Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 23
www.kia.com
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3-
22
17
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
Má bjóða þér að kynnast fjölskyldunni frá cee’d? Hún samanstendur af
cee’d og cee'd Sportswagon, sem er rúmbetri og hentar því vel þar sem
þörf er á meira rými fyrir farangur. Svo er það töffarinn í fjölskyldunni,
pro cee’d. Bílarnir eru allir einstaklega sparneytnir, eyða frá 4,1 l/100 km.
7 ára ábyrgð er á nýjum Kia cee’d líkt og á öllum nýjum Kia bílum.
Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum
okkar og kynntu þér skemmtilega fjölskyldu. Við tökum vel á móti þér.
Komdu og reynsluaktu frábærum bíl Verð frá 3.370.777 kr. 1,4 dísil, beinskiptur
180.000 kr. kaupauki
fylgir nýjum Kia cee'd - fyrstir koma fyrstir fá
Vetrardekk og 100.000 kr. eldsneytiskort
Góð fjármögnun í boði
Hiti í stýri
er staðalb
únaður í
öllum Kia
cee’d
Sparneytinn Kia cee’d
í ábyrgð til 2020
hafa þetta svona almennt því þetta
á við svo margt.“ Enn berast fregn-
ir um úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og
telur Sigurvin að margar ástæður
liggi þar að baki. „Ég held að
kirkjan hafi reynst sjálfri sér verst.
Í hvert skipti sem samfélagið upp-
lifir að kirkjan hafi brugðist hlut-
verki sínu þá stendur fólk upp og
segir sig úr henni. Við höfum séð
það í þessum erfiðu málum eins
og til að mynda Biskupsmálinu.
Ég er ekki viss um að gjörðir Ólafs
Skúlasonar hafi haft úrslitaáhrif
um reiðina í samfélaginu heldur
vegna þess að Kirkjan reyndi að
breiða yfir og fela það sem hafði
gerst í stað þess að takast á við
það opinskátt. Ég hef trú á kirkj-
unni og á að sátt muni nást um
samskipti hennar við opinberar
stofnanir með auknum faglegum
vinnubrögðum af hálfu kirkjunnar
og skýrum ramma.“
Frjálslyndir múslimar
Síðasta vetur var enn á ný rætt um
réttmæti leikskólaheimsókna í
kirkjur og gagnrýndi ósátt móðir
að sonur hennar fengi engan val-
kost í leikskólanum þegar hin
börnin heimsóttu Neskirkju þar
sem Sigurvin starfaði þá. „Kirkjan
hefur stundum litið á það sem sjálf-
sagt mál að hún sé í hinu opinbera
rými en ég tel að það þurfi skýrar
leikreglur. Hvað þessar leikskóla-
heimsóknir í fyrra varðar þá átti ég
aldrei samskipti við móðurina en
gengið hafði verið frá því milli leik-
skólans og kirkjunnar að þar ríkti
fullkomið traust. Við kröfðumst
þess ekki að börnin færu með faðir-
vorið eða signdu sig í kirkjunni.
Það eru alltaf börn í hópnum sem
koma frá öðrum hefðum og við
þurfum að virða það. Það er síðan
alltaf ákveðinn hópur foreldra sem
vill ekki að börnin sín fari í kirkju
og það er bara eðlileg krafa. Það
má ekki jaðarsetja þau börn og í
boði þarf að vera mannsæmandi
valkostur sem viðheldur reisn allra.
Á meðan leikreglurnar eru ekki
skýrar eru alltaf hætta á að fólk
stígi á einhverjar tær. Ég held að
það jákvæða sem kemur út úr þess-
ari umræðu sé að leikreglurnar
skýrast, sérstaklega þegar kemur
að börnum, því dýrmætasta sem
við eigum. Það gerir enginn mála-
miðlanir með börnin sín.“ Raunar
hafa sumir foreldrar komið honum
skemmtilega á óvart. „Innflytj-
endur af öðrum trúarbrögðum en
kristni – búddistar og múslimar –
hafa margir hverjir verið ófeimnir
við að senda börnin sín í barna-
starfið. Þeir vilja þá einfaldlega að
barnið þeirra sé í trúarlegu starfi
og að kristin kirkja sé stofnun í
samfélaginu sem nýtur trausts.
Þetta hefur komið mér á óvart.
Ímyndin af múslimum er að þeir
séu allir kassalaga og bókstafstrúar
en mín reynsla af starfinu í Nes-
kirkju er að múslimar sumir hverjir
séu jafnvel opnari og frjálslyndari
en kristnir.“
Karllæg Biblía
Sigurvin myndi þó sannarlega
teljast frjálslyndur. Auk þess að
halda Regnbogamessuna, stóð
hann nýverið fyrir Geðveikri
messu í Laugarneskirkju og þar
sagði Heiðar Ingi Svavarsson, sem
einnig var í viðtali hér í Frétta-
tímanum, frá glímu sinni við geð-
hvörf. Síðasta sunnudag ræddi
Sigurvin síðan um ástarsögur. „Ég
talaði um hvernig við segjum ást-
arsögur í samtímanum og hvernig
klámmenning og raunveruleika-
sjónvarp hafa áhrif á skynjun
okkar. Við erum sköpuð til tengsla
en svo margt í menningunni okkar
bendir til að við séum með brotin
tengsl. Ég sagði ástarsögu úr Rut-
arbók úr Gamla testamentinu sem
er svo fullkomlega róttæk því hún
ögrar gildum þess tíma. Biblían á
það til að vera heldur karllæg, svo
við tölum bara hreint út, og þessi
litla saga er falin milli Dómarabókar
og Samúelsbóka sem eru karllægar
sögur af valdastétt Ísraels. Þetta er
sagan af Rut, móabískri konu, en þær
eru í öðrum bókum testamentisins
taldar lauslátar og þar að auki voru
lög gegn því að giftast útlendingum,
sérstaklega konum. Seinni tíma
fræðimenn telja að þessi bók hafi
einmitt verið skrifuð af konu. Sagan
fjallar um konur sem glíma við fátækt
og hungursneyð og tengsl þeirra við
samfélagið sitt. Þetta endar svo með
því að Rut giftist, verður formóðir
Davíðs konungs og síðar Jesú. Hún
fær því heiðurssess þó hún passi
hvergi inn í. Það rímar kannski við
þessa guðfræði að fá heiðurssess þó
maður passi hvergi inn í.“
Sonurinn með ADHD
Sigurvin leggur áherslu á að guð-
fræðin og erindi kirkjunnar þurfi að
mótast af raunverulegum aðstæðum
fólks. Næsta sunnudag verður messan
tileinkuð ADHD. Það hýrnar yfir Sig-
urvini að segja frá henni. „Við ætlum
að greina Jesú með ADHD. Við ætlum
að senda út fréttatilkynningu þar sem
við segjum frá því að Jesú hafi verið
afgerandi ofvirkur og hvatvís með
snert af athyglisbresti. Guðsþjónustan
verður mjög óvenjulega og við ætlum
að vaða úr einum sálmi í annan eins
og hvatvísir og ofvirkir gera. Auðvitað
er þetta til gamans gert en það fellur
inn í guðfræðihefð að leita að þáttum
í fari Jesú sem maður tengir við. Það
hafa konur gert, það hafa samkyn-
hneigðir gert og það hafa svartir gert.
Að þessu sinni ætlum við að lyfta upp
málefnum ADHD-samtakanna þar
sem ég er raunar gjaldkeri. Sonur
minn er með ADHD og ég hef þurft að
standa vörð um hann í skólakerfinu.
Við ætlum að mæta fordómum í sam-
félaginu en fullorðnir með athyglis-
brest eru sérstaklega útsettir fyrir
þeim því lyfin sem hjálpa þeim eru
einnig notuð á fíkniefnamarkaðnum.
Skólakerfið gerir líka oft svolítið ráð
fyrir að allir séu normal. En þetta er
sumsé innlegg kirkjunnar til að vekja
athygli á góðum málefnum, að halda
þessar óhefðbundu messur og opna
dyr kirkjunnar fyrir öllum. Við erum
jú öll jöfn.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Þetta starf snýst
um fólk og fólk
er uppáhalds –
að vinna með
fólki og ganga
með því.
viðtal 23 Helgin 18.-20. október 2013