Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 47
matur & vín 47Helgin 18.-20. október 2013
V
eitingahúsa- og mat-
armenning Íslend-
inga hefur þróast
hratt og vel undan-
farið að mati Ylfu
Helgadóttur, yfir-
matreiðslumeistara á veitingastaðnum
Kopar við Geirsgötu. „Íslendingar
eru ótrúlega opnir fyrir nýjungum í
þessum bransa og við sem störfum
innan veitingageirans verðum að gera
hvað við getum til að koma til móts við
landsmenn,“ segir Ylfa. Ein af þessum
nýjungum er Hátíðarsigling þar sem
boðið verður upp á einstakan fjögurra
rétta matseðil sem er hannaður af
Ylfu.
Hátíðarsigling um sundin
„Þetta er mjög skemmtileg sýn á
Reykjavík sem fæstir hafa séð. Við
ætlum að freista þess að búa til öðru-
vísi jólahefðir hjá fólki,“ segir Ylfa
um Hátíðarsiglingu um sundin fyrir
utan borgina. Siglt verður með lúxus-
bátnum Andreu að Engey og Viðey
og Reykjavík skoðuð í nýju ljósi. „Við
ætlum að vera með svona klassískan
íslenskan „jóladinner“ í siglingunni,
fjögurra rétta matseðill með for-
drykk. Ætlunin er að hafa þetta létt
og skemmtilegt en söngdívan Helga
Möller ætlar að sjá til þess að öllum
líði sem best með spjalli og söng.“
Sigling af þessu tagi hefur ekki
verið í boði á höfuðborgarsvæðinu
áður, að sögn Ylfu. Nokkur skip hafi
boðið svipaða þjónustu, til dæmis
þar sem borðað er um borð í skipum
sem liggja við landfestar eða eitt-
hvað slíkt en ekkert eins og þetta.
„Svona siglingar hafa verið í boði í
Breiðafirðinum og víðar og við ætlum
að koma með þetta hingað. Hátíðar-
siglingin verður á sérstöku kynn-
ingarverði út október, 9.900 krónur
en fullt verð er 11.900. Þá er hægt að
panta borð eins og venjulega og auð-
vitað fyrir hópa líka. Svo bjóðum við
einnig upp á sérbókanir fyrir stærri
hópa eða fyrirtæki, þá geta 35 eða
fleiri bókað. Allar nánari upplýsingar
um siglinguna er að finna á síðunni
okkar, koparrestaurant.is.“
K y n n i n g
Matarmenningin blómstrar á Kopar
Kopar
býður upp
á svokallað
jólaævintýri
þar sem allir
sitja saman
og fá úrval
forrétta, aðal-
rétta og eftir-
rétta beint á
borðið.
Mikið líf við höfnina
Kopar hóf reksturinn af fullri alvöru í byrjun
júní í sumar. Staðurinn er sá níundi sem bæt-
ist við flóruna undanfarin ár á litlu svæði við
höfnina. „Það er að skapast mjög skemmtileg
stemning hérna og við sjáum fyrir okkur að
fólk fari frekar að taka leigubíl hingað en í
miðbæinn. Við komum inn í húsið í febrúar
og tókum okkur þrjá mánuði í að rífa allt út.
Við erum reyna að vera með svona New York
stemningu, allt frekar þröngt eins og gengur
og gerist á flottum stöðum í New York. Eng-
inn stífleiki og fólk að hafa gaman. Þetta er
þessi nýi vinkill sem hefur verið að koma upp
sem tengist því að fara út að borða. Það er
ekki farið út að borða og svo í leikhús eða í
bíó. Aðalmálið og aðalupplifunin felst í því að
fara út að borða,“ segir Ylfa.
ylfa galdrar hér fram einn af réttunum á matseðli veitingastaðarins. Bleikja með gratíneraðri hörpuskel, hvítvíns brasserað rósakál, kastaníusveppir og rabarbarasósa.