara þessum kostulega titli yfir á hin ýmsu tungumál, sænsku, þýsku, ítölsku og portúgölsku...,“ segir Guðrún. Bók Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, hefur notið mikilla vinsælda og ekkert lát virðist ætla að vera á. Útgefendur á bókamesssunni í Frankfurt sýndu bókinni mikinn áhuga. 70 dægurmál Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.