Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 26
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is 3,6 L/100km í bLönduðum akStri C02 útbLáStur aðeinS 94 g Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr. 3.840.000 Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-d te C e xe cu tiv e. Honda CiviC 1.6 dÍSiL 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. Umboðsaðilar: bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000 því ekkert verið endurnýjað undan- farin ár. Þar fæðast nú um það bil þrír af hverjum fjórum nýjum Ís- lendingum. Langir biðlistar á BUGL Barna- og unglingageðdeild (BUGL) við Dalbraut er hluti af kvenna- og barnasviði Landspítal- ans. BUGL skiptist í göngudeild og legudeild og sérhæfir sig í mati og meðferð á geðröskunum barna og unglinga ásamt kennslu, hand- leiðslu og rannsóknum á sviði geðheilbrigðisþjónustu barna. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á göngudeild BUGL, og Linda Kristmundsdóttir, deildar- stjóri göngudeildar, segja að þjónustu í heilbrigðiskerfinu utan spítala við börn með geðraskanir sé verulega ábótavant. Fyrir vikið sé gífurlegt álag á bráðaþjónustu BUGL sem geri það að verkum að biðlisti eftir þjónustu á göngu- deild BUGL er lengri en nokkru sinni fyrr og biðtími fjórfalt lengri en ásættanlegt sé. Alls eru nú 124 börn á biðlista eftir þjónustu BUGL og meðalbiðtími þeirra 12- 14 mánuðir. Til samanburðar voru 62 á biðlista eftir þjónustu í janúar 2009. „Árið 2012 komu 310 ný bráðatillfelli og hafa þau aldrei ver- ið fleiri,“ bendir Guðrún Bryndís á. Til samanburðar voru bráðatilfelli árið 2009 alls 227 talsins. „Það er útlit fyrir enn fleiri bráðamál í ár,“ segir hún. „Börn sem þurfa á bráðaþjónustu að halda eru yfirleitt með sjálfs- vígshótanir eða sjálfsvígshugsanir en einnig börn sem talin eru vera með geðrofseinkenni,“ segir Linda. Algengast er að það séu eldri börn sem þurfa á bráðaþjónustu að halda, á aldrinum 12-18 ára, en inn á milli eru yngri börn, allt niður í sex ára. „Ef um sjálfsvígshættu er að ræða fær viðkomandi tíma sam- dægurs þar sem sjálfsvígshætta er metin. Það bíður enginn sem vill ekki lifa lengur. Byggt á niður- stöðu viðtals er ákveðið hvort barn fer í innlögn eða fær göngudeildar- þjónustu,” segir hún. Nýtt húsnæði göngudeildar BUGL var tekið í notkun árið 2008 og var bygging þess fjármögnuð af Barnaspítalasjóði Hringsins og fleiri góðgerðasamtökum ásamt ríkissjóði. Guðrún Bryndís segir að 12-14 mánaða biðtími eftir þjónustu fyrir börn með geðrask- anir sé allt of langur. Linda tekur undir það. „Ásættanlegur biðtími væri þrír mánuðir fyrir þjónustu í göngudeild,“ segir Linda. Þær segja að vandamálið leysist ekki einungis með því að auka við þjónustu á BUGL. „Við erum svokölluð þriðja stigs heilbrigðis- þjónusta sem er mjög sérhæfð og eigum því að taka við sjúklingum sem ekki er hægt að meðhöndla í fyrsta og annars stigs þjónustu,“ bendir Linda á. Fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta er til að mynda heilsugæslan og sérfræð- ingar á stofu auk sérhæfðra stofn- ana í líkingu við Þroska- og hegð- unarstöð. „Mikilvægt er að byggja upp betri þjónustu í nærumhverfi barnanna svo hægt sé að grípa fyrr inn í þegar vandi kemur upp. For- eldrar standa oft ráðalausir þegar geðræn veikindi gera vart við sig sem í sjálfu sér er algjör andstæða við það sem gerist þegar um líkam- leg veikindi er að ræða,“ segir Guð- rún Bryndís. „Hina miklu aukn- ingu í bráðatilfellum má ef til vill skýra með samdrætti í þjónustu við börn með þroska- og geðrask- anir annars staðar og hugsanlega einnig af félagslegum orsökum. Með félagslegum orsökum er átt við, í þessu samhengi, að úrræði foreldra eru ef til vill færri en áður og að auki hafa bæst við vandamál sem geta aukið á geðrænan vanda barna, svo sem búsetuóöryggi samfara erfiðu efnahagsástandi og neikvæðri samfélagsumræðu,“ segir Guðrún Bryndís. „Þessu til viðbótar hefur tölvu- notkun ungmenna breyst verulega undanfarin ár og við þekkjum ekki nógu vel neikvæð áhrif hennar. Netnotkun hefur stóraukist og við vitum hreinlega ekki hvaða áhrif hún getur haft. Hið eina sem ég get sagt er að ég hræðist hana, sér- staklega með tilliti til eineltis og félagslegrar einangrunar,“ segir Guðrún. Alls eru 17 legurými á legudeild BUGL. Líkt og á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustunnar hefur áherslan undanfarin ár verið á að fækka innlögnum og auka dag- og göngudeildarþjónustu. Börn sem lögð eru inn á BUGL eru hins vegar oft í sjálfsvígshættu og þurfa því sólahringshjúkrun og læknis- meðferð, að sögn Höllu Skúladótt- ur, aðstoðardeildarstjóra legu- deildar BUGL. „Flest þeirra barna sem þurfa innlögn eru á aldrinum 13-18 ára en dæmi eru um að börn allt niður í leikskólaaldur hafi þurft að leggjast inn. Bráðatilfelli ganga fyrir með innlagnir og þegar svo mikill fjöldi bráðatilfella berst er ekki hægt að taka inn önnur börn en þau sem þurfa bráðaþjónustu,“ segir Halla. Húsnæðiskostur legu- deildar er til mikillar fyrirmyndar. Nýverið styrkti Barnaspítalasjóður Hringsins, líknarfélög og félaga- samtök, svo sem Lions og Kiwanis BUGL svo hægt væri að endurgera útisvæði og gera það að hluta með- ferðarsvæðis BUGL. Lokið var við framkvæmdir nú í sumar og er nú eina útimeðferðarsvæði landsins“, að sögn Höllu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti3.  Barnaspítali Hringsins, göngudeild: 5 vogir sem mæla upp að 300 kg.  Barnaspítali Hringsins, vökudeild: 4 Basix hjúkrunarvagnar, 2 vökva- dælur, 40 sprautudælur og 5 standar. Endurnýjun 2/3 hluta mónitorakerfis vökudeildar (13 mónitorar) ásamt 10 mónitorum, fjölþættum og flóknum nemum, fylgibúnaði og tengingu við móðurstöð fyrir vinstri væng vökudeildar.  Barnaspítali Hringsins, bráðamót- taka: Skoðunarbekkir, blöðruóm- skoðunartæki, 10 vökvadælur og 3 sprautudælur. Endurbætur, tilfærsla og breytingar á húsnæði bráðaher- bergis í aðstandenda- og kyrrðarher- bergi.  Barnaspítali Hringsins, legu-dagdeild: 30 vökvadælur, 8 sprautudælur og 5 standar.  Barnaspítali Hringsins, skurðlækn.: Laprascopíustæða.  Barna- og unglingageðdeild, BUGL: Endurgerð útileiksvæðis.  Skurðstofa LSH, Fossvogi: Skurðarborð.  Háls-nef og eyrnadeild barna LSH: Barka- og raddbandaspeglunartæki, skoðunarborð með fylgihlutum, fiberlaryngoscope til skoðunar á börnum, höfuðljós og smásjár.  Bráðamóttaka barna, Fossvogi: Styrkur vegna endurnýjunar á hjólastól og yfirdekkningar á sófum og stólum.  Meðgöngu og sængurkv.deild LSH: 2 ljósameðferðarteppi vegna nýburagulu.  Skammtímavistunin Árlandi: Ipad spjaldtölva með hulstri.  Sjónarhóll: Rekstrarstyrkur v/ starfs- manns og ½ foreldraráðgjafa.  Vinafélag Móvaðs: Styrkur vegna kaupa á bíl.  Styrkveitingar ársins námu rétt tæplega 135 milljónum króna. Stærsti styrkurinn var 70 milljóna króna styrkur til Barnaspítala Hringsins og mest fór til vökudeildar í tilefni af 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs. Hringurinn Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sér- staklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging Barna- og unglingageð- deildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráð- gjafamiðstöðvar barna með sérþarfir. Í félaginu eru nú 335 konur á öllum aldri. Félagsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði á veturna, félagskonum til fræðslu og skemmtunar. Starfsemin byggist hins vegar fyrst og fremst á því mikla starfi sem fram fer í nefndum félagsins. Fjáröflunarleiðirnar eru söfnunarbaukar, sem staðsettir eru víða, s.s. í Leifsstöð, jólakaffi og happdrætti, sem haldin eru á aðventunni á hverju ári, jólabasarinn, sem haldinn er í nóvember á hverju ári, minn- ingarkortin, sem seld eru allt árið, jólakortin og veitingasalan í Barna- spítalanum. Styrkveitingar úr Barnaspítalasjóði Hringsins árið 2012 26 fréttaskýring Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.