Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 38
Erindisbréf til árgangsbræðra K Konur og karlar sitja yfirleitt saman til borðs og borða sama matinn. Smekkur kynjanna er þó að hluta til misjafn, að því hef ég komist bæði heima og á vinnustað. Konur nefna það gjarna kallamat, með hæfilegri fyrirlitningu, þegar karlar gleðjast eins og börn yfir bjúgum, kjötboll- um, kótelettum í raspi, rauðkáli og grænum baunum, að ógleymdu snitseli, sem þó á ekkert skylt við seli sem undirritaður borðaði sem smaladrengur í sveit fyrir margt löngu. Konurnar sækja, samkvæmt sömu rannsóknum, meira í léttari og líklega nútímalegri fæðu þar sem kjötbollur, sperðlar og raspaðar kóte- lettur koma hvergi nærri en fersku grænfóðri af öllu tagi er gert hátt undir höfði. Vegna þessa eiga karlar það til að hópa sig saman, gefist til þess tæki- færi, og þjóna lund sinni og maga með einföldu fæði þar sem ferskt grænmeti eða ávextir koma lítt við sögu nema hugsanlega sem lime- sneið í G&T fordrykk. Eftirminnileg- asta veisla þessarar tegundar sem pistilskrifarinn hefur tekið þátt í var haldin heima hjá góðum félaga þegar konur okkar beggja – og fleiri – héldu á samkomu úti í bæ. Þær halda hópinn og hittast reglulega sér til yndisauka. Húsbóndinn á því heimili boðaði okkur, nokkurn hóp karla, til kvöldverðar á meðan og hafði und- irbúið hann vel, heldur laumulega þó gagnvart eiginkonu sinni. Sú prýðis- kona kann engan veginn að meta svið, þann þjóðlega rétt, ekki einu sinni lyktina af þeim krásum. Því sagðist okkar maður ætla að skella í pitsu fyrir okkur félagana meðan virðulegar frúrnar brygðu sér af bæ og ættu þar góða stund saman. Hon- um var hins vegar nokkuð tíðförult út í bílskúr á meðan frúin hafði sig til, lakkaði neglur, málaði augnaum- gjörð og setti lit á varir. Í skúrnum, athvarfi sínu, hafði hann nefnilega sett pott á prímus og lét svið malla, að minnsta kosti haus á mann. Kátt var í kotinu á meðan frúrnar nutu menningarinnar. Búnaður var allur einfaldur hringinn í kringum matarborð félagans, kjammi á hvers manns disk, rófustappa og hnífur til að gera að tungu, auga og hnakka- spiki. Það eina sem segja má að hafi verið stílbrot miðað við fyrri tíma sviðaveislur var rauðvínsdrei- till með kræsingunum. Sú nýbreytni skaðaði ekki. Svolítið var svipur- inn á húsfreyju undarlegur þegar hún kom heim í pitsuafganginn, í fylgd vinkvenna sinna, en það má eiginmaður hennar eiga að hann var herramennskan uppmáluð þegar hann bauð henni undanbragðalaust kjamma. Fleiri konur halda hópinn og hafa gert í áratugi. Þar á meðal eru skóla- systur úr menntaskóla en rekstur saumaklúbba þeirra hefur verið ár- angursíkur í áratugi. Við, skólabræð- ur þeirra, höfum síður sótt í sam- eiginlegt klúbbastarf en látið okkur nægja að hittast – með meyjunum – á fimm ára fresti. Við svo búið má hins vegar ekki standa öllu lengur. Við erum að komast á virðulegan aldur og því þótti sjálfkjörnum foringja hópsins, þrautreyndum bankamanni, ástæða til að kalla saman bræðra- hópinn til hátíðarfundar í kvöld – og bjóða upp á ekta kallamat nú í slátur- tíðinni. Í erindisbréfi til árgangs- bræðranna kom fram að haldið yrði haustblót fyrir þessa vösku sveit sem gert hefur sig gildandi víða í samfé- laginu allt frá útskriftardegi. Boðað var að sláturtíðinni fylgdi ýmislegt góðmeti sem nútímakonur bæru ekki á borð fyrir bændur sína. Þetta leyfði okkar maður sér að segja í bréfinu, sem eingöngu vær ætlað körlum, enda var það ekki fyrr en löngu eftir útskrift okkar úr menntaskólanum að sá siður fór að tíðkast að einhverju gagni að karlar bæru mat á borð til jafns við konur. Það eina sem lofað var um form blótsins var að það færi fram sam- kvæmt sveitasiðum og venjum til forna, að menn skvettu svolítið í sig fyrir matinn og hefðu síðan öl og snaps með honum. Matseðill var ekki tíundaður frekar – enda óþarft. Foringjanum er fyllilega treystandi til að velja réttina. Trúlega verður málsverðurinn heldur í þyngri kantinum, að minnsta kosti að mati kvenna, og víst er að hvorki þvælast fyrir gúrkur né tómatar, né annað það sem nýtískulegra er, káltegundir alls konar og salatblöð á beði. Blóm- kál, blöðrukál, grænkál, kínakál og jafnvel spergilkál bíður betri tíma, þótt hið síðastnefnda þyki einkar gott fyrir blöðruháls karla – og er víst sá háls sem angrar marga karla þegar þeir taka aðeins að reskjast. Sama gildir um kletta- og jöklasalat, auk gulróta og spínats, þótt hollt sé. Það verður feitmeti sem ræður ríkjum og það næsta sem hópurinn kemst jurtaríknu þessa kvöldstund verður trúlega rauðkál úr dós og Orabaunir grænar. Annað er ekki á dagskrá, ekki frekar en í sviðaveislunni forðum. Á því er engin þörf enda er reiknað með því, samkvæmt fyrrnefndu erindisbréfi, að einstaka menn standi upp og flytji fram gamanmál eða bresti í söng af tómri hamingju. Þannig var það að minnsta kosti í heimilissamkvæminu þegar við beittum hnífnum og skárum brostin lambsaugun úr tóttunum, bútuðum niður tunguvöðvann, sneiddum hnakkaspikið frá eyra – og blönd- uðum saman við rófustöppuna. Þá skorti ekki gamanmálin, jafnvel svo að halda þurfti aftur af sumum svo þeir færu ekki að kveða rímur. Það eru takmörk fyrir öllu, jafnvel á hátíðarstundum. Listamennina vantar ekki í hóp þeirra sem leiða saman hesta sína þegar kvölda tekur þennan föstudag- inn, það einvalalið gleðimanna sem kætast mun yfir grænmetislausu krofi, kýrketi, bjúgum og bauta. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is BORÐ STOFU dagaR aF BORÐSTOFU­ húSgögnUm Um helgina aFSl.5020 ­BORÐSTOFUSTólaRmikiÐ úRval veRÐ FRá 3.500 kR. 24.500 kR. TilBOÐSveRÐ TilBOÐSveRÐ TilBOÐSveRÐ TilBOÐSveRÐ TilBOÐSveRÐ 29.000 kR. 16.900 kR. 24.500 kR. 18.900 kR. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 38 viðhorf Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.