Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 30
Dropinn
fæst í KRUMMA
23.900 kr
Öryggi – Gæði - Leikgildi
Opið: mán–fös 8:30-18:00 lau 11:00–16:00
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími: 587 8700
Frábært í barnaherbergið
www.krumma.is
Í sland er komið í umspil fyrir HM 2014. Eftir tvo leiki um miðjan nóvember kemur í ljós
hvort við komumst í fyrsta skipti
á stórmót. Ólafur Kristjánsson,
þjálfari Breiðabliks, hefur fylgst
vel með undankeppninni og býst
við erfiðum leikjum, hver svo sem
mótherjinn verður. „Þetta verða
tveir leikir í beit þar sem allt snýst
um að ná góðum úrslitum. Það er
svo mikið undir að það má ekki
Stærsta stund íslenskrar knattspyrnusögu
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í umspil um sæti á HM í Brasilíu næsta sumar. Á
mánudaginn kemur í ljós hvort við mætum Portúgölum, Grikkjum, Króötum eða Úkraínumönnum.
Fréttatíminn skoðar dráttinn og framherjana sem íslenska vörnin gæti þurft að kljást við auk
þess sem Ólafur Kristjánsson metur mótherja okkar.
Íslenska landsliðið er komið í umspil
á HM og strákarnir fögnuðu vel þegar
Kolbeinn skoraði gegn Kýpur í síðustu
viku. Ljósmynd/Hari
Framherjarnir sem við getum mætt
Í slenska liðið hefur þótt leika frábærlega í undankeppninni. Miðjumenn og framherjar
liðsins hafa leikið á als oddi og
komið mörgum á óvart. Hins vegar
hefur vörn liðsins stundum verið
gagnrýnd og hefur á stundum þótt
óstyrk. Vörnin hefur ekki enn þurft
að glíma við framherja í hæsta
gæðaflokki; frábært lið Sviss líður
fyrir skort á alvöru senter, hinn
norski Daniel Braaten verður seint
nefndur í sömu andrá og Rooney
eða Zlatan, og þannig mætti áfram
telja. Það kann því að vera áhyggju-
efni að löndin fjögur sem við getum
mætt í umspilinu hafa á að skipa
mun betri framherjum en íslensku
strákarnir hafa þurft að kljást við
undanfarið. Þeir Cristiano Ronaldo
og Mario Mandzukic eru flestu
knattspyrnuáhugafólki að góðu
kunnir enda hafa þeir raðað inn
mörkum á Spáni og í Þýskaland
undanfarin ár. Ísland mætti Portú-
gal í síðustu undankeppni EM og
tapaði báðum leikjunum. Ronaldo
skoraði á Laugardalsvelli í 1-3 tapi
og leikurinn í Portúgal fór 5-3 fyrir
heimamenn. Úkraínska liðið er
Úkraína
Nafn: Yevhen SeleznYov
Aldur: 28 ára.
Hæð: 1.85.
Landsleikir: 40/9 mörk
Félagslið: Dnipro
Dnipropetrovs
Portúgal
Nafn: CriStiano ronaldo
Aldur: 28 ára.
Hæð: 1.86.
Landsleikir: 107/43 mörk.
Félagslið: Real Madrid
Króatía
Nafn: Mario MandzukiC
Aldur: 27 ára.
Hæð: 1.87.
Landsleikir: 42/12 mörk.
Félagslið: Bayern
München.
30 fótbolti Helgin 18.-20. október 2013